Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.03.2014, Qupperneq 106

Fréttablaðið - 29.03.2014, Qupperneq 106
29. mars 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 46 3 verð á rúmfötum 7.990 kr 8.990 kr 9.990 kr Jón Arnór. Ertu galdramaður? „Já, ég er galdramaður, eða töfra- maður eins og það kallast.“ Í hvaða skóla ertu? „Ég er í 2. bekk í Kelduskóla-Vík sem er í Grafarvogi.“ Hvað þykir þér skemmtilegast að læra í skólanum? „Mér finnst skemmtilegast í íþróttum en það er líka gaman að læra stærð- fræði.“ Er ekki alltaf verið að biðja þig að galdra eitthvað? „Jú, stundum eru krakkarnir að biðja mig að sýna töfrabrögð og beygla eyrun.“ Hvað segir þú þá? „Ég segi bara já og sýni þeim eitthvað skemmti- legt.“ Hvernig datt þér í hug að byrja að æfa töfrabrögð og hversu lengi hefurðu æft þig? „Ég er búinn að æfa mig síðan síðasta sumar. Við vorum með grillveislu þar sem hver fjölskylda átti að koma með eitt skemmtiatriði. Pabbi ætlaði að sýna töfrabrögð fyrir krakkana. Ég fékk að prófa og það endaði með því að ég sýndi töfrabrögðin en ekki pabbi.“ Hver þjálfar þig og hvar lærði hann? „Við pabbi lærum töfra- brögðin saman. Skoðum bækur og lesum okkur til. Síðan próf- um við okkur bara áfram með ný töfrabrögð.“ Hvað er erfiðast við að gera töfrabrögð? „Mér finnst ekkert erfitt að gera töfrabrögð. Samt þarf maður að æfa sig til að geta gert þau vel þannig að þau séu skemmtileg.“ Æfir þú þig á hverjum degi? „Ég hef ekki gert það hingað til en núna þegar ég er að fara að sýna í undanúrslitum æfi ég atriðið mitt á hverjum degi.“ Hvað finnst vinum þínum um þetta áhugamál þitt? „Þeim finnst þetta bara skemmtilegt. Vinir mínir kunna ekki mörg töfra- brögð en Mikael Breki vinur minn kann samt flotta spilagaldra.“ Hefurðu oft sýnt? „Einu sinni í fermingarveislu, einu sinni í Verzló og svo sýndi ég í afmælinu hjá Patrik Nökkva bróður mínum. Já, og auðvitað í Ísland Got Tal- ent.“ Ertu stressaður þegar þú kemur fram til að sýna? „Nei. Mér finnst gaman að sýna töfrabrögð og myndi vilja gera það oftar. Það er svo skemmtilegt að sjá hvað fólk verður hissa.“ Áttu fleiri áhugamál en töfra- brögðin? „Já, mörg. Ég æfi fót- bolta með Fjölni, er í söngskóla Maríu Bjarkar og æfi á gítar í Tónskóla Hörpunnar. Mér finnst líka mjög gaman á hjólabretti. Svo langar mig að prófa að æfa parkour.“ Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? „Fótboltamaður og töframaður.“ gun@frettabladid.is Byrjaði að galdra í grillveislu Jón Arnór Pétursson, sjö ára, töfraði alla upp úr skónum í Ísland Got Talent með sinni fl ottu framkomu þegar hann kom þar fram fyrst. Hann keppir annað kvöld. TÖFRAMAÐURINN Jón Arnór á mörg áhugamál fyrir utan töfrabrögðin, hann æfir fótbolta og syngur og svo finnst honum gaman á hjólabretti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ Af hverju eru fílar í rauðum skóm? Til að geta falið sig í krækiberjarunnanum. Af hverju eru fílar í bláum skóm? Af því að rauðu skórnir voru skítugir. Af hverju á maður aldrei að vera í skóginum á milli klukkan 2 og 5? Af því að þá eru fílarnir í fallhlífastökki. Af hverju eru krókódílar flatir? Af því að þeir voru í skóginum á milli klukkan 2 og 5. Hvers vegna eru fílar með dökk sólgleraugu? Mundir ÞÚ vilja þekkjast ef svona aulabrandarar væru sagðir um þig? Brandarar Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 89 „Jæja þá, sudoku gáta,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa hana,“ bætti hún við. Konráð horfði á gátuna. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við hana og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðin,“ sagði hún. „Allt í lagi,“ sagði Kata. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði hún montin. Heldur þú að þú getir leyst þessa sudoku gátu hraðar en Kata? JÓN ARNÓR “Stundum eru krakkarnir að biðja mig að sýna töfrabrögð og beygla eyrun.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.