Fréttablaðið - 14.05.2014, Síða 26

Fréttablaðið - 14.05.2014, Síða 26
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 FERÐIR Kristjana Kristjánsdóttir og Jóhanna Benediktsdóttir standa fyrir gönguferðum fyrir konur á vegum Útivistar. MYND/KRISTJANA KRISTJÁNSDÓTTIR HORNSTRANDIR Síðustu fimm ár hefur verið gengið á Hornstrandir. Það verður einnig gert í sumar. Í sumar verður einnig bætt við ferðum og gengið á Reykjanesi, Snæfellsnesi og víðar. FJÖR Oft skrá sig mæðgur, systur, frænk- ur og vinkonur í ferðirnar. VIÐ ALLRA HÆFI Kristjana mælir þó með að æfa sig fyrir ferðirnar til byggja upp þol. Skráning er í gegnum vefsíðu Útivistar. Það er öðruvísi að ferðast eingöngu með konum. Við höfum ekkert á móti því að ferðast með körlum en fyrir nokkrum árum vorum við Jóhanna Benediktsdóttir beðnar að leiðsegja hóp sem samanstóð einungis af konum og upp úr því spruttu þessar kvennaferðir,“ segir Kristjana Kristjánsdóttir, fararstjóri í Kvennaferðum Úti- vistar. Undanfarin átta ár hafa þær farið með hóp kvenna í nokkurra daga gönguferð um mitt sumar og hafa Hornstrandir orðið fyrir valinu síðustu fimm árin. Nú stendur til að fjölga ferðunum. „Í sumar ætlum við að fara fimm ferðir. Stóra ferðin verður sem fyrr vestur á Hornstrandir í júlí en við byrjum 31. maí á að ganga gamlar þjóðleiðir á Reykjanesinu. Í júní förum við á Snæfellsnes, í ágúst förum við helgarferð í Dalakofann í Reykja- dölum og í september stefnum við á Kistufell eða Búrfell í Grímsnesi,“ útskýrir Kristjana. GÓÐUR UNDIRBÚNINGUR Hópurinn telur yfirleitt 16 til 18 konur og er ýmist gist í tjöldum eða í húsi. Ekki þarf að bera búnaðinn milli gististaða en þó þarf að ganga með poka og mælir Kristjana með því að þátt- takendur æfi sig fyrir ferðirnar með því að ganga á fjöll í góðum skóm og með bakpoka. „Það er betra til að hafa út- hald og geta notið ferðarinnar. Við förum þó ekki hratt yfir og mottóið er ekki að þjóta heldur njóta. Við stoppum oft og ef einhver er hæg þá bara hægist á ferðinni, sem er ekkert mál. Við mælum samt með því að ganga til dæmis tvisvar á Esjuna og taka tímann. Einnig stendur Útivist fyrir stuttum ferðum úr Elliðaárdalnum öll miðvikudags- kvöld, Útivistarræktin, sem eru öllum opnar og ókeypis. Við höf- um hvatt konurnar til að nýta sér þær til æfinga. Einnig eru farnar dagsferðir á sunnudögum frá BSÍ. Í þær ferðir er þátttöku- gjald en þær eru einnig mjög góð æfing fyrir sumarið.“ MÆÐGUR OG SYSTUR „Oft eru mæðgur, frænkur, vin- konur eða systur sem skella sér saman í ferðina og það er alltaf mjög gaman og góð stemming. Margar konur koma einnig utan af landi til að taka þátt,“ segir Kristjana. „Þetta hefur alltaf gengið vel og við höfum aldrei lent í neinum skakkaföllum í ferðunum. Stundum höfum við orðið að breyta dagskránni vegna veðurs en það er bara hluti af ferðalaginu og skiptir ekki máli þegar allir eru vel útbúnir.“ Áhugasamar geta skráð sig á vefsíðunni Útivist.is undir liðnum Kvennaferðir. NJÓTA FREKAR EN ÞJÓTA FERÐIR Kristjana Kristjánsdóttir og Jóhanna Benediktsdóttir hafa staðið fyrir nokkurra daga gönguferð fyrir konur. Í ár verður ferðunum fjölgað. Sumir eru svo heppnir að geta ferðast þangað sem þá langar en flest okkar þurfa að láta okkur nægja að dreyma um fallega og framandi staði eins og Machu Picchu, Bora Bora og Kiritimati. Nöfnin ein og sér eru ókunnug og spennandi og ólíklegt að hinn almenni Ís- lendingur stígi fæti sínum á þessa staði. Machu Picchu hefur lengi verið eitt helsta aðdráttar- afl ferðamanna í Perú. Borgin var lengi hulin umheimin- um og hefur verið kölluð hin týnda borg Inkanna. Hún er í fögru en hrikalegu umhverfi og ber vott um mikla hæfni Inka í byggingarlistinni. Bora Bora er eldfjallaeyja í Frönsku-Pólýnesíu í Suður-Kyrrahafi. Hagkerfi eyjunnar treystir nánast algjörlega á ferðamennsku og hún er fræg fyrir lúxus- dvalarstaði sína. Fyrir þrjátíu árum lét Hótel Bora Bora byggja svokallaða „búngalóa“ á stultum úti í vatni. Í dag eru þessir „búngalóar“ eitt helsta sérkenni eyjarinnar. Kiritimati eða Jólaeyja er 388 ferkílómetrar að flatarmáli og er ein eyjanna í Línueyjaklasanum. Þar er stunduð fiskirækt og þar eru stærstu kókospálma- lundir eyjanna. Fimm þorp eru á eyjunni, þar af eitt í eyði. London er aðalþorpið og þar er höfn eyjunnar. Tabwakea er fjölmennast en þorpið Paris er yfirgefið. Á eyjunni eru líka þorpin Banana og Poland. FRAMANDI STAÐIR Flesta langar að ferðast til framandi staða en fæstir gera það nema í huganum. KIRITIMATI Á eyjunni eru fimm þorp, London, Paris, Tabwakea, Banana og Poland. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Eru flugur, flær eða maurar að ergja þig og bíta? áhrifaríkur og án allra eiturefna. Allt að 8 tíma virkni. Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hjá N1 www.gengurvel.is Opið virka daga kl . 11–18. Opið laugardaga k l. 11–16. Kí ki ð á m yn di r o g ve rð á F ac eb oo k Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516 Stærð 36 - 46/48 Verð 8.900 kr. Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my style Lífstíls og decor vefverslun www.facebook.is/kolkaiceland

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.