Fréttablaðið - 29.03.2014, Page 55
FERÐIR
LAUGARDAGUR 29. MARS 2014
Kynningarblað
Áfangastaðurinn Grænland,
Orgelsmiðja á Stokkseyri,
kínverskur skemmtigarður og
Hlíðarfjall.
EGGJANDI PÁSKAFLUG
FLUGFELAG.IS
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.IS
/F
LU
6
84
23
0
3/
14
Þrátt fyrir að einungis taki um tvær klukkustundir að fljúga til austur-strandar Grænlands hafa flestir Ís-
lendingar lítið ferðast þangað undanfarin
ár. Grænland er engu að síður stórmerki-
legt land og eiginlega heill heimur út af fyrir
sig. Ferðamenn sem þangað sækja stunda
meðal annars kajakferðir, gönguferðir, fara
í hundasleðaferðir, ísjakaskoðunarferðir
og hvalaskoðun auk þess að stunda ýmiss
konar veiði.
Einn þeirra Íslendinga sem hafa ferðast
mikið um Grænland er Valdimar Halldórs-
son en hann hefur verið með annan fótinn
á austurströnd landsins undanfarin tvö
ár. „Ég gekk yfir Grænlandsjökul á skíð-
um fyrir tveimur árum og hreifst mjög af
landi og þjóð. Síðan þá hef ég ferðast tölu-
vert á austurströndinni en einnig á vestur-
og suðurhluta landsins.“
Erfiðar samgöngur
Valdimar hefur lítillega komið ná-
lægt rekstri ferðaþjónustu ásamt
félaga sínum Jóni Grétari Magn-
ússyni. Sú starfsemi er í bænum
Tasiilaq á austurströnd Græn-
lands. Að sögn Valdimars er
sú starfsemi ekki síður rekin af
áhuga en arðsemissjónarmið-
um. „Þótt straumur ferðamanna til
Grænlands hafi vaxið jafnt og þétt er
það ekkert í líkingu við aukninguna
til Íslands undanfarin ár. Stærsti
þátturinn sem takmarkar frekari
vöxt eru erfiðar samgöngur. Græn-
land hefur aðeins einn alþjóðleg-
an flugvöll sem er í Syðri-Straumfirði á vest-
urströndinni. Ef flytja þarf ferðamenn milli
þorpa og bæja þarf því oft að nota þyrlur eða
báta. Menn keyra að minnsta kosti ekki á milli
staða í rútum. Til Grænlands kemur
gjarnan ævintýrafólk sem er tilbúið
að borga aðeins meira fyrir slíka
heimsókn í stað þess að borga
minna fyrir ferð á sólarströnd.“
Framandi matur
Að sögn Valdimars heimsækja
flestir ferðamenn vesturströnd
Grænlands vegna flugvallarins í
Syðri-Straumfirði. Mun færri búa
á austurströndinni þar sem Valdi-
mar þekkir betur til. „Íbúum þar
gengur þó ágætlega að taka á móti
ferðamönnum. Fólkið þar er öðru-
vísi þenkjandi enda eru þar fá-
menn veiðimannasamfélög. Þar eru menn
ekki alltaf að horfa á klukkuna heldur snýst
lífið um veiðiskap og að bjarga sér.“
Hugrakkir ferðalangar bragða að sjálf-
sögðu á veitingum heimamanna en þær
samanstanda meðal annars af fiski og spiki
og kjöti af sel og náhval. „Veitingastaðir á
Grænlandi bjóða margir upp á hreindýr og
sauðnaut en þau ganga villt. Sjófuglinn er
auk þess sérlega vinsæll matur hjá veiði-
mönnunum á Austur-Grænlandi.“
Veðurfar er skaplegt á vorin og sumr-
in þótt það sé misjafnt eftir landshlutum.
„Heitast er á suðurhluta eyjarinnar en
kaldara eftir því sem norður dregur. Hit-
inn getur farið í 15-18 gráður auk þess sem
það verður mjög bjart líka.“
Valdimar spáir áframhaldandi vexti í
ferðaþjónustunni en sem fyrr segir ráð-
ist sá vöxtur af samgöngum. „Væntanlega
munu fleiri skemmtiferðaskip koma hing-
að en til að vaxa hraðar þarf f leiri og betri
f lugvelli. Framtíðin verður að skera úr um
þá þróun.“
Faldi demanturinn í vestri
Ferðaþjónusta á Grænlandi hefur vaxið hægt og rólega frá síðustu alamótum. Landið býður upp á stórkostlega og einstaka náttúru í
bland við fjölbreytta afþreyingu. Flestir ferðamenn heimsækja Grænland um vor eða sumar þegar veðurfar er hagstæðara.
Valdimar Halldórsson
hefur oft ferðast til
Grænlands og hreifst af
landi og þjóð.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Einungis 5.000 manns búa á austurströnd landsins. MYND/ÚR EINKASAFNI
Börn í boltaleik í bænum Tasiilaq á austurströnd landsins. MYND/ÚR EINKASAFNI
Það er einstök upplifun að róa um á kajak og skoða risastóra ísjaka. MYND/GETTY