Fréttablaðið - 29.03.2014, Page 96

Fréttablaðið - 29.03.2014, Page 96
Brúðkaup LAUGARDAGUR 29. MARS 201418 Óvenjuleg bónorð Ef allt er eins og það á að vera er það mikil gleðistund þegar stóra spurningin er borin upp. Margir vilja fara hefðbundnar leiðir og eru formfastir í bónorðsmálunum; karlmaðurinn á að fara á skeljarnar. Aðrir vilja gera eitthvað óvenjulegt og finnst gaman að koma makanum á óvart og bera bónorðið upp þegar hann á síst von á. Ef einhver er á biðilsbuxunum og vantar frumlegar hugmyndir eru hér nokkrar. Að bjóða sínum heittelskaða maka í rómantískan kvöldverð á veitingastað, fá þjónustufólkið í lið með sér og fela bónorðið í mat eða drykk. Það er eflaust ekki óvenjulegasta bónorð í heimi en kemur á óvart og er reglulega krúttlegt. Breytið venjulegum aðstæðum í óvenjulegar og berið fram stóru spurninguna þegar makinn á síst von á. Bónorð í gönguferð á ströndinni er með því rómantískasta sem um getur. Ef þessi leið er farin er tilvalið að nota Harry Potter bókina The Circlet of Eternity og skera niður að kaflanum The Unbrea- kable vow (Órjúfanlega heitið). Þessi er góð fyrir bókmenntanördana. Það má nota hvaða bók sem er og gefa makanum sem verður eflaust mjög hissa að sjá hvað leynist á bak við kápuna. Skrifið stóru spurninguna í botninn á morgunkaffibollanum. Þannig verður það alveg á hreinu að svarið komi frá mann- eskju sem er vakandi og skyni gædd. Fáðu hjálp frá gæludýrinu. Gætið þess þó að dýrið gleypi ekki hringinn og bónorðið verði skítlegt. Brúðkaupsdagurinn er ekki kallaður „stóri dagurinn“ fyrir ekki neitt. Margir skipuleggja hann með margra mánaða fyrirvara og hefur jafnvel dreymt um hann í fleiri ár. Aðrir hafa ekki þann hátt á og skipuleggja brúðkaup á nokkrum vikum. Einhverjir taka andköf þegar þessi hugmynd berst í tal en það er vel hægt að halda flott og skemmtilegt brúð- kaup með stuttum fyrirvara. Skipulagt á stuttum tíma ● Það er best að byrja á því að panta veislusal, kirkju og prest (eða annan til að gefa brúðhjónin saman). Þegar það er komið þarf að senda út boðskort. Það er auðvelt að gera þau heima í tölvunni og líka fljótlegra. ● Þá er komið að fötunum á brúðhjónin. Ekki gleyma fylgihlutum, svo sem skóm og skartgripum. Hægt er að leigja allt sem til þarf á brúðarkjólaleigum. ● Ef panta á veitingar í veisluna þyrfti helst að skipuleggja það með nokkurra vikna fyrirvara. Ef ekki er tími til þess má biðja vini og ættingja um aðstoð og fá hvern og einn um að koma með einn rétt eða köku. ● Hafa þarf samband við ljósmyndara nokkrum vikum fyrir brúðkaup til að hann sé örugglega laus þann dag. Í flestum fjölskyldum finnst svo yfirleitt einhver sem getur tekið myndir í veislu og athöfn. Einnig er sniðugt að biðja gesti að taka myndir og safna svo öllum myndunum saman á einhverja netsíðu. ● Gott er að fara í klippingu um það bil viku áður og vera þá búinn að ákveða hvernig hár og förðun á að vera á stóra daginn. ● Skreytingar fyrir salinn og blóm þarf að kaupa nokkrum dögum fyrir brúð- kaupið og gott ef hægt er að klára að skreyta salinn þá. Einnig þarf að huga að því hvernig brúðhjónin eiga að ferðast um á brúðkaupsdaginn ef þau þurfa að fara á milli til dæmis kirkju og veislusalar. ● Það er um að gera að virkja fólkið í kring og láta alla sem til taks eru til að hjálpa til við undirbún- inginn. Svo er mikil- vægast að njóta dagsins og skemmta sér vel.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.