Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 6
14. maí 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvers vegna fl úðu þingmenn Pírata skrifstofur sínar? 2. Hver er nýr formaður Rithöfunda- sambandsins? 3. Hversu mörg prósent Íslendinga kaupa oftast pítsu þegar skyndibiti verður fyrir valinu? SVÖR: 1. Vegna myglusvepps. 2. Kristín Helga Gunnarsdóttir. 3. 42,5 prósent. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Sveitarstjórnarkosningar 2014 Reykjavík www. utkall.is Í ÞÁGU VÍSINDA Þær sækja skilagögn til þeirra sem ákveða að taka þátt. Umslögin má einnig setja ófrímerkt í póst. ANDRÝMI – NÝR VETTVANGUR ORÐLISTARFÓLKS Í BÓKMENNTABORG Alþjóðlegt ljóðakvöld með Danielu Seel frá Þýskalandi, Söruh Brownsberger frá Bandaríkjunum og Elíasi Knörr frá Galisíu. Þau munu flytja eigin ljóð og varpa fram spurningunni: ,,Á að flytja ljóð?” Síðan er orðið frjálst. TILBOÐ Á BARNUM SAMKOMUSTAÐUR ORÐLISTARFÓLKS 14. MAÍ KL. 20-22TJARNARBÍÓ ODDVITAR Allir sem einn vilja stækka griðasvæði hvala og segja að verkfærið til þess sé þrýstingur og samtal við kollegana í landsmálunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FERÐAÞJÓNUSTA Stækka ber griða- svæði hvala á Faxaflóa til að byggja undir hvalaskoðun sem þungamiðju í ferðaþjónustu í Reykjavík, er skoðun oddvita allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Borgar- yfirvöld geta beitt þrýstingi til að ná því markmiði fram. Þetta kom meðal annars fram á stefnumóti um framtíð hvala- skoðunar og ferðaþjónustu við Reykjavíkurhöfn sem Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) stóðu fyrir í Hörpu í gær með oddvit- um flokkanna. Grímur Sæmundsen, for- maður SAF, sagði blikur á lofti vegna árekstra hvalaskoðunar og hrefnuveiða á Faxaflóa. Veið- arnar þrengdu verulega að grein- inni og til þess að ferðaþjónusta blómstraði við Reykjavíkurhöfn yrði að færa út griðasvæði hvala. Hann bað um aðstoð oddvitanna í þeirri baráttu. Til að gera langa sögu stutta ríkir þverpólitísk sátt um forgang hvalaskoðunar umfram hvalveiðar á Faxaflóa. Lítils háttar áherslu- munur er á milli framboðanna en það var haft á orði á fundinum að svo eintóna væru oddvitarnir í málinu að það hefði drepið fund- inn; í raun segði þetta sig sjálft. Þeirri spurningu var varpað fram hvernig borgaryfirvöld gætu beitt sér í málinu, þar sem valdið hvíldi hjá Sigurði Inga Jóhanns- syni sjávarútvegsráðherra. Oddvitar núverandi meirihluta, þeir Dagur B. Eggertsson, Sam- fylkingu, og S. Björn Blöndal, Bjartri framtíð, urðu til svars og minntu á að borgaryfirvöld hefðu reynt með afgerandi hætti að þrýsta á ráðherra í fyrrasumar þegar Sigurður Ingi ákvað að fella úr gildi ákvörðun forvera síns, Steingríms J. Sigfússonar, um stærra griðasvæði hvala og færði það til fyrra og núverandi horfs. Hér vísa Dagur og S. Björn til þess að borgarráð Reykjavíkur óskaði þá eftir rökstuðningi ráðu- neytisins vegna ákvörðunar um að minnka griðasvæðið á Faxaflóa. Kom jafnframt fram að borgar- yfirvöld þurftu í þrígang að kalla eftir viðbrögðum ráðuneytisins og uppskáru fyrir rest að upphafleg fréttatilkynning um ákvörðunina var send borgarráði. svavar@frettabladid.is Þverpólitísk sátt um stækkun griðasvæðis Oddvitar allra framboðanna sem bjóða fram í Reykjavík í komandi borgarstjórnar- kosningum telja sjálfsagt og eðlilegt að griðasvæði hvala á Faxaflóa verði stækkað. Borgaryfirvöld hafa þrýst á stjórnvöld vegna málsins en uppskorið tómlæti. ● Á rúmum 20 árum hefur hvalaskoðun vaxið upp í að verða stærsta afþreyingargrein ferðaþjónustunnar í Reykjavík og sú þriðja stærsta á Íslandi. ● Á hverju ári starfa meira en 200 manns við greinina og skilar hún rúmum 4 milljörðum króna í gjaldeyristekjur. ● Fjórði hver erlendur ferðamaður sem kemur til landsins fer í hvala- skoðun og á síðasta ári nýttu rúmlega 200 þúsund manns sér þessa afþreyingu, þar af 115 þúsund í ferðum frá Reykjavík. ➜ 115.000 í hvalaskoðun frá Reykjavík Dagur B. Eggertsson Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir Þorleifur Gunnlaugsson Líf Magneudóttir Halldór Halldórsson Halldór Auðar Svansson S. Björn Blöndal ÍSRAEL, AP Ehud Olmert, fyrrver- andi forsætisráðherra Ísraels, þarf að sitja sex ár í fangelsi vegna mútumáls, sem mun vera eitt hið stærsta í sögu landsins. Olmert var forsætisráðherra Ísraels frá 2006 til 2009, en hafði gegnt ráðherraembættum auk þess að vera borgarstjóri í Jerúsalem frá 1993 til 2003. Hann verður þar með fyrstur ísraelskra forsætisráðherra til þess að hljóta fangelsisdóm, en á síðustu árum hafa ísraelskir dómarar dæmt forseta lands- ins, ráðherra og nokkra þing- menn til fangels- isvistar. Olmert var dæmdur sekur um að hafa þegið svimandi háar mútu- greiðslur gegn því að liðka til fyrir byggingarframkvæmdum þegar hann var borgarstjóri í Jerúsalem. „Opinber embættismaður sem þiggur mútur jafnast á við svik- ara,“ sagði David Rozen dómari þegar hann kvað upp dóminn í gær. Olmert sagði af sér árið 2009 þegar málið komst í hámæli. Hann hélt samt enn fast við það í gær að hann væri saklaus og hefði aldrei þegið mútur. - gb Ehud Olmert, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, dæmdur í mútumáli: Hlaut sex ára fangelsisdóm EHUD OLMERT DÓMSMÁL Hjördís Svan Aðalheiðar- dóttir var í gær dæmd í 18 mánaða fangelsi í Danmörku vegna brota á umgengnisrétti og fyrir að fara með börn sín þrjú þrisvar ólög- lega til Íslands. Auk þess var hún dæmd til að greiða allan málskostn- að. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort dómnum verður áfrýjað. Hjördís hefur setið í gæsluvarð- haldi í Horsens frá því í byrjun febrúar. Hún hefur staðið í ára- langri forræðisdeilu við dansk- an barnsföður sinn, Kim Gram Laursen. Hann fer með forsjá barnanna samkvæmt úrskurði þarlendra yfirvalda. Hjördís hafði umgengnisrétt við börnin en virti ekki að skila þeim aftur til föður síns í ágúst í fyrra. Þess í stað flaug hún með börnin til Noregs og flaug þaðan með börnin hingað til lands. Í síðasta mánuði vann Laursen mál gegn Hjördísi í Héraðsdómi Reykjavíkur og var dæmt að hann fengi dætur þeirra þrjár afhentar á næstu vikum. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. - ebg Dómstóll í Kolding í Danmörku hefur dæmt í forræðismáli Hjördísar Svan: Dæmd í átján mánaða fangelsi DÆMD Í FANGELSI Dómstóll í Dan- mörku hefur dæmt Hjördísi Svan í 18 mánaða fangelsi. VERÐLAUN Fyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem flytur út vatn undir merkinu Icelandic Glacial, hlaut umhverfisverðlaun Ölfuss sem veitt voru í gær. „Icelandic Water Holdings upp- fyllir með prýði öll þau viðmið og kröfur sem settar voru fram við valið og gera fyrirtæki verðug þess að hljóta umhverfisverð- laun Ölfuss,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auð- lindaráðherra, við afhendingu verðlaunanna. - fb Umhverfisverðlaun afhent: Iceland Glacial verðlaunað VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.