Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.03.2014, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 29.03.2014, Qupperneq 56
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 29. MARS 20142 Akureyri er sívinsæll viðkomustaður Íslendinga yfir páskana og í því eiga skíðabrekkurnar í Hlíðarfjalli stóran þátt. Hlíðarfjall býður upp á frábæra aðstöðu fyrir skíða- og brettafólk á öllum aldri, byrjendur jafnt sem lengra komna. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, for- stöðumanns í Hlíðarfjalli, er nægur snjór í fjallinu og langtímaveð- urspáin góð fyrir næstu vikur. „Við bjóðum upp á sérstakan barna- skíðaskóla fyrir börn á aldrinum 5-12 ára. Það er sérstaklega hent- ugur möguleiki fyrir fjölskyldufólk sem á ung börn sem eru að stíga sín fyrstu skref á skíðum. Krakkarnir koma hingað kl. 10 og eru að til ýmist kl. 12 eða 14. Hér læra þau á skíði hjá fagmönnum og fá einn- ig léttan hádegismat. Á meðan geta foreldrar skíðað áhyggjulaust. Svo er einnig vinsælt meðal fullorðinna að fínstilla stílinn með því að fá sér skíðakennara í einn til tvo tíma.“ Í vikunni fyrir páska er Hlíðarfjall opið kl. 10-19 en yfir páskana er opnunartíminn kl. 9-16. Allar nánari upplýsingar um aðstöðuna í Hlíðarfjalli og opnun- artímann má finna á www.hlidarfjall.is og á Facebook. Hlíðarfjallið heillar Skíðakennarar skíðaskólans taka vel á móti krökkum. MYND/ÚR EINKASAFNI Í frystihúsinu á Stokkseyri hefur Björg vin Tómasson orgel-smiður komið sér vel fyrir með Orgelsmiðju sína. Björgvin er eini orgelsmiður landsins og eftir hann liggja ófá verk í íslensk- um kirkjum, í allt 37 pípuorgel af þeim 120 sem til eru á landinu. „Árið 2005 bauðst mér pláss hér á Stokkseyri og ég sló til og f lutti,“ segir Björgvin sem kann afar vel við sig í frystihús- inu. „Í fyrstu angaði hér allt af fiskilykt en svo múraði ég mig frá fiskvinnslusalnum og inn- réttaði þessa 430 fermetra fyrir mína starfsemi,“ segir Björgvin en frystihúsið er nokkurs konar menningarmiðstöð í bænum. Þar er rekið Draugasetur og þar hafa aðstöðu listmálarar og leirkera- smiður. „Við erum þó enn tengd sjónum því hér er líka lítil fisk- vinnsla sem heitir Krossfiskur,“ segir hann glettinn. Björgvin segir vel fara um sig á Stokkseyri. „Þetta er hentugur staður fyrir starfsemi á borð við mína enda í þægilegri fjarlægð frá borginni. Þá er þetta þægilegt samfélag, svipað því og þegar ég var að alast upp í Mosfellssveit- inni í gamla daga,“ segir hann brosandi. Spilar fyrir gesti Í þau ár sem Björgvin hefur verið með Orgelsmiðju sína í frysti- húsinu hefur hann tekið á móti fjölda fólks, bæði einstaklingum sem hafa komið inn á verkstæðið fyrir einskæra tilviljun og hópum sem hafa gert boð á undan sér. „Mér fannst því athugandi að opna smiðjuna f yrir gestum gegn gjaldtöku enda liggur heil- mikil vinna í því að taka á móti fólki og leiða það um verkstæðið,“ segir Björgvin. Hugmyndin fékk góðar undir tektir og hlaut Björg- vin til að mynda styrk frá Sam- bandi sunnlenskra sveitarfélaga, Landsbankanum og Nýsköpunar- miðstöð til að láta hana verða að veruleika. „Frá áramótum höfum við unnið að því að breyta húsa- kynnunum. Við höfum málað, sett upp sýningargripi og sýn- ingarfleka,“ lýsir Björgvin en með honum starfa tveir smiðir, þeir Jóhann Hallur Jónsson og Guð- mundur Gestur Þórisson. En hvað geta gestir búist við að sjá? „Ég mun sýna þeim þróun pípuorgelsins en það er gríðar- lega gamalt fyrirbæri sem rekja má aftur til ársins 246 fyrir Krist. Ég mun fara yfir þróun hljóðfær- anna og segja frá minni starfsemi í þau 28 ár síðan ég sneri heim úr námi,“ segir Björgvin sem einn- ig leyfir gestum sínum að njóta hljómanna úr hljóðfærunum. „Ég er hér með eitt pípuorgel frá 1754 sem ég spila stundum á og segi þá fólki frá því að allar líkur séu á að Mozart hafi spilað á þetta sama hljóðfæri,“ segir Björgvin glettinn en orgelið umrædda á uppruna að rekja til Austurríkis. Gefandi en erfitt starf Björgvin segist hafa dottið inn í orgelsmíðina af hálfgerðri til- viljun. „Ég var að velta fyrir mér að fara út í píanóstillingar