Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2014, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 14.05.2014, Qupperneq 24
 | 6 14. maí 2014 | miðvikudagur 0,000 0,050 0,100 0,150 0,200 0,250 0,300 0,350 0,400 0,450 K ín a B ú rm a S á di -A ra bí a In d ón es ía Jó rd an ía In d la n d N ýj a- Sj ál an d M a la sí a M ex ík ó T ú n is R ú ss la n d K an a d a Ís la n d K a sa ks ta n K ór ea Á st ra lí a Ís ra el Ú kr a ín a A u st u rr ík i B ra si lí a M on gó lí a Pe rú N or eg u r Sv is s K ir gi si st an Pó ll an d M ar ok kó E gy pt a la n d B re tl a n d Ty rk la n d Sv íþ jó ð S íl e S u ðu r- A fr ík a Ja p an * Ít a lí a K os ta rí ka Sl óv a kí a Le tt la n d F ra kk la n d Ír la n d Li th á en B el gí a A rg en tí n a D an m ör k G ri kk la n d U n gv er ja la n d K ól um bí a Þ ýs ka la n d Sp án n F in nl an d E is tl an d H ol la n d Té kk la n d R ú m en ía Sl óv en ía Po rt ú ga l Lú xe m bo rg *Einkunn Japans hefur verið endurskoðuð að fengnum skýringum japanskra stjórnvalda. Meðaltal allra landa Meðaltal OECD Utan OECD Innan OECD 2013 – Stuðull fyrir hömlur á beina erlenda fjárfestingu B an d ar ík in Hversu farsælt afnám gjaldeyrishaft a verður hér á endanum ræðst að stórum hluta af því hversu að- laðandi verður hægt að gera fj árfestingarumhverf- ið. Þetta kemur fram í nýútkomnu sjónarmiði sér- fræðinga Viðskiptaráðs Ísland. Tölur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sýna hins vegar að af aðildarríkjum stofn- unarinnar er Ísland í fj órða sæti þegar kemur að hömlum í vegi beinnar erlendrar fj árfesting- ar. Mestar eru þær á Nýja-Sjálandi, en þar á eft ir koma Mexíkó og Kanada. Viðskiptaráð áréttar hins vegar að höft in séu stærsta hindrunin í vegi efnahagsframfara hér á landi og að fórnarkostnaður vegna þeirra nemi tugum milljarða á ári hverju. Stóra áskorunin við afnám þeirra sé svo „snjóhengjan“ svokallaða, eða það óþolinmóða fj ármagn sem færist úr landi um leið og færi gefst. „Líklegt er að afnám haft a muni leiða til tímabundins ójafnvægis í íslensku efna- hagslífi á meðan þetta fj ármagn leitar út,“ segir í riti Viðskiptaráðs. Mótlæti eða meðbyr Draga megi úr neikvæðum áhrifum með því að bæta fj árfestingarskilyrði hér innanlands. Við það drægi úr fl ótta fj ármagns úr landi um leið og inn- fl æði ykist. „Í ofanálag myndi veikara gengi krón- unnar og góðar hagvaxtarhorfur auka hvata fyrir erlenda aðila til þess að færa fj ármagn til Íslands og vinna þannig gegn ójafnvæginu.“ Skoðun ráðs- ins er að ráðast þurfi þegar í nauðsynlegar umbæt- ur til að auðvelda afnám haft a þegar þar að komi. Í riti Viðskiptaráðs eru teiknaðar upp tvær sviðsmyndir sem landið gæti staðið frammi fyrir við afnám gjaldeyrishaft a. Í annarri nýtur afnámið meðbyrs eft ir að opn- að hefur verið á erlenda fj árfestingu og fj árfesting- arumhverfi efl t. Er þá talið að nokkur hluti snjó- hengjunnar leiti samstundis út, en talsverður hluti fj ármagnsins verði eft ir vegna væntinga um góða arðsemi og fj ölgun fj árfestingarkosta. Gengi krón- unnar lækki þó til skemmri tíma vegna útfl æðis óþolinmóðra skammtímafj árfesta. Til að bregðast við því hækki Seðlabankinn vexti til að vinna gegn tímabundinni gengisveikingu og verðbólgu. Um leið leiti erlent fj ármagn inn í landið og innlent leiti síður úr landi þar sem raungengi krónunnar sér tímabundið lágt og góðir innlendir fj árfesting- arkostir í boði. „Sterkt innfl æði erlends fj ármagns styður við vöxt hagkerfi sins og skapar skilyrði fyr- ir jafnvægi á gjaldeyrisfl æði til lengri tíma,“ segir í álitinu um þessa sviðsmynd. Verðbólga eykst alltaf Á móti kemur svo að verði höft afnumin í um- hverfi mótlætis, þar sem hindranir eru áfram á erlendri fj árfestingu og fj árfestingarum- hverfi slakt, þá komi stór hluti snjóhengjunn- ar til með að leita samstundis úr landi, þrátt fyr- ir lágt gengi, meðal annars vegna skorts á álit- legum fj árfestingarkostum hér á landi. Þá muni gengi krónunnar lækka umtalsvert og verð- bólga aukast, Seðlabankinn hækki vexti til að vinna gegn bæði gengisfalli og verðbólgu, en er- lent fj ármagn skili sér ekki til landsins þrátt fyr- ir hátt vaxtastig. Skortur á fj ármagni og hátt vaxtastig dregur svo í þessari sviðsmynd úr þrótti íslensks efnahagslífs, sem ekki kemur til með að framleiða nægilega mikið til þess að standa við erlendar