Fréttablaðið - 29.03.2014, Síða 110

Fréttablaðið - 29.03.2014, Síða 110
29. mars 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 50TÍMAMÓT Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, móður, ömmu og systur, SESSELJU GUNNARSDÓTTUR Steinási 9, Garðabæ. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, deild 11E, einnig heimahlynningu Karítas fyrir frábæra umönnun. Einnig viljum við þakka öllu því góða fólki sem studdi hana í veikindum hennar. Eggert Kristinsson Hildur Eggertsdóttir og börn Ástríður Gunnarsdóttir Trausti Gunnarsson Ingibjörg Jóna Gunnarsdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu og heiðruðu minningu STEINUNNAR J. STEINSEN Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Sunnuhlíðar fyrir góða umönnun og séra Braga Skúlasyni fyrir aðstoðina. Rúnar Steinsen Guðrún Guðmundsdóttir Steinn Steinsen Ásta María Björnsdóttir Anna Steinsen Sigurður Már Einarsson Ragnheiður Steinsen Rakel Steinsen barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS JÓNS FINNSSONAR frá Siglufirði, Melseli 22, Reykjavík. Elsebeth Finnsson Kristinn Gunnarsson Lilja K. Hallgrímsdóttir Ásta María Gunnarsdóttir Rafn Gunnarsson Anna Gunnarsdóttir Súsanna Gunnarsdóttir Jón Vilhjálmsson Bylgja Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR ÁSGEIRSSON vélvirki, Vesturbergi 72, lést í faðmi fjölskyldunnar á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut þann 15. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks deilda 12E og 12B fyrir góða umönnun. Kristjana B. Þórarinsdóttir Sigurður G. Gunnarsson Kolbrún Þórarinsdóttir Bára Þórarinsdóttir Guðmundur Á. Eiríksson Elínborg W. Halldórsdóttir Ingibjörg Eiríksdóttir Sigurður Sigurðsson Anna S. Eiríksdóttir Einar Kr. Gíslason barnabörn og barnabarnabörn. 551 3485 • udo.is Óli Pétur út fararstjóri Jóhanna Erla guðfræðingur út fararþjónusta Davíð út fararstjóri Þennan dag árið 1947 hófst kröftugt Heklugos rétt fyrir klukkan sjö að morgni. Þá hafði Hekla sofið þyrni- rósarsvefni í 102 ár. Var líkast því sem fjallstindurinn lyftist að því er heimildir herma. Samtímis kváðu við ægilegir dynkir sem heyrðust næstum um allt land en nokkru áður en gosið hófst höfðu fundist jarðskjálftakippir um mestallt Suðurland. Fjallið spjó miklu magni af ösku og vikri yfir landið á fyrsta degi, gos- mökkurinn náði upp í 30 kílómetra hæð og aska barst til Bretlands og jafnvel Finnlands. Vindur stóð af norðri og varð mest öskufall í innri hluta Fljótshlíðar og í Vestur-Eyjafjallahreppi. Sjórinn umhverfis Vestmannaeyjar varð líka biksvartur af ösku og þar varð svo dimmt í lofti að öll skip sigldu með ljósum. Tveir hraunstraumar runnu niður fjallið á fyrsta degi, annar norðaustan af Hekluöxl innri en hinn í austur frá fjallinu norðanverðu. Auk þess sáust eldar víðar. ÞETTA GERÐIST 29. MARS 1947 Hekla vaknaði af værum blundi Ég er prófessor í verkfræði og líka tónlistarmaður, sem ekki er algeng samsetning,“ segir Egi l l Benedikt Hreinsson sem á sunnudaginn held- ur tónleika í Hann- esarholti ásamt tríói sínu sem nefn- ist FLEY. Tilefnið er margþætt, meðal annars útkoma fræðibókarinnar „End- urnýjanleg raforka“ eftir Egil sem kom út seint á síðasta ári. Auk þess eru þetta baráttutónleikar fyrir samþætt- ingu lista, vísinda, sköpunar og tækni í akademísku starfi og fyrir gagn- kvæmri virðingu og virðisauka í sam- þættingu þessara greina. „Já, þetta er allt saman aðskilið í dag, vísindin sér og listirnar sér og að mínu mati er það röng stefna,“ segir Egill. „Það á að tengja þetta miklu meira saman. Það vantar til dæmis algjörlega listadeild í Háskóla Íslands þannig að menn gætu farið á milli deilda og sótt sér það besta úr báðum greinum. Það er bara hluti af eðlilegu háskólastarfi. Ég held að þessi aðskilnaður verði til þess að það skorti skilning á milli þeirra sem stunda þessar greinar.“ Egill segist lengi hafa staðið sitt á hvað í geirum vísindanna og listanna og hann þekki því þessa gjá af eigin raun. „Í Háskóla Íslands er enginn vettvangur fyrir listamenn og það gengur svo langt að þér er bannað að stunda einhverja listastarfsemi með vísindunum. Ég get nefnt það sem dæmi, án þess ég vilji ræða það frek- ar, að ég fékk skriflegt bann frá yfir- mönnum mínum í Háskólanum við því að stunda píanóleik sem aukastarf. Þess vegna eru þetta baráttutónleikar því það gengur náttúrulega ekki að banna mönnum að spila á píanó.“ Með Agli í tríóinu eru Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Kjart- an Guðnason trommuleikari og þeir munu leika sígrænar djassperlur meðal annars eftir Gylfa Þ. Gíslason, Dave Brubeck og Oscar Peterson. Tónleikarnir verða í Hannesarholti og hefjast klukkan 16.30 á morgun. fridrikab@frettabladid.is Berst gegn aðskilnaði vísinda og lista Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði við HÍ, heldur á morgun tónleika til að berjast fyrir samþættingu vísinda og lista í akademísku starfi . DJASSTRÍÓIÐ FLEY Með Agli leika þeir Gunnar Hrafnsson og Kjartan Guðnason. það gengur náttúrulega ekki að banna mönn- um að spila á píanó.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.