Fréttablaðið - 14.05.2014, Side 28

Fréttablaðið - 14.05.2014, Side 28
FÓLK|FERÐIR Sigrún segir að norski hópurinn ætli að hitt-ast 29. maí í Nesbyen í Noregi, dvelja þar langa helgi og halda upp á tíu ára afmæli Íslandsferðarinnar. Sigrún ætlar sjálf að fagna með Norðmönn- unum ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Vikari Þorkelssyni. „Hópurinn hefur hist einu sinni á ári í Nesbyen og heldur þá litla Íslandshátíð en að þessu sinni verður hún veglegri þar sem þetta er afmælisár. Íslenski fáninn verður í fyrirrúmi og allir klæðast íslenskum lopa- peysum. Einn úr hópnum tekur til dæmis alltaf lagið á íslensku. Einnig verða skoðaðar myndir sem teknar voru í Íslandsferð- inni og ferðin rifjuð upp,“ segir Sigrún og bætir við að þetta fólk hafi farið um alla Evrópu á húsbílum en Íslandsferðin hafi verið toppurinn á öllum ferða- lögunum. ÍSLENSKI FÁNINN Í ÖNDVEGI Sigrún segir að hún hafi ekki átt hugmyndina að Íslands- hátíðinni, Norðmennirnir hafa alfarið séð um hana. „Það hefur alltaf verið vel mætt á þessar hátíðir og fólk hefur skemmt sér konunglega. Þessi norski hópur heldur mjög vel saman og það hafa myndast góð tengsl á milli þeirra. Slökkviliðið í Nes- byen hefur lánað stóran fána sem strengdur er á milli staura og merkir svæðið sem hátíðin fer fram á. Allir bílarnir eru sömuleiðis skreyttir íslenska og norska fánanum. Venjulega slá menn upp mikilli matar- veislu en erfiðlega hefur gengið að fá íslenskan mat sendan til Noregs. Það þarf ýmis leyfi fyrir matarsendingum en það hefði verið skemmtilegt að bjóða upp á eitthvað íslenskt. Mig langaði að fá íslenskan bjór til að gefa fólkinu að smakka og sendi ósk um það til bjór- framleiðenda á Íslandi en hef ekki fengið nein svör. Það væri virkilega ánægjulegt ef einhver vildi gefa eitthvað íslenskt fyrir þessa hátíð en netfangið mitt er iceland66n@gmail.com,“ segir Sigrún. Í FALLEGU LANDSLAGI „Það er alveg sérstök stemn- ing hjá þessum Íslandsvinum og ég hlakka mikið til að hitta hópinn. Við tökum ferju yfir til Noregs en þurfum síðan að aka í fimm til sex klukkustundir til Nesbyen. Þessi bær er umvaf- inn fjöllum og þar er óhemju- fallegt landslag. Þess utan hafa oft verið slegin hitamet þarna því veðursældin er slík,“ segir Sigrún og bætir við að Nesbyen sé í tveggja klukkustunda akstri norður frá Ósló. „Ég veit að það eru allir spenntir en þetta er allt fólk sem er komið yfir fimmtugt og kemur alls staðar að frá Noregi. Þau sem koma lengstu leiðina keyra um 3.000 km til að kom- ast á staðinn.“ ÍSLANDSVINIR HALDA HÁTÍÐ AFMÆLI Sigrún Haraldsdóttir býr í Danmörku en hefur ferðast um alla Evrópu á húsbíl. Fyrir tíu árum stóð hún fyrir ferð 120 húsbíla til Íslands. Frá Noregi komu 22 bílar en eigendur þeirra halda Íslandshátíð í lok maí til að minnast ferðarinnar. ÍSLANDSHÁTÍÐ Norðmennirnir hafa haldið Íslandshátíð á hverju ári frá því þeir heimsóttu Ísland fyrir tíu árum. Nú verður hún óvenju vegleg. HÚSBÍLAR Sigrún, ásamt eiginmanni sínum Guðmundi, hefur ferðast víða á húsbíl. Loksins laus úr viðjum hvunn- dagsins og sameinuð undir blá- himni. Hvað gerið þið þá? ■ Byrjið á að verða eitt með nátt- úrunni og segja skilið við daglegar venjur. ■ Veljið rólegan, fáfarinn stað í rómantísku umhverfi. ■ Allt sem þið gerið saman í útilegunni ætti að endurspegla einfaldleika. Einbeitið ykkur að grunnþörfunum og látið þær hafa forgang; hvíld, mat, drykk, hreyf- ingu og kynlíf. ■ Missið tímaskynið ef hægt er og notið sólarganginn til að fylgjast með tímanum. Ekki spá í hversu langan tíma hlutirnir taka. Lifið fyrir núið. ■ Látið kylfu ráða kasti og gerið eitthvað óvænt. Leyfið huganum að reika og skiljið áhyggjur, skipu- lag og verkefnalista eftir heima. ■ Gerið ekkert. Leggist á bakið og horfið á skýin saman. Einbeitið ykkur að hljóðum náttúrunnar og því sem fyrir augu ber. Slíkar stundir skapa dýrmætar minningar. ■ Takið ykkur blund saman og njótið miðdagshvíldar. Það er einkar yndislegt eftir göngutúr eða saðsama máltíð. Sjáið hvað gerist ef þið takið ykkur kríu nakin. ■ Sofið þar til líkami og hugur er úthvíld eða vaknið óvænt við sól- arupprásina. Kúrið áfram saman þótt langt líði á morgun og veitið hvort öðru fulla athygli. ■ Útilegur eru frábærar til að efla nánd og tengsl meðal elskenda. Hvað er enda rómantískara en að horfa á sólsetrið saman, grilla sykurpúða yfir opnum eldi og kela undir tjaldhimni? ■ Takið með eftirlætis vínið og vínkæli, útikerti eða ljósaseríu, osta, ber og hvaðeina til að skapa rómantísk huggulegheit. RÓMANTÍSK ÚTILEGA Dekkjaverkstæði Ný pólýhúðaðar felgur Ný dekk Dekkjahótel Pólýhúðun Umboðssala fyrir notuð dekk og felgur PÓLÝHÚÐUM FELGUR Láttu okkur geyma dekkin fyrir þig. 587 3757 dekkjasalan@dekkjasalan.is Erum hérna www.dekkjasalan.is Verðskrá, upplýsingar og myndir á… Lánum dekk og felgur á meðan

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.