Fréttablaðið - 29.03.2014, Page 134
29. mars 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 74
SKIPULEGGUR LÍFIÐ
Í KRINGUM FÓTBOLTA
Stefán Pálsson, sagnfræðingur og
erkinörd, stendur nú í ströngu við að
skrifa hundrað bloggpistla um hina
ýmsu fótboltaleiki sem hann man eftir.
Pistlarnir eru orðnir fjörutíu talsins en
Stefán telur sig eiga nóg efni í sextíu
pistla til viðbótar.
Stefán hefur nú þegar
sagt frá því þegar hann
missti nærri af eigin brúð-
kaupi vegna leiks Víkings
og FH og þegar hann dró
aldraðan afa sinn með
sér á KR-krána Rauða
ljónið til að horfa á
heimsmeistaramótið árið
1994. - ssb
Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu
www.lodur.is - Sími 544 4540
Viltu vinna miða á
Justin Timberlake?
Opið allar helgar á Fiskislóð 29
8:00-19:00 virka daga og 10:00-18:00 um helgar
Löður dregur út tvo miða fyrir einn heppinn föstudaginn 4 apríl!
Farðu á Facebook-síðu Löðurs og taktu þátt.
Þú gætir verið að fara á Justin Timberlake í ágúst.
VARABORGARFULLTRÚI
VILLIST Í MIÐBÆNUM
Diljá Ámundadóttir, frambjóðandi
Bjartrar framtíðar til borgarstjórnar-
kosninga, rammvilltist á ferðum sínum
í Grjótaþorpinu í miðborginni í gær, en
það er sennilega ekki oft sem
varaborgarfulltrúi villist í
heimabænum.
Diljá sagði frá þessu á
Facebook-síðu sinni. Diljá
rankaði við sér í fallegum
bakgarði í Kvosinni.
Aðspurð sagðist hún
vonast til þess að
villast oftar og fá
þannig tækifæri til
að sjá nýjar hliðar
á Reykjavík.
Heimildir Fréttablaðsins herma að
tískumerkið Ella, með hönnuðinn
Elínrósu Líndal fremstan í flokki,
blási til teitis í kvöld á fyrstu hæð
Gamla bíós. Mikil leynd hvílir yfir
partíinu en samkvæmt heimildum
blaðsins er búið að hand-
velja gesti sem þurfa
sérstakt vegabréf til að
komast inn í teitið. Er
þetta partí hugsað
sem framhald af
tískusýningu
Ellu á RFF og
eins konar
lokahnykkur á
herlegheitin.
- lkg
DULARFULLT PARTÍ
„Þegar það lá ljóst fyrir að Broadway
í Ármúla myndi loka, ákváðum við að
hóa saman eldri og yngri starfsmönn-
um, skemmtikröftum og velunnurum á
einu veglegu lokakvöldi áður en Broad-
way verður lokað endanlega,“ segir
Hörður Sigurjónsson, fyrrverandi yfir-
þjónn á Broadway, en hann starfaði þar
í fimmtán ár. Nú liggur ljóst fyrir að
þann 11. apríl næstkomandi verður síð-
asta kvöldið sem eitthvað verður um að
vera á Broadway. „Það hafa auðvitað
einhverjar þúsundir unnið og skemmt
á stöðunum þremur þannig það verð-
ur eflaust talsvert af fólki. Það komast
um 2.500 manns fyrir þannig að það er
nóg pláss fyrir almenna gesti og vel-
unnara,“ segir Hörður.
Broadway var stofnað í Álfabakka 6.
nóvember árið 1981 af Ólafi Laufdal og
varð fljótlega vinsælasti veitingastaður
landsins. „Hótel Ísland var svo opnað í
Ármúla árið 1986 en Broadway verður
þó áfram í Álfabakka í einhvern tíma.
Svo flutti Broadway á Hótel Ísland.“
Á lokakvöldi Broadway kemur fram
fjöldi listamanna sem tengjast staðn-
um. „Það ætla skemmtikraftar sem
skemmt hafa á stöðunum í gegnum
árin að koma fram á lokakvöldinu eins
og Stjórnin, sem var einmitt húshljóm-
sveit á Hótel Íslandi á sínum tíma, Reg-
ína Ósk, Bryndís Ásmundsdóttir, Ari
Jónsson, Einar Júlíusson, gamlir diskó-
tekarar og margir fleiri listamenn,“
segir Hörður um lokakvöldið. Myndum
af starfsmönnum í leik og starfi verður
varpað á stórt tjald á lokakvöldinu.
Broadway hýsti fjölda sýninga, tón-
leika og skemmtana og hefur skipað
stórt hlutverk í menningarlífi Íslend-
inga þau ár sem starfsemin hefur
verið í gangi. Þar hafa komið fram
listamenn á borð við Tom Jones, Jerry
Lee Lewis, Fats Domino, The Shadows,
The Strokes, Nick Cave, Rod Stewart
og ógrynni fleiri heimsþekktra nafna
í tónlistargeiranum.
