Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.03.2014, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 29.03.2014, Qupperneq 46
LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 Jógvan, sem er einn vinsælasti brúðkaupssöngvari lands-ins, segist búast við að hann taki lagið fyrir Hrafnhildi á þess- um stóra degi. Þau eru búin að vera lengi saman og eiga tvö börn, Sonur þeirra, Jóhannes Ari Han- sen, er rúmlega tveggja ára og dóttirin, Ása María Hansen, er fimm mánaða. „Giftingin verð- ur í Hallgrímskirkju. Okkur veitir ekki af því að hafa stóra kirkju því gestalistinn er langur,“ segir brúð- guminn. „Ég á stóran frændgarð í Færeyjum og margir koma til að vera viðstaddir brúðkaupið. Hér á landi hef ég starfað í tíu ár og eign- ast marga góða vini. Hrafnhildur á einnig stóra fjölskyldu. Mín ósk væri að bjóða öllum en það hefði orðið ansi dýrt. Listinn hljóð- aði fyrst upp á 270 manns en við urðum að skera hann niður í tvö hundruð gesti,“ segir Jógvan. Þjóðlegir forréttir „Veislan verður á Hilton-hót- eli um kvöldið og fyrst ætlum við að bjóða þjóðlega for-forrétti frá löndum okkar. Gestir fá meðal annars að smakka skerpukjöt frá Færeyjum og hákarl og súra punga frá Íslandi. Í brúðkaup- um í Færeyjum er alltaf boðið upp á svokallaðan hurðasnaps sem er afhentur þegar gestir ganga í salinn og svo verður einnig hjá okkur. Eftir það verður glæsi- leg matarveisla, dans og gleði og fullt af tónlistarmönnum og öðru skemmtilegu fólki,“ segir hann enn fremur. Hrafnhildur er búin að finna rétta brúðardressið en Jóg van er enn að velta vöngum. „Ég er varla byrjaður að pæla í þessum hlutum. Veit ekki hvort ég verð í smóking, kjólföt- um, jakkafötum eða bara færeyska þjóð- búningnum,“ segir hann og hlær en bætir við að Hrafn- hildi lítist ekki á það síðastnefnda. Bónorð á tónleikum Þegar hann er spurð- ur hvort hann hafi farið á hnén og beðið hennar að herrasið, svarar hann: „Ég fór reyndar ekki á skeljarnar. Það hafði verið lengi í bígerð hjá mér að biðja hennar en ég beið alltaf eftir réttu stundinni. Eiginlega var ég orðinn hálf stressaður á þessu. Þegar Hrafnhildur gaf mér miða á tónleika með Michael Bublé í London síðastliðið sumar vissi ég að hin fullkomna stund væri að renna upp. Friðrik Ómar söngvari og Ingibjörg Kristjánsdóttir fóru með okkur á tónleikana og urðu vitni að bónorðinu sem fram fór þegar Bublé söng uppáhaldslag- ið okkar, Every thing. Ég var löngu búinn að kaupa hringana og það var erfitt að fela þá allan tímann. Heitt var í London og ég þurfti að vera léttklæddur sem gerði þetta enn verra, eiginlega enginn felu- staður nema nærbuxurnar,“ segir hann hlæjandi. „Um mitt lagið stóð ég upp og bað hennar,“ segir Jógvan og bætir við að þá hafi fallið nokkur tár hjá þeim öllum fjórum. „Þetta var há- tíðleg stund,“ segir hann en síðan var skálað í kampavíni eftir tónleikana. „Hrafn- hildur fékk óáfengt, enda var hún ófrísk.“ Ást og Með þér Jógvan segir að nokk- ur lög séu vinsælli en önnur í brúðkaup- um. „Það er sérstakt að syngja í brúð- kaupum því þetta er svo persónuleg stund. Allir eru glæsilega klæddir og það mynd- ast alltaf sérstök stemn- ing. Ég er oftast beðinn að syngja lagið Ást eftir Magn- ús Þór Sigmundsson og Með þér eftir Bubba Morthens. Í einu brúð- kaupi var ég beðinn um að syngja Elvis Presley-lög í kirkjunni en í það skiptið var brúðguminn mik- ill aðdáandi hans. Það kemur fyrir að fólk biðji um lag þar sem textinn á ekki við svona athöfn og þá bendi ég á það. Ég aðstoða brúðhjónin með lög ef þau eru ekki ákveðin og læt þau hafa viðeigandi lagalista.“ Jógvan segist ekki vera búinn að velja lögin í sitt eigið brúðkaup. Það er þó eitt lag sem verður örugglega flutt en ég get ekki sagt hvaða lag það er. Veislan verður skemmtileg, Færeyingar og Íslendingar kunna að skemmta sér saman. Ég hlakka mikið til þessa dags og tíminn líður hratt.“ - ea Bónorðið fór fram þegar Bublé söng uppáhaldslagið okkar, Everything. Bónorð á tónleikum Michael Bublé Jógvan Hansen söngvari og unnusta hans, Hrafnhildur Jóhannesdóttir, ganga í það heilaga 12. júlí næstkomandi í Hallgrímskirkju. Brúðkaupsundirbúningur er í fullum gangi og gert er ráð fyrir tvö hundruð gestum í glæsilega veislu. Hann bað hennar á tónleikum og veislan verður glæsileg. Hún verður haldin á Hilton- hóteli en athöfnin sjálf fer fram í Hallgrímskirkju. MYND/VALLI Jógvan og Hrafnhildur með Jóhannes Ara og Ásu Maríu. Spennandi tímar fram undan hjá fjölskyldunni. MYND/VALLI Síðan 1844 hefur Kahla framleitt vandað postulín sem fer jafn vel í hendi og hillu. Kahla hefur unnið til fjölda verðlauna og er alltaf við hæfi hvort sem það er í matarboði með öllum vinahópnum eða yfir sunnudagskaffinu með ömmu. laugavegi 47, opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-17 www.kokka.is kokka@kokka.is Arfur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.