Fréttablaðið - 29.03.2014, Page 98
Brúðkaup LAUGARDAGUR 29. MARS 201420
SÚKKULAÐIFRAUÐ
Í EFTIRRÉTT
Brúðkaupstertur eru ekki ómiss-
andi í brúðkaupum. Þeir sem
vilja sleppa rjómabombunni
góðu geta farið aðrar leiðir til
að veita gestum ljúfan eftirrétt.
Ein hugmyndin er að bera fram
súkkulaðifrauð eða annars konar
búðinga í glösum. Þannig hefur
hver og einn gestur sinn eigin
skammt.
Þessa uppskrift að súkkulaði-
frauði að finna á matarblogginu
Eldhússögur
Uppskrift fyrir 4-6
100 g dökkt súkkulaði, helst 80%
2 eggjarauður
3 dl rjómi
einhvers konar bragðbætir,
t.d. koníak
Súkkulaðið er brytjað niður og
brætt yfir vatnsbaði við vægan
hita, látið kólna dálítið. Því
næst er eggjarauðunum bætt
út í súkkulaðið einni í senn og
blandað vel saman við. Rjóminn
er þeyttur og dálitlum hluta af
honum, um ½ dl, bætt saman við
súkkulaðiblönduna og hrært þar
til allt er vel blandað saman. Þá
er restinni af rjómanum bætt út í
og hrært þar til blandan er slétt.
Blöndunni er skipt í glös og látin
stífna í ísskáp í minnst tvo tíma
áður en hún er borin fram. Gott
er að bera fram þeyttan rjóma
með súkkulaðifrauðinu og jafnvel
skreyta með jarðarberjum eða
hindberjum.
ÁSTIR MÖRGÆSA
Mörgæsir eru mjög róman-
tískar. Þegar karlkyns mörgæsir
biðla til kvennanna sem þeir eru
skotnir í gefa þeir þeim steina.
Ekki þó hvaða stein sem er. Karl-
mörgæsirnar fara niður í fjöru og
leita að mýkstu og fullkomnustu
steinvölunni. Þegar hún er fundin
setur karlinn hana fyrir framan
konuna sem hann hefur augastað
á. Ef hún tekur við steinvölunni
þá hefur hún tekið bónorðinu.
Steinvölurnar eru svo mikilvægar
mörgæsunum að karlarnir slást
oft yfir þeim fallegustu.
BRÚÐARTERTAN SKORIN
Sá siður að brúðhjón skeri fyrstu sneiðina af brúðartertunni
saman hefur tíðkast um langa hríð. Venjan er að hjónin haldi
saman um hnífinn og skeri sneiðina, sem tákn um að framtíð
þeirra verði samtvinnuð.
Áður fyrr var venjan sú að brúðguminn gaf brúði sinni
fyrsta bitann af sneiðinni. Það átti að tákna að hann myndi
sjá fyrir henni. Í áranna rás hefur sá siður breyst á þann veg
að brúðhjónin mata hvort annað á bita af sneiðinni, gjarnan
bæði í einu.
Sú hefð að brúðartertan sé í mörgum lögum á sér
einnig skýringar. Neðsta hæðin er tákn um fjölskyldu
brúðhjónanna og næstu hæðir táknuðu þann fjölda barna
sem þau vonuðust eftir að eignast. Efsta hæð tertunnar
stendur fyrir brúðhjónin sjálf.