Fréttablaðið - 29.03.2014, Side 98

Fréttablaðið - 29.03.2014, Side 98
Brúðkaup LAUGARDAGUR 29. MARS 201420 SÚKKULAÐIFRAUÐ Í EFTIRRÉTT Brúðkaupstertur eru ekki ómiss- andi í brúðkaupum. Þeir sem vilja sleppa rjómabombunni góðu geta farið aðrar leiðir til að veita gestum ljúfan eftirrétt. Ein hugmyndin er að bera fram súkkulaðifrauð eða annars konar búðinga í glösum. Þannig hefur hver og einn gestur sinn eigin skammt. Þessa uppskrift að súkkulaði- frauði að finna á matarblogginu Eldhússögur Uppskrift fyrir 4-6 100 g dökkt súkkulaði, helst 80% 2 eggjarauður 3 dl rjómi einhvers konar bragðbætir, t.d. koníak Súkkulaðið er brytjað niður og brætt yfir vatnsbaði við vægan hita, látið kólna dálítið. Því næst er eggjarauðunum bætt út í súkkulaðið einni í senn og blandað vel saman við. Rjóminn er þeyttur og dálitlum hluta af honum, um ½ dl, bætt saman við súkkulaðiblönduna og hrært þar til allt er vel blandað saman. Þá er restinni af rjómanum bætt út í og hrært þar til blandan er slétt. Blöndunni er skipt í glös og látin stífna í ísskáp í minnst tvo tíma áður en hún er borin fram. Gott er að bera fram þeyttan rjóma með súkkulaðifrauðinu og jafnvel skreyta með jarðarberjum eða hindberjum. ÁSTIR MÖRGÆSA Mörgæsir eru mjög róman- tískar. Þegar karlkyns mörgæsir biðla til kvennanna sem þeir eru skotnir í gefa þeir þeim steina. Ekki þó hvaða stein sem er. Karl- mörgæsirnar fara niður í fjöru og leita að mýkstu og fullkomnustu steinvölunni. Þegar hún er fundin setur karlinn hana fyrir framan konuna sem hann hefur augastað á. Ef hún tekur við steinvölunni þá hefur hún tekið bónorðinu. Steinvölurnar eru svo mikilvægar mörgæsunum að karlarnir slást oft yfir þeim fallegustu. BRÚÐARTERTAN SKORIN Sá siður að brúðhjón skeri fyrstu sneiðina af brúðartertunni saman hefur tíðkast um langa hríð. Venjan er að hjónin haldi saman um hnífinn og skeri sneiðina, sem tákn um að framtíð þeirra verði samtvinnuð. Áður fyrr var venjan sú að brúðguminn gaf brúði sinni fyrsta bitann af sneiðinni. Það átti að tákna að hann myndi sjá fyrir henni. Í áranna rás hefur sá siður breyst á þann veg að brúðhjónin mata hvort annað á bita af sneiðinni, gjarnan bæði í einu. Sú hefð að brúðartertan sé í mörgum lögum á sér einnig skýringar. Neðsta hæðin er tákn um fjölskyldu brúðhjónanna og næstu hæðir táknuðu þann fjölda barna sem þau vonuðust eftir að eignast. Efsta hæð tertunnar stendur fyrir brúðhjónin sjálf.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.