Fréttablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 84
FÓLK|HELGIN Canapés-snittur geta verið margvís-legar, lítið brauð eða kex með áleggi eða eitthvað sætt. Hugmyndaflugið getur verið endalaust þegar kemur að litlum snittum. Hægt er að nota venjulegt brauð sem hefur verið ristað og er síðan skorið út í litlar hringlaga sneiðar. Ostar eru gott álegg en hægt er að nota smurost, brie, geitaost, gráðost eða annan uppáhaldsost. Með ostinum er hægt að hafa ávexti, græn- meti eða kjötálegg, svo sem parmaskinku, salami, beikon eða roast beef. Reyktur eða grafinn lax er alltaf vinsæll. Það má gjarn- an vera pestó á brauðinu með til dæmis ólífum eða lifrarpaté með smávegis rifs- berjahlaupi. Lítil rúgbrauðssneið með saltfisk- stöppu eða plokkfiski eða ristað brauð með rækjum, majónesi og sítrónubita, mozz- arella og tómatsneið, skreytt með fersku basil, allt þetta er sömuleiðis vinsælt. Ferskar gráfíkjur með parmaskinku eru góðar og fylltar laxarúllur með rjómaosti og graslauk. Tortilla-kökur er hægt að nota í smá- snittur. Þær eru bakaðar í ofni þar til þær verða stökkar, kældar og skornar í litla bita. Ofan á þær er sett heimagert guacamole (lárperumauk). Þegar kemur að sætu snittunum er upp- lagt að kaupa tilbúnar litlar bökur og fylla með mascarpone-osti og berjum. Fylltar vatnsdeigsbollur eru einnig ljúffengar með ostafyllingu svo og döðlur fylltar með gráð- osti og vafðar í beikon. Mini-makkarónu- samlokur í öllum litum eru ómissandi í brúðkaupið. Á netinu má finna mörg hundruð útgáfur og uppskriftir af canapés. Skemmtilegt er að blanda saman alls kyns áleggi og leyfa hugmyndafluginu að ráða. SMÁRÉTTIR SEM BRAGÐ ER AÐ VEISLA Canapés-snittur eru gjarnan bornar fram í veislum. Þær eru boðn- ar með kampavínsglasi á meðan beðið er eftir að matarveislan sjálf hefj- ist, svokallaður lystauki. Snitturnar geta verið brauð með ýmsu áleggi eða sætar kökur með ávöxtum eða öðru góðgæti. SÆTIR SMÁRÉTTIR Þeir geta verið af ýmsu tagi, bornir fram í litlum glösum, á skeiðum eða í bökum. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir að sætum réttum. GOTT MEÐ KAMPAVÍNINU Diskur með blönduðum snittum af margvíslegu tagi og annar með smásnittum með ferskum gráfíkjum og parmaskinku. Í gær var opnuð sýningin Litbrigði/Tint í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Þar sýna saman María Valsdóttir, Sæunn Þorsteinsdóttir og Þóra Björk Schram en þær eru allar með vinnustof- ur á Korpúlfsstöðum. Á sýningunni, sem haldin er í samstarfi við Hönnunarmars, verða meðal annars sýnd barnaföt, gjafakort, púðar og pappírsfestar. Þóra Björk notar mynstur og liti úr málverkum sínum í púða, textíl og gjafakort. Þar leikur hún sér með mynstur, áferð og stemningu með sterka skírskotun í íslenska náttúru. Verk sín vinnur hún í mörgum lögum þannig að litirnir öðlast mikla dýpt. María hannar barnaföt undir merkinu Rimm- Bamm. Hún litar, þrykkir á og skreytir efni sem hún notar svo í bland við ýmis önnur efni í litríka hönnun sína. Aðaláherslan er lögð á að fötin séu mjúk og þægileg og gott að leika sér í þeim. Í verkum Sæunnar er alls kyns pappír breytt í skartgripi og ýmsa aðra hluti sem eru á mörkum skrauts og nytja. Hún vinnur gjarnan smágerð fínleg verk og er upptekin af hringmynstrum og endurnýtingu. Sýningin stendur til 6. apríl og er opin virka daga frá kl. 9-18 og um helgar frá 13-16. Aðgangur er ókeypis. BARNAFÖT, GJAFAKORT OG PÚÐAR FJÖLBREYTNI Þrjár listakon- ur sýna saman í Gerðubergi næstu daga. hefjast 31. mars og 1. apríl 4 vikna námskeið Ný námskeið N ý ná m 60 ára og eldri: ý Í form fyrir golfið Jóga Zumba og Zumba toning Dansaðu þig í form! Kvennaleikfimi Morgunþrek Leikfimi 60+ Zumba Gold 60+
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.