Forsala á þennan merkilega við-
burð verður miðvikudaginn 9. apríl og
fimmtudaginn 10. apríl.
gunnarleo@frettabladid.is
Broadway kveður fyrir fullt og allt
Skemmti- og veitingastaðurinn Broadway kveður með glæsibrag þann 11. apríl næstkomandi. Á lokakvöldinu ætla gamlir starfsmenn,
skemmtikraft ar og velunnarar að hittast í hinsta sinn á Broadway og eiga þar góða stund. Fjöldi listamanna kemur fram þetta kvöld.
BJÖRGVIN
HALLDÓRSSON ➜ „Ég
var skemmtanastjóri á
Broadway í mörg ár og
tók þar til dæmis á móti
mörgum heimsþekktum
erlendum skemmtikröft-
um. Þetta var rosalega
skemmtilegur tími og
gaman að taka á móti
þessum frægu stjörnum.
Ég á margar frábærar minningar, það var til dæmis
mjög gaman að syngja með Rod Stewart. Allar
sýningarnar sem ég setti upp og tók þátt í eru líka
ofarlega í huga eins og sýningarnar Allt vitlaust, Þó
líði ár og öld og margar fleiri söngsýningar.
Það var algjört þrekvirki að byggja staðinn upp, eftir
að Broadway lokar er sárvöntun á svona stöðum, þar
sem fólk getur borðað, horft á „show“ og dansað,
þetta eru bara orðnir litlir öskubakkar niðri í bæ.
Ég hef þó trú á að þetta fari í hringi því ég man að
þegar diskóið var við völd, var minna um lifandi
flutning og þá voru plötusnúðarnir allsráðandi. Þegar
diskóið rann út þá duttu plötusnúðarnir inni í hljóm-
sveitirnar. Þetta breytist og fer í bylgjur.“
SIGGA BEINTEINS ➜
„Það er hræðilegt að
það þurfi að loka þessu
húsi, þetta er eina
húsið þar sem hægt
er að vera með svona
dinner, „show“ og dans-
leik á eftir. Þetta hús
er svo sérstakt og flott.
Það var frábært að
vinna fyrir Ólaf Laufdal.
Það verður mikil eftirsjá hjá flestu tónlistarfólki
sem ég þekki. Ég á margar minningar þaðan og
var mikið að spila og syngja í þessu húsi. Ég setti
til dæmis upp Tinu Turner tribute, á árunum
2006-2007, það var rosalega skemmtilegt. Svo var
Stjórnin húshljómsveit þarna í þrjú ár. Það var
mjög eftirminnilegt þegar ég hitti John Travolta og
Tom Jones. Það kom mér sérstaklega á óvart hvað
Travolta var lítill en hann kom hingað stuttu eftir
Grease-ævintýrið. Við í Stjórninni spilum í lokahóf-
inu, það verður talið í allt þetta skemmtilegasta og
við rifjum gamla prógrammið.“
BROADWAY KVEÐUR Hörður Sigurjónsson er einn þeirra sem skipuleggja
lokakvöld á Broadway sem fram fer þann 11. apríl
TOM JONES kom fram á Hótel Íslandi í
maímánuði árið 1990.
JERRY LEE LEWIS kom fram á Broad-
way í Mjódd árið 1986.
NICK CAVE kom fram á Broadway í
desember árið 2002
THE STROKES kom fram á Broadway
árið 2003.
ROD STEWART var plataður upp á svið
á Broadway í Mjódd árið 1985 og tók
lagið með Björgvini Halldórssyni.
LANDSLIÐIÐ Af sýningu á Brodway, f.v.
Gunnar Þórðarson, Björgvin Halldórs-
son, Þuríður Sigurðardóttir og Egill
Ólafsson.
FRÆGIR Á BROADWAY
„North pissaði
á hann akkúrat
þarna.“
KIM KARDASHIAN
UM DÓTTUR SÍNA OG
TÓNLISTARMANNSINS
KANYE WEST ÞEGAR
ÞAU SÁTU FYRIR FYRIR
VOGUE.
ÓLAFUR LAUFDAL,
STOFNANDI BROADWAY
➜„Ég hætti fyrir tíu árum
en þetta var meiriháttar
tími þegar ég byggði upp
Broadway. Ég var mennt-
aður þjónn og stofnaði
Hollywood sem var
vinsælasti veitingastaður-
inn í bænum. Eftir það
byggði ég svo Broadway
í Álfabakka, sem tók 1.500 manns og þar komu fram
margir frægir skemmtikraftar. Svo kom upp sú staða að
mig vantaði stærra pláss og þá byggði ég Hótel Ísland
í Ármúla. Þar hafði ég leyfi fyrir 2.200 manns. Ég á
frábærar minningar og það var gaman að hitta svona
mikið af heimsfrægum skemmtikröftum. Þegar ég
hætti með reksturinn þá var mjög mikið að gera. Sonur
minn, Arnar Laufdal tók við rekstrinum og það gekk
mjög vel. Við vorum alltaf með stærstu árshátíðirnar en
eftir hrunið urðu margar árshátíðir minni. Það var alltaf
nóg að gera þegar við vorum með þetta. Reksturinn
var í fínu lagi þegar ég hætti, en ég ætlaði að taka því
rólega og gerði það í eitt til tvö ár en svo fór að byggja
hús í Grímsnesi og er nú með Hótel Grímsborgir.“