Fréttablaðið - 14.05.2014, Síða 30

Fréttablaðið - 14.05.2014, Síða 30
KYNNING − AUGLÝSINGVeiði MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Atli Bergmann, 512 5457, atli.bergmann@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Temple Fork Outfitters-stang-irnar (TFO) þykja með þeim betri í dag, sérstaklega þegar miðað er við verð. Hinn frægi flugu- veiðimaður Lefty Kreh hefur komið að hönnun fluguveiðistanga TFO. Hann hefur útskýrt þá hugmynda- fræði sem býr að baki því að hanna góða fluguveiðistöng. „Við hjá TFO einbeitum okkur að þremur hugtök- um þegar við hönnum fluguveiði- stangir. Þau eru nákvæmni, kast- lengd og lyftikraftur,“ lýsti Kreh. Hugtakið nákvæmni endurspegl- ar með hvaða hætti línan, taumurinn og flugan leggjast á yfirborð vatnsins. „Tilfinningin fyrir nákvæmni skiptir kannski litlu þegar rennt er fyrir stór- fiski en hún getur skipt sköpum í sil- ungsveiði í vatni eða straumá.“ Kastlengd er afar mikilvæg í fluguveiði en hugtakið er notað yfir það hve langt veiðimaðurinn kastar línunni út með stönginni. „Í sumum tilfellum skiptir hún ekki máli en í öðrum skilur hún á milli vel heppn- aðrar veiði og engrar veiði.“ Lyftikraftur segir til um hvernig stöngin vinnur og hvort hún ræður við þungan fisk í miklum straumi og í erfiðum aðstæðum. „Auðvitað getur engin ein stöng brugðist við öllum þessum hugtökum fullkomlega en TFO-stangirnar eru hannaðar með það að leiðarljósi að komast sem næst því,“ segir Kreh. TFO-stöngin fyrir línu númer átta lenti í þriðja sæti yfir bestu stangir í sama flokki árið 2014 hjá Yellowstone Angler. Að sama skapi var stöngin valin „Best buy“ eða bestu kaupin. TFO-stangirnar eru til sölu í Úti- líf Glæsibæ. Þær eru á 20 prósenta kynningarafslætti út júní og kosta þá 59.990 krónur. Ein skynsamlegustu stangakaupin í dag Temple Fork Outfitters-fluguveiðistangirnar eru hannaðar með þrjú hugtök að leiðarljósi; nákvæmni, kastlengd og lyftikraft. Stangirnar eru á kynningar- afslætti í Útilífi út júní. Birkir Mar Harðarson, starfsmaður Útilífs Glæsibæ, með eina af hinum frábæru TFO-veiðistöngum. MYND/STEFÁN Þessi ævintýralegi afmælis-dagur mun seint líða mér úr minni,“ segir Trausti sem kom auga á stórlaxinn í Hólmahyl. Veiði var með eindæmum góð þetta sumarið og þeir Karl Tómas- son, frændi Trausta, fóru á veiði- stað neðan við þjóðveginn hjá Stað- arskála. „Þar aðeins neðar er sjóbleikju- svæðið Dumbafljót og á meðan Kalli frændi renndi fyrir lax ákvað ég að sjá hvort sjóbleikjan gæfi sig á létta fimmu, sem er silungastöng. Þegar það reyndist ekki vera gekk ég aftur til Kalla og stóð ofan við hyl- inn þegar ég sá laxinn,“ segir Trausti, sem kallaði strax til Kalla frænda síns að freista þess að ná laxinum. „Kalli reyndist of langt frá og sagði mér að kasta í staðinn. Ég gerði það af rælni og í vantrú á að laxinn tæki hjá mér en í öðru kasti beit hann á.“ Þegar þarna var komið var klukk- an hálf tólf á hádegi en eins og í öllum laxveiðiám er gert hlé á veið- inni frá eitt til fjögur. „Ég gerði mér strax grein fyrir að laxinn væri mjög stór enda teymdi hann mig fljótt yfir ána og settist pikkfastur í hylinn. Með litlu sil- ungastönginni var virkileg raun að takast á við laxinn og til að gera langa sögu stutta gaf laxinn sig ekki fyrr en eftir ríflega þriggja tíma stöð- ugan slag.“ Lofaði laxinum lífgjöf Trausti var að niðurlotum kominn eftir langa og stranga baráttu með silungastöngina að vopni. „Laxinn var ótrúlega sprækur þegar hann kom á land. Hann var nýrunninn úr sjó, grálúsugur og feykilega sterkur. Því var baráttu- þrekið mikið og hann ætlaði sér ekki að gefast upp. Eftir tuttugu mínútna slag var ég farinn að tala við fiskinn og lofaði að ég myndi sleppa honum í ána á ný.“ Trausti stóð við loforðið við lax- inn sem tók agnarsmáa Green Brah- an-flugu og mældist 90 sentimetra langur. „Ég hafði miklar áhyggjur þegar laxinn kom á land því þetta var allt- of löng barátta fyrir fiskinn. Það tók mig fáeinar mínútur að koma lífi í fiskinn aftur og eftir örskotsstund á bakkanum dýfði ég honum aftur í ána og klappaði honum og ruggaði. Loks tók hann við sér og fór beina leið aftur í hylinn.“ Trausti segir tengsl verða á milli veiðimanns og fisks þegar átökin dragast svona á langinn. „Ég fékk því mikið út úr því að gefa laxinum líf og fékk gæsahúð þegar ég sleppti honum aftur. Ég óttaðist mjög að hann hefði þetta ekki af því það er erfitt fyrir fisk að berjast fyrir lífi sínu í þrjár klukku- stundir. Vitaskuld á maður að vera með útbúnað sem hæfir hverri á en aðstæður voru þannig að allt gerð- ist þetta óvart. Með þyngri línu og stærri stöng hefði veiðin tekið mun styttri tíma.“ Langar að slást við stærri fisk Eftir laxveiði lífs síns sofnaði Trausti sæll og úrvinda í snotru veiðihúsi austan við Hrútafjarð- ará. „Laxinn var aldrei freistandi í afmælismat því laxar af þessari stærðargráðu eru ekkert sérstak- lega góðir til átu. Það er líka regla í Hrútafjarðará að sleppa þarf öllum fiskum sem mælast yfir 70 senti- metrum.“ Afmælisdagur Trausta varð enn sætari þegar bræðurnir Svav- ar og Björgólfur Hávarðssynir gáfu honum bók sem þeir skrifuðu í sameiningu um laxinn og mynd- skreyttu með myndum úr veiði- ferðum þeirra félaga, innbundna og gefna út í fjórum eintökum. „Allt var þetta mikið ævintýