Fréttablaðið - 29.03.2014, Page 106
29. mars 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 46
3 verð á rúmfötum
7.990 kr 8.990 kr 9.990 kr
Jón Arnór. Ertu galdramaður?
„Já, ég er galdramaður, eða töfra-
maður eins og það kallast.“
Í hvaða skóla ertu? „Ég er í 2.
bekk í Kelduskóla-Vík sem er í
Grafarvogi.“
Hvað þykir þér skemmtilegast
að læra í skólanum? „Mér finnst
skemmtilegast í íþróttum en það
er líka gaman að læra stærð-
fræði.“
Er ekki alltaf verið að biðja þig
að galdra eitthvað? „Jú, stundum
eru krakkarnir að biðja mig að
sýna töfrabrögð og beygla eyrun.“
Hvað segir þú þá? „Ég segi bara
já og sýni þeim eitthvað skemmti-
legt.“
Hvernig datt þér í hug að byrja
að æfa töfrabrögð og hversu
lengi hefurðu æft þig? „Ég er
búinn að æfa mig síðan síðasta
sumar. Við vorum með grillveislu
þar sem hver fjölskylda átti að
koma með eitt skemmtiatriði.
Pabbi ætlaði að sýna töfrabrögð
fyrir krakkana. Ég fékk að prófa
og það endaði með því að ég
sýndi töfrabrögðin en ekki pabbi.“
Hver þjálfar þig og hvar lærði
hann? „Við pabbi lærum töfra-
brögðin saman. Skoðum bækur
og lesum okkur til. Síðan próf-
um við okkur bara áfram með ný
töfrabrögð.“
Hvað er erfiðast við að gera
töfrabrögð? „Mér finnst ekkert
erfitt að gera töfrabrögð. Samt
þarf maður að æfa sig til að geta
gert þau vel þannig að þau séu
skemmtileg.“
Æfir þú þig á hverjum degi? „Ég
hef ekki gert það hingað til en
núna þegar ég er að fara að sýna í
undanúrslitum æfi ég atriðið mitt
á hverjum degi.“
Hvað finnst vinum þínum um
þetta áhugamál þitt? „Þeim
finnst þetta bara skemmtilegt.
Vinir mínir kunna ekki mörg töfra-
brögð en Mikael Breki vinur minn
kann samt flotta spilagaldra.“
Hefurðu oft sýnt? „Einu sinni
í fermingarveislu, einu sinni í
Verzló og svo sýndi ég í afmælinu
hjá Patrik Nökkva bróður mínum.
Já, og auðvitað í Ísland Got Tal-
ent.“
Ertu stressaður þegar þú kemur
fram til að sýna? „Nei. Mér
finnst gaman að sýna töfrabrögð
og myndi vilja gera það oftar. Það
er svo skemmtilegt að sjá hvað
fólk verður hissa.“
Áttu fleiri áhugamál en töfra-
brögðin? „Já, mörg. Ég æfi fót-
bolta með Fjölni, er í söngskóla
Maríu Bjarkar og æfi á gítar í
Tónskóla Hörpunnar. Mér finnst
líka mjög gaman á hjólabretti.
Svo langar mig að prófa að æfa
parkour.“
Hvað ætlar þú að verða þegar
þú verður stór? „Fótboltamaður
og töframaður.“ gun@frettabladid.is
Byrjaði að galdra
í grillveislu
Jón Arnór Pétursson, sjö ára, töfraði alla upp úr skónum í Ísland Got Talent með
sinni fl ottu framkomu þegar hann kom þar fram fyrst. Hann keppir annað kvöld.
TÖFRAMAÐURINN Jón Arnór á mörg áhugamál fyrir utan töfrabrögðin, hann æfir
fótbolta og syngur og svo finnst honum gaman á hjólabretti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
Af hverju eru fílar í rauðum skóm?
Til að geta falið sig í krækiberjarunnanum.
Af hverju eru fílar í bláum skóm?
Af því að rauðu skórnir voru skítugir.
Af hverju á maður aldrei að vera í skóginum
á milli klukkan 2 og 5?
Af því að þá eru fílarnir í fallhlífastökki.
Af hverju eru krókódílar flatir?
Af því að þeir voru í skóginum á milli klukkan 2 og 5.
Hvers vegna eru fílar með dökk sólgleraugu?
Mundir ÞÚ vilja þekkjast ef svona aulabrandarar væru sagðir um þig?
Brandarar
Teikningar og texti: Bragi Halldórsson
89
„Jæja þá, sudoku gáta,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að
leysa sudoku að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa
hana,“ bætti hún við. Konráð horfði á gátuna. „Allt í lagi,“ sagði hann.
„Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg
til í keppni. „Við glímum öll við hana og þá kemur í ljós hversu klár þú ert
orðin,“ sagði hún. „Allt í lagi,“ sagði Kata. „En ég vara ykkur við, ég er orðin
mjög klár,“ sagði hún montin.
Heldur þú að þú getir leyst þessa sudoku gátu hraðar en Kata?
JÓN ARNÓR “Stundum
eru krakkarnir að biðja
mig að sýna töfrabrögð
og beygla eyrun.“
FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