skuldbindingar. Í riti sínu vísar Viðskiptaráð til nýrra talna OECD sem sýni að Ísland sé meðal þeirra ríkja sem búa við hvað mestar hindranir á vegi er- lendrar fj árfestingar. Mælikvarði OECD er frá núll og upp í einn, þar sem núll merkir algjört frelsi og einn fullkomnar hömlur á beina er- lenda fj árfestingu. Einkunnin er svo fundin út með mælingu á þremur þáttum. Fyrst er eignar- hald, þar sem horft er til takmarkana á eignar- haldi útlendinga í innlendum fyrirtækjum. Hér á landi eru margvíslegar takmarkanir, svo sem í sjávarútvegi, orkuvinnslu og fl ugrekstri, auk eignarhalds jarða og fasteigna. Þátturinn vegur 34 prósent í einkunn Íslands. Þá er horft til skimunar, það er hvort til- kynna þurfi stjórnvöldum um erlenda fj árfest- ingu og hversu víðtæk slík tilkynningaskylda er. Skimun vegur 6,0 prósent í einkunn lands- ins þar sem hér eru kvaðir um að tilkynna skuli allar erlendar fj árfestingar til viðkomandi ráðu- neytis og vegna tilvistar nefndar um erlenda fj árfestingu, sem gripið getur inn í fj árfesting- arverkefni. Ísland sker sig verulega úr Þriðji þátturinn er svo stjórnun og rekstur og vegur hann 60 prósent í einkunn Íslands. Þar koma til áhrif af gagnkvæmniskröfu um stofn- un útibúa erlendra fyrirtækja á Íslandi og vegna takmarkana á eignarhaldi á jörðum í við- skiptatilgangi. Hér er erlendum ríkisborgur- um óheimilt að kaupa jarðir, hvort sem er í at- vinnutilgangi eða til einkanota, nema með und- anþágu í alþjóðasamningum sem Ísland hefur undirritað, svo sem EES. Fram kemur að Ísland skeri sig verulega úr þegar kemur að takmörk- unum á stjórnun og rekstri fyrirtækja. Mælist Viðskiptaráð til þess að hér verði lögð áhersla á fj ölgun alþjóðasamninga, svo sem vegna fríverslunar, tvísköttunar og verndar fj ár- festinga. „Stjórnvöld móti skýra opinbera stefnu um beina erlenda fj árfestingu og dragi úr höml- um á fj árfestingu í auðlindatengdum greinum,“ segir í ritinu og stungið er upp á að alþjóðlega viðurkennt fyrirtæki verði fengið til að gera út- tekt á íslensku skattkerfi og skattframkvæmd út frá sjónarhóli fj árfesta, skattkerfi ð verði einfald- að og í því aukinn fyrirsjáanleiki. Þá er kallað eft ir því að stjórnmálamenn viðhafi málefnalega og yfi rvegaða umræðu um erlenda fj árfestingu. Fjárfestingarumhverfið ræður því hvort höftum verði farsællega lyft Draga þarf verulega úr hömlum á beina erlenda fjárfestingu eigi að vera hægt að aflétta gjaldeyrishöftum án þess að hrapallega takist til. Ísland er meðal þeirra landa þar sem hömlur á erlenda fjárfestingu eru mestar. KAPPHLAUP Þjóðir heims beita ólíkum leiðum í kapphlaupinu um að laða að fjárfestingu. Þannig eru hömlur á vegi beinnar erlendrar fjárfestingar til dæmis örlítið meiri í Kanada en hér á landi, en þar vestra er um leið beitt sérstökum efnahagslegum hvötum til að laða þangað fjárfestingu, svo sem með niðurgreiddri aðstöðu fyrir sprota- fyrirtæki, stuðningi við sérfræðiklasa og skattaafslætti. NORDICPHOTOS/GETTY Hömlur á fjárfestingu í aðildarríkjum OECD EFNAHAGSMÁL ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNASON | OLIKR@FRETTABLADID.IS Sæti Land Hömlu- stuðull 0-1 1 Nýja-Sjáland 0,240 2 Mexíkó 0,207 3 Kanada 0,173 4 Ísland 0,167 5 Kórea 0,143 6 Ástralía 0,128 7 Ísrael 0,118 8 Austurríki 0,106 9 Bandaríkin 0,089 10 Noregur 0,085 11 Sviss 0,083 12 Pólland 0,072 13 Bretland 0,061 14 Tyrkland 0,059 15 Svíþjóð 0,059 16 Síle 0,057 17 Japan 0,052 18 Ítalía 0,052 19 Slóvakía 0,049 20 Frakkland 0,045 21 Írland 0,043 22 Belgía 0,040 23 Danmörk 0,033 24 Grikkland 0,032 25 Ungverjaland 0,029 26 Þýskaland 0,023 27 Spánn 0,021 28 Finnland 0,019 29 Eistland 0,018 30 Holland 0,015 31 Tékkland 0,010 32 Slóvenía 0,007 33 Portúgal 0,007 34 Lúxemborg 0,004 Meðaltal OECD 0,069 -60% -50% -40% -30% -20% -10% 0 Hrein erlend staða þjóðarbúsins sem hlutfall af vergri landframleiðslu. 1990 Viðskiptaráð Íslands bendir á að hrein erlend staða þjóðarbúsins sé svipuð og þegar byrjað var að rýmka um gjaldeyrishöftin 1990. Núna þurfi þó að taka tillit til þess að neikvæð erlend staða þjóðarbúsins sé að hluta mynduð af kvikari eignum. Eigi sagan að geta endurtekið sig og fjármagnsflæði náð jafn- vægi sé grundvallaratriði að byggja hér undir fjárfestingarumhverfið. 2013 Sagan endurtekur sig -44% -53% Heimild: OECD FDI RR skýrsla 13.3.2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.