Fréttablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 55
FERÐIR LAUGARDAGUR 29. MARS 2014 Kynningarblað Áfangastaðurinn Grænland, Orgelsmiðja á Stokkseyri, kínverskur skemmtigarður og Hlíðarfjall. EGGJANDI PÁSKAFLUG FLUGFELAG.IS ÍS LE N SK A /S IA .IS /F LU 6 84 23 0 3/ 14 Þrátt fyrir að einungis taki um tvær klukkustundir að fljúga til austur-strandar Grænlands hafa flestir Ís- lendingar lítið ferðast þangað undanfarin ár. Grænland er engu að síður stórmerki- legt land og eiginlega heill heimur út af fyrir sig. Ferðamenn sem þangað sækja stunda meðal annars kajakferðir, gönguferðir, fara í hundasleðaferðir, ísjakaskoðunarferðir og hvalaskoðun auk þess að stunda ýmiss konar veiði. Einn þeirra Íslendinga sem hafa ferðast mikið um Grænland er Valdimar Halldórs- son en hann hefur verið með annan fótinn á austurströnd landsins undanfarin tvö ár. „Ég gekk yfir Grænlandsjökul á skíð- um fyrir tveimur árum og hreifst mjög af landi og þjóð. Síðan þá hef ég ferðast tölu- vert á austurströndinni en einnig á vestur- og suðurhluta landsins.“ Erfiðar samgöngur Valdimar hefur lítillega komið ná- lægt rekstri ferðaþjónustu ásamt félaga sínum Jóni Grétari Magn- ússyni. Sú starfsemi er í bænum Tasiilaq á austurströnd Græn- lands. Að sögn Valdimars er sú starfsemi ekki síður rekin af áhuga en arðsemissjónarmið- um. „Þótt straumur ferðamanna til Grænlands hafi vaxið jafnt og þétt er það ekkert í líkingu við aukninguna til Íslands undanfarin ár. Stærsti þátturinn sem takmarkar frekari vöxt eru erfiðar samgöngur. Græn- land hefur aðeins einn alþjóðleg- an flugvöll sem er í Syðri-Straumfirði á vest- urströndinni. Ef flytja þarf ferðamenn milli þorpa og bæja þarf því oft að nota þyrlur eða báta. Menn keyra að minnsta kosti ekki á milli staða í rútum. Til Grænlands kemur gjarnan ævintýrafólk sem er tilbúið að borga aðeins meira fyrir slíka heimsókn í stað þess að borga minna fyrir ferð á sólarströnd.“ Framandi matur Að sögn Valdimars heimsækja flestir ferðamenn vesturströnd Grænlands vegna flugvallarins í Syðri-Straumfirði. Mun færri búa á austurströndinni þar sem Valdi- mar þekkir betur til. „Íbúum þar gengur þó ágætlega að taka á móti ferðamönnum. Fólkið þar er öðru- vísi þenkjandi enda eru þar fá- menn veiðimannasamfélög. Þar eru menn ekki alltaf að horfa á klukkuna heldur snýst lífið um veiðiskap og að bjarga sér.“ Hugrakkir ferðalangar bragða að sjálf- sögðu á veitingum heimamanna en þær samanstanda meðal annars af fiski og spiki og kjöti af sel og náhval. „Veitingastaðir á Grænlandi bjóða margir upp á hreindýr og sauðnaut en þau ganga villt. Sjófuglinn er auk þess sérlega vinsæll matur hjá veiði- mönnunum á Austur-Grænlandi.“ Veðurfar er skaplegt á vorin og sumr- in þótt það sé misjafnt eftir landshlutum. „Heitast er á suðurhluta eyjarinnar en kaldara eftir því sem norður dregur. Hit- inn getur farið í 15-18 gráður auk þess sem það verður mjög bjart líka.“ Valdimar spáir áframhaldandi vexti í ferðaþjónustunni en sem fyrr segir ráð- ist sá vöxtur af samgöngum. „Væntanlega munu fleiri skemmtiferðaskip koma hing- að en til að vaxa hraðar þarf f leiri og betri f lugvelli. Framtíðin verður að skera úr um þá þróun.“ Faldi demanturinn í vestri Ferðaþjónusta á Grænlandi hefur vaxið hægt og rólega frá síðustu alamótum. Landið býður upp á stórkostlega og einstaka náttúru í bland við fjölbreytta afþreyingu. Flestir ferðamenn heimsækja Grænland um vor eða sumar þegar veðurfar er hagstæðara. Valdimar Halldórsson hefur oft ferðast til Grænlands og hreifst af landi og þjóð. MYND/ÚR EINKASAFNI Einungis 5.000 manns búa á austurströnd landsins. MYND/ÚR EINKASAFNI Börn í boltaleik í bænum Tasiilaq á austurströnd landsins. MYND/ÚR EINKASAFNI Það er einstök upplifun að róa um á kajak og skoða risastóra ísjaka. MYND/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.