en svo álpaðist ég út í pípuorgelin,“ segir hann en Björgvin lærði orgel- og harmóníumsmíði í Þýskalandi. „Þetta hefur bæði verið skemmti- legt en líka erfitt enda hefur maður þurft að berjast fyrir til- vist sinni. En vitanlega er mjög gefandi starf að hanna hljóðfæri frá byrjun og sjá það rísa smátt og smátt. Þá er ánægjuleg tilfinning þegar hljóðfærið er vígt í kirkj- unni,“ segir Björgvin sem hlakk- ar til að hefja nýjan kafla í ferða- þjónustu. „Ég hef mjög gaman af að taka á móti fólki. Það liggur ágætlega fyrir mér að segja frá og ég verð var við að fólk fer fremur ánægt héðan út,“ segir hann glað- lega og vonast til að sjá sem flesta í smiðjunni sinni. Mikið framboð fyrir ferðamenn Orgelsmiðjan er enn ein fjöðrin í hatt nágrannaþorpanna Stokks- eyrar og Eyrarbakka en þar geta ferðamenn fundið margt til að skoða og gera. „Á Stokkseyri má nefna Veiðisafnið, kajak- leiguna, gallerí þar sem heima- fólk er með handverk, veitinga- staðinn Fjöruborðið, gistihús- ið Kvöldstjörnuna, gróðrarstöð sem er algjör vin í þorpinu og afar gott tjaldstæði. Á Eyrar- bakka býður Siggeir Ingólfsson upp á gönguferðir um þorpin og Húsið á Eyrar bakka er skemmti- legur viðkomustaður. Þá er búið að endurvekja búð sem Guðlaug- ur Pálsson rak í eina tíð en hann var í áratugi einn elsti kaupmað- ur landsins. Það er Magnús Karel Hannes son sem bregður sér í hlutverk Guðlaugs og lætur mann detta marga áratugi aftur í tím- ann,“ telur Björgvin upp og nefnir einnig hjónin Valgeir Guðjónsson og Ástu Kristrúnu sem ætla sér að byggja upp menningartengda ferðaþjónustu í bænum. Þá má ekki gleyma Konubókastofu sem er einnig hluti Bókabæjar austan fjalls. „Það verður enginn svikinn af sunnudagsbíltúr hingað,“ segir hann glaðlega. Opnun Orgelsmiðjunnar fer fram núna um helgina og verð- ur ókeypis í dag og á morgun en opið er frá kl. 11 til 17. Hljómsveit- in Var mun halda tónleika í Orgel- smiðjunni í dag klukkan 16. Sýningin verður opin framveg- is kl. 10 til 18 virka daga og eftir samkomulagi um helgar. Orgel- smiðjan er til húsa á Hafnargötu 9, sjávarmegin, á Stokkseyri. Nánar á www.orgel.is. Gestagangur í Orgelsmiðjunni Björgvin Tómasson orgelsmiður hefur opnað verkstæði sitt á Stokkseyri fyrir ferðamönnum. Þar mun hann leiða fólk í allan sannleikan um pípuorgel auk þess sem hægt er að fylgjast með starfi smiðanna. Í tilefni opnunarinnar verður frítt inn á laugardag og sunnudag frá 11 til 17. Björgvin er eini orgelsmiður landsins. Í íslenskum kirkjum er að finna 37 orgel sem smíðuð eru af honum. MYND/STEFÁN Í Kína er að finna allnokkra furðu- lega ferðamannastaði. Einn slík- ur er „Kingdom of the Little People“ eða Konungsríki smáa fólksins sem er skemmtigarður nærri borginni Kunming. Allir starfsmenn garðs- ins eru dvergvaxnir eða minni en 130 cm. Garðurinn var stofnaður í sept- ember árið 2009 af Chen Mingjing, auðugum fjárfesti á fasteignamark- aði. Ári eftir stofnun garðsins voru starfsmenn orðnir um hundrað talsins en Chen vonast hins vegar til að með árunum muni dvergvöxn- um starfsmönnum fjölga í eitt þús- und. Flestir gestir garðsins koma úr nærliggjandi bæjum en framtíð- arstefnan er að gera garðinn að áfangastað erlendra ferðamanna í auknum mæli. Starfsmennirnir smávöxnu búa allir saman í búðum nærri garð- inum, í byggingum sem eru sérstaklega útbúnar fyrir dvergvaxnar manneskjur. Starfsmenn syngja og dansa fyrir gesti og setja upp ævintýri og ballettsýningar með grínívafi. Þá eru af og til hip hop-danssýning- ar. Oft er í aðalhlutverki svokallaður Dvergakonungur, leikari sem er aðeins metri á hæð. Hann klæðist gullskikkju og ekur um á mótor- þríhjóli. Fjölmörg alþjóðleg samtök hafa gagnrýnt garðinn og telja að hann líkist helst mennskum dýragarði, geri grín að dvergvöxnu fólki og sé til þess fallinn að einangra þá fötluðu frá samfélaginu. Chen vill hins vegar meina að garðurinn veiti fólki vinnu sem að öðrum kosti fengi hvergi annars staðar starf. Umdeild dvergaparadís Starfsmenn garðsins syngja og dansa fyrir gesti. NORDICPHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.