Fréttablaðið - 29.03.2014, Síða 52

Fréttablaðið - 29.03.2014, Síða 52
FÓLK|HELGIN Ég hef alltaf verið hrekkj-ótt og man eftir skelfilegu síma ati sem ég gerði að- eins þrettán ára,“ segir Carola og rifjar upp símahrekk sem enn nagar samvisku hennar. „Þá valdi ég kvenmannsnafn af handahófi úr símaskránni og þóttist vinna á saumastofu þar sem maður hefði pantað handa henni forláta kápu í óvænta gjöf. Ég þyrfti því málin hennar.“ Fórnarlamb Carolu gaf henni mál sín og aftur og aftur hringdi Carola í spennta konuna. „Á endanum sagði ég henni að maðurinn væri hættur við og hefði fundið aðra konu. Hversu konan varð vonsvikin er mér ógleymanlegt og hversu mér þótti það fyndið, en svona var ég, samviskulaus skepnan.“ ERFÐI STRÍÐNINA FRÁ AFA Carola fæddist í Þýskalandi en flutti eins árs til Íslands eftir að móðir hennar kynntist Íslend- ingi sem þar var við tannlækna- nám. „Maðurinn var Hængur Þor- steinsson sem ættleiddi mig og hefur verið pabbi minn frá því ég man eftir mér. Ég hélt áfram sambandi við ömmu mína, afa og langömmu í Þýskalandi og þaðan á ég stórkostlegar minn- ingar um sumardvöl og góða tíma,“ segir Carola sem fer á ættarmót með þýskum ætt- mennum í sumar. „Ég erfði stríðnina frá móður- afa mínum. Hann var stór- skemmtilegur maður og hrika- lega hrekkjóttur. Níræð systir hans varð mest fyrir barðinu á honum og alltaf jafn auðtrúa.“ Carola varð íslenskum út- varpshlustendum að góðu kunn þegar hún framdi óborganlega símahrekki í útvarpsþættinum Tveir með öllu í umsjón Gunn- laugs Helgasonar og Jóns Axels Ólafssonar á tíunda áratugnum. „Gulli bað mig svo að gera símahrekk fyrir Rás 2 fyrir tveimur árum og þá hélt ég að hann væri að grínast í mér. Ég þurfti þó ekki að hugsa mig lengi um því mér finnst ein- staklega skemmtilegt að gera at í fólki.“ Margir furða sig á hvernig Carola nær að halda í sér hlátr- inum í bráðfyndnum síma- hrekkjunum, en hún er nú með splunkunýja símahrekki í þætt- inum Í bítið á Bylgjunni. „Auðvitað hef ég oft verið að farast úr hlátri en aðeins einu sinni þurft að hætta í miðju kafi,“ segir Carola sem setur sig sterkt inn í karakterana til að eiga minna bágt með hláturinn. „Þá sátum við Gulli í pínulitlu, gluggalausu stúdíói og gerðum símaat í Sand- og malarsölunni. Á þeim árum reykti fólk inni á vinnustöðum og Gulli púaði stóran vindil framan í mig. Ég sá hvorki út úr augum né náði orð- ið andanum og þegar þögult og húmorslaust fórnarlambið fór að hósta brjálaðist ég úr hlátri. Ég skrifa það þó ekki á takmark- aða sjálfsstjórn mína heldur súrefnisleysið og vindlareykinn hans Gulla,“ segir Carola og hlær. KVENNAGLEÐI Í NEW YORK Carola er gift Jóni Viðari Guð- jónssyni byggingarverkfræðingi og eiga þau Andreu Idu leikkonu, Arnar háskólanema og söngvara og Þorstein Hæng grunnskóla- nema og dansara. „Ég er mikil fjölskyldumann- eskja og vil helst alltaf hafa hana hjá mér. Við erum heimakær en skreppum stundum í Grímsnesið til að smíða sumarhús. Mér hef- ur þótt gaman að skoða heiminn en er nú farin að róast og vil eiga kúrukot nálægt borginni til að hlusta á fuglasöng.“ Um helgina er Carola í kvenna- ferð í stórborginni New York. „Ég er dansmamma og hef kynnst mjög skemmtilegum kon- um í gegnum dansnám sonar míns. Við ætlum út að borða, á söngleik, versla, drekka rauð- vín og allt sem konur gera skemmtilegt saman þegar þær eru einar.“ Í frístundum hefur Carola yndi af því að mála myndir á trönum og mála á postulín. „Nú er ég að mála jóladiska fyrir börnin og útkoman er alls ekkert lummó heldur sláandi flott. Ætli listamannsblóðið komi ekki frá mömmu og afa; svona ekta þýskt kúnstverk,“ segir hún hláturmild. Æskudraumur Carolu var að verða dýralæknir en draum- urinn var úti þegar hún féll í yfirlið við að sjá hest sinn saum- aðan eftir stóran skurð á læri. „Tennur voru vitaskuld mikið ræddar á heimilinu og því lærði ég tannsmíði þar sem handverk á vel við mig. Ég vann náið með pabba í þrjátíu ár en nú er hann hættur að vinna og ég starfa með öðrum tannsmið sem er líka yndislegt. Það er ein- staklega gefandi að sjá tennur manns fara upp í fólk.“ HLÁTUR SKAPAR VELLÍÐAN Carola á sér draumafórnarlamb þegar kemur að símahrekkjum og ætlar sér að ná honum einn daginn þótt hún gefi ekki meira upp að sinni. „Ég upphugsa alla síma- hrekkina sjálf og þeir eru spuni frá upphafi til enda,“ segir Carola sem áður varð bálreið ef aðrir reyndu að hrekkja hana en hefur nú gaman af góðum hrekk. „Fæstir leggja þó í mig því þeir vita að þeir fá það tífalt til baka.“ En verður framhald á síma- hrekkjunum í Í bítið? „Vonandi. Það er yndislegt að kitla fram hlátur fólks því það er aldrei nóg af hlátri og öllum líður vel eftir gott hláturskast.“ ■ thordis@365.is GOTT HREKKJUSVÍN HELGIN Tannsmiðurinn Carola Ida Köhler er hrekkjusvín af Guðs náð og ábyrg fyrir urrandi hlátursköstum landslýðs yfir kostulegum símahrekkjum. GAMANSÖM Carola Ida Köhler erfði gamansemina frá þýskum móðurafa sínum og tekur hrekkjum nú til dags vel. MYND/VILHELM Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Roma hornsófi 2H2 Basel sófasett 3+1+1 Rín tungusófi TILBOÐ Sjónvarpsskápur Salsa Sjónvarpsskápur Cubic TV2 * í völdum áklæðum Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is SKEPNA „Hversu konan varð vonsvikin er mér ógleymanlegt og hversu mér þótti það fyndið, en svona var ég, samviskulaus skepnan.”
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.