Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 14. maí 2014 | SKOÐUN | 17 Það er sjálfsagður og lýð- ræðislegur réttur hvers manns að taka þátt í stjórnmálum. Rétturinn til að bjóða fram til sveitar- stjórnarkosninga er varinn með margvíslegum hætti. Þær hindranir sem fram- bjóðendur þurfa að yfir- stíga eru ekki miklar. Í Kópavogi þurfa framboð að afla sér að lágmarki 80 undirskrifta frá kjósendum sem gefa þar með framboð- inu tækifæri til að nýta sér þennan dýrmæta lýðræðisrétt sinn; að taka þátt í stjórn bæjarfélags- ins. Þessari undirskrift fylgja engar kvaðir að nokkru leyti. Sjálf atkvæðagreiðslan á kjördag er enn sem komið er leynileg, sem betur fer. Engu að síður eru fjölmargir sem vilja ekki tengjast stjórnmála- flokkum á nokkurn hátt. Sjá þá sem gamaldags, spillta og vinna fyrst og fremst að sérhagsmunum fárra í stað þess að hugsa um hag sam- félagsins. Undanfarna daga hafa frambjóð- endur Næstbestaflokksins í Kópa- vogi safnað um 120 undirskriftum frá kjósendum sem staðfesta þar með að þeir styðji okkur til fram- boðs. Við hétum þessu fólki trún- aði, að þessar upplýsingar kæmu Persónunjósnir sjálfstæðismanna í Kópavogi Samkvæmt fréttum í fjölmiðlunum þann 8. maí og 12. maí hafa tveir hælisleitendur sem báðir eru makar Íslendinga fengið tilkynn- ingu um að þeim sé vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerð- arinnar og hefur öðrum þeirra þega r ver ið vísað úr landi. „Hjón eru í hvívetna jafn- rétthá í hjúskap sínum og bera jafnar skyldur hvort gagnvart öðru og börnum sínum. Þeim ber að sýna hvort öðru trúmennsku, styðja hvort annað og gæta sameiginlegra hagsmuna heimilisins og fjöl- skyldu.“ (hjúskaparlög 2.gr.) Þetta ákvæði bendir á hvernig hjúskaparlögin skilja hugtakið hjú- skapur. Hjúskapur er ekki brand- ari eða smábiti af köku. Í hjúskap axlar fólk ábyrgð og ber skyldur sem hjón. En það upplifir líka gleði hjónabandsins og blessun. Réttindi til hjúskapar eru því mikilvægur þáttur í lífi okkar og ekki síst að njóta hjónalífsins í raun. Við getum rifjað upp hve mikil umræða átti sér stað í þjóð- félaginu þegar um hjúskap sam- kynhneigðs fólks var að ræða. Og það á að vera það þegar málefnið er svo mikilvægt. Hver er rökstuðningurinn? En eru hjúskaparréttindi og hjóna- líf hælisleitenda þá öðruvísi en hjónaband okkar „venjulega“ fólksins? Nú virðast yfirvöld telja að staða lögverndaðs hjúskapar sé lægri en staða Dyflinnarreglugerðarinnar þegar hælisleitandi er aðili máls- ins og hjúskaparréttindi þeirra séu næstum einskis virði og eigi ekki skilið sérstaka athugun. Hver er rökstuðningur þess hjá yfirvöldunum? Hver er skilningur þeirra á samræmi milli ákvörð unar um brottvísun maka Íslendinga og annarra borgaralegra réttinda sem allir á Íslandi eiga að njóta? Brottvísun hælisleitanda sem jafnframt er maki Íslendings er ekki jafneinfalt mál og vísan í „Dyflinnarreglugerð“ eða annar smávandi í hælisumsókn getur réttlætt, að mínu mati. Ég óska að yfirvöld sýni fram á eigin rökstuðning um málið og biðji þjóðfélagið einnig um sitt álit áður en brottvísun af þessu tagi verður framkvæmd aftur. Hjúskapur hælisleitenda HÆLIS- LEITENDUR Toshiki Toma prestur innfl ytjenda hvergi fram nema hjá kjör- stjórn sem myndi síðan eyða þeim að kosningum loknum. Að engin skuld- binding fælist í undir- skriftinni og þær yrðu hvergi birtar opinberlega. Að framboð okkar tengdist ekki neinum af starfandi stjórnmálaflokkum. Að frambjóðendur Næstbesta- flokksins hefðu engin bein hagsmunatengsl við einstök fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök í bænum. Að við vildum vinna fyrir alla í Kópa- vogi, en ekki fyrir fáa útvalda. Fyrirgreiðslupólitík Nú hefur það fáheyrða gerst, að umboðsmaður Sjálfstæðisflokks- ins í Kópavogi, Bragi Michaels- son, óskar eftir því að fá afhenta meðmælendalista allra framboða til kosninganna í vor. Til hvers veit ég ekki. Eina skýr ingin sem hann gaf var sú að þetta hefði „alltaf verið gert“, sem er auð- vitað firra. Stjórnmála flokkar eru löngu hættir þessum ósið sem er ekkert annað en lágkúru- legar persónunjósnir. Það er nefnilega svo að sumir menn og flokkar telja sig „eiga“ atkvæði kjósenda í bænum og vilja fá að vita hverjir ætli að svíkjast undan merkjum. Þetta eru sömu menn- irnir og telja sig eiga Kópavog, að þeir geti gengið í sjóði bæjar- ins, fengið verkefni, lóðir, djobb og fyrirgreiðslu eins og þeim hentar. Þetta er „gamli tíminn“ sem mætir nútímanum. Fyrir- greiðslupólitíkin sem abbast upp á heilbrigða skynsemi. Umboðsmenn Næstbestaflokks- ins hafna því alfarið að Sjálf- stæðis flokkurinn fái aðgang að meðmælendalistum og upplýsi- ngar um nöfn þeirra 120 íbúa sem þar er að finna. Byggingaverktak- inn og skógræktarfrömuðurinn Bragi Michaelsson verður að finna þörf sinni til persónunjósna annan farveg. Hverjir styðja Næstbesta- flokkinn til framboðs í kosning- unum í vor er trúnaðarmál milli framboðsins og kjörstjórnar Kópa- vogs og verður það áfram. Það kemur hvorki Sjálfstæðisflokkn- um né Braga Michaelssyni nokk- urn skapaðan hlut við. STJÓRNMÁL Hjálmar Hjálmarsson talsmaður Næst- bestafl okksins í Kópavogi ➜ Þetta er „gamli tíminn“ sem mætir nútímanum. Fyrirgreiðslupólitíkin sem abbast upp á heilbrigða skynsemi. www.kaffitar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.