Fréttablaðið - 29.03.2014, Síða 117
LAUGARDAGUR 29. mars 2014 | MENNING | 57
Erasmus+ opnar dyr út í heim
Vefnámskeið um evrópsk samstarfsverkefni í menntun
Verkefnastjóri í
áætlunargerð og
tekjustýringu
Ertu besti bestarinn?
wowair.is | Katrínartún 12 | 105 Reykjavík | 590 3000 | wow@wow.is
WOW air leitar að snillingi
sem er skemmtilegur,
hefur vilja og getu til að
taka þátt í umbótaverkefnum
og er góður liðsmaður í
frábæru teymi. Háskólagráða
í verkfræði, viðskiptafræði,
hagfræði eða sambærilegu. Góð
enskukunnátta er skilyrði.
Þekking og reynsla í greiningu og
skýrslugerð er kostur. Það væri
líka gott að hafa reynslu af
bestun og spálíkönum
(e. optimization & forecasting).
Aflaðu þér upplýsinga um starfið á
www.wowair.is/vertumemm eða sæktu
hreinlega um! Tekið er við umsóknum
með ferilskrám og kynningarbréfi á
starf@wow.is. Umsóknarfrestur er fyrir
mánudaginn 7. apríl 2014. Vinsamlega
merkið umsóknina vandlega því starfi sem
sótt er um í viðfangsefni (e. subject).
Ert þú líka
WOW ?
Það er sæti laust hjá okkur
Um WOW air
Frá upphafi hefur WOW air margfaldast að
stærð. Fyrsta árið, 2012, flugu 90.000 gestir
með WOW air og í ár áætlum við yfir
500.000 gesti! Þetta þýðir að við þurfum enn
fleiri snillinga í WOW liðið.
Við Ingibjörg höfum sungið
saman í tíu ár í Stúlknakór
Reykjavíkur og stundað nám í
söngskólanum Domus Vox frá
2007. Nú erum við að útskrif-
ast þaðan og þá bauðst okkur að
halda tónleika,“ segir Matthild-
ur Guðrún Hafliðadóttir mezzo-
sópransöngkona um tónleikana á
Café Rosenberg sem hún heldur
ásamt Ingibjörgu Hrönn Jóns-
dóttur sópran. Hvað skyldu þær
hafa valið til flutnings þar?
„Við byrjum á íslenskum söng-
perlum og svo tekur söngleikja-
tónlist og djass við,“ upplýsir
Matthildur og segir þær stöllur
hyggja á frekara söngnám.
Matthildur stundaði einnig
nám í klassískum djasssöng við
FÍH hjá Jóhönnu Linnett og Ingi-
björg hefur sótt einkatíma hjá
Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sem
einnig hefur þjálfað stúlkurn-
ar á söngnámskeiðum kórsins í
Toscana.
Aðalkennarar þeirra í vetur og
aðstoðarfólk við þessa tónleika
eru Hanna Björk Guðjónsdóttir,
Antonía Hevesi, Agnar Már Magn-
ússon og Margrét J. Pálmadóttir,
ásamt öðrum leiðbeinendum söng-
skólans Domus Vox. - gun
Syngja á Café Rosenberg
Þær Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir sópran og Matthildur Guðrún Hafl iðadóttir
mezzosópran halda tónleika á Café Rosenberg á mánudaginn við meðleik
Agnars Más Magnússonar píanóleikara og Þorgríms Jónssonar bassa.
SAMRÝNDAR Matthildur og Ingibjörg hafa sungið saman í Stúlknakór Reykjavíkur í tíu ár. Nú eru þær að ljúka námi í Domus
Vox og fagna þeim áfanga með tónleikum á mánudagskvöldið. Fréttablaðið/GVA