Fréttablaðið - 29.03.2014, Side 42

Fréttablaðið - 29.03.2014, Side 42
Brúðkaup LAUGARDAGUR 29. MARS 20144 Það tekur að lágmarki klukkutíma að róa sig niður. Hins vegar er ekki gott að geyma vandamálin í meri en sólarhring. Sérfræðingar í brúðkaupum segja að brúðarárið 2014 verði afar rómantískt, samkvæmt því sem greint er frá í banda- ríska vefmiðlinum Huffington Post. Brúðkaupin verða hugljúf og hjartnæm. Það má ganga alla leið í væmninni, fölbleikt er liturinn og rósin passar vel, eftir því sem Tara Guérard brúðarsérfræðingur segir. „Það má horfa á rómantíkina í gömlum Hollywood- myndum þar sem big band-hljómsveit spilar. Tónlist frá fyrri hluta síðustu aldar á einkar vel við þennan rómantíska stíl. Skoðið líka kvikmyndina The Great Gatsby til að fá hugmyndir. Skreytið með rósum og kristalkertastjökum. Blómaskreytingameistarinn Ariella Chezar sem meðal annars hefur starfað fyrir Hvíta húsið segir að bóndarós sé blóm ársins. „Hún ilmar vel og er falleg í blómsveigi og blómalengjur.“ Boðskortin eiga að vera fíngerð og í rómantískum stíl. Þjónustan í veislunni á að vera fáguð. Brúðar- tertan á að vera skreytt fínlegu glimmeri. Að vetrar- lagi á kakan að vera með súkkulaði en að sumrinu með sítrónu- bragði. Brúðkaup í anda The Great Gatsby Sveindís Anna Jóhannesdótt-ir heldur námskeið fyrir verð-andi hjón og sambúðarfólk sem nefnist: „Í upphafi skal endinn skoða – hvernig hjónaband/sam- band vil ég?“ Þar fer hún meðal annars yfir þau atriði sem ein- kenna gott hjónaband og ýmislegt annað sem gott er að hugleiða í upp- hafi. Innblástur námskeiðanna er fenginn frá hjónunum John og Julie Gottman sem reka Gottman-stofn- unina í Bandaríkjunum, en þau hafa helgað líf sitt því að rannsaka hvað einkennir góð hjónabönd. Fleiri sækja ráðgjöf fyrr En er algengt að fólk sæki ráðgjöf í upphafi? „Það eru sem betur fer æ fleiri sem sjá ástæðu til þess en sumir koma þó ekki fyrr en allt er um seinan,“ segir hún. Á námskeiðinu fer Sveindís yfir þau atriði sem einkenna góð sam- bönd. „Við tölum um traust, skuld- bindingu, aðdáun og umhyggju en í góðum hjónaböndum tekur fólk hvort eftir öðru. Það er ekki nóg að gera það bara í upphafi. Í góðum hjónaböndum snýr fólk sér líka hvort að öðru með þau mál sem snerta hjónabandið. Margar konur eiga það til dæmis til að ræða það sem þeim liggur á hjarta varðandi sambandið í saumaklúbbnum en hafa kannski aldrei sagt það beint út við makann,“ segir Sveindís. Hún segir virðingu meðal lykil- atriða í góðu hjónabandi og sömu- leiðis hlustun. „Það er ástæða fyrir því að við erum með einn munn og tvö eyru. Stundum er okkur hollt að hlusta meira og tala minna en stundum getur það verið öfugt.“ Einkennandi fyrir góð hjónabönd er ekki síst að fólk kann að leysa ágreining. „Hann kemur alltaf upp Í upphafi skal endinn skoða „Hvernig hjónaband vil ég?“ er spurning sem félags- og fjölskylduráðgjafinn Sveindís Anna Jóhannsdóttir hjá Félagsráðgjafanum ehf. telur öllum sem eru í giftingarhugleiðingum hollt að velta fyrir sér og svara. Hún segir fólk leita ráðgjafar fyrr en áður. Það sem meðal annars einkennir góð hjóna- bönd er að fólk kann að leysa ágreining. MYND/ANDRI MARÍNÓ og flestir þurfa að læra og temja sér aðferðir til að takast á við hann. Ef fólk lærir það ekki er hætta á skiln- aði. Til að taka á ágreiningi þarf að hafa í huga að makinn hefur áhrif hvort sem manni líkar það betur eða verr. Við þurfum að sætta okkur við að það er ekki bara ein skoðun sem ríkir. Það er annar aðili sem þarf að taka tillit til og hefur áhrif á þá ákvörðun sem er tekin.“ Sveindís segir mikilvægt að kunna að tala saman um vanda- málin og það sem ekki ríkir ein- hugur um. „Það er mikil gæfa að geta talað saman á rólegu nót- unum. Auðvitað kemur það fyrir alla að missa sig í æsing en þá er mikilvægt að kunna aðferðir til að stoppa og róa sig. Sumir þurfa að fara í annað herbergi, aðrir út í bílskúr en sumum dugar að hvíla umræðuna og gera eitthvað annað. Þess ber að geta að enginn ætti að setjast æstur undir stýri. Þá er gott að hafa það í huga að það tekur að lágmarki klukkutíma að róa sig alveg niður. Hins vegar er ekki gott að geyma vandamálin lengur en í sólarhring.“ Mikilvægt að vanda sig Sveindís segir mikilvægt að vanda sig í samskiptum við sína nánustu. „Okkur hættir til að koma verst fram við þá sem við elskum mest. Þá látum við grímuna falla og leyf- um okkur óbeislaðri framkomu.“ Sveindís mælir með því að fólk leiti sér hjálpar ef það hefur glímt við einhvern samskiptavanda í meira en sex mánuði. „Oft þarf ekki nema 1-4 viðtöl til að fólki fari að líða betur og samskipti verði betri. Ráðgjafinn leysir hins vegar ekki vandamálin. Ég líki þessu oft við að vera þjálfari á kantinum. Hann skipuleggur æfingar og leggur upp plan en það eru leik- mennirnir sem skapa nauðsynlega liðsheild og skora mörkin.“ Sveindís segir mikilvægt fyrir hvert par að staldra stundum við, líta fram á veg og ákveða hvert það vilji stefna. „Það er upplagt að gera það fyrir brúðkaup en þá hefur fólk oft verið saman í einhvern tíma. Á þessum tímamótum getur verið gott að fara yfir hvaða hefð- ir og venjur á að viðhafa, kanna hvaða afstöðu fólk hefur til starfs- frama, uppeldis, barneigna og ótal annarra mála.“ - ve Næstu námskeið Sveindísar eru 23. apríl og 30. maí. Nánari upp- lýsingar er að finna á www.felagsradgjafinn.is Fagnaðu stóra deginum í Hörpu Fáðu tilboð: veislur@harpa.is eða 528 5070 Við sjáum um að útfæra brúðkaupsveisluna með þér, eins og þú vilt hafa hana. Úrvals aðstaða, glæsilegir salir og hagstætt verð — og útsýnið er innifalið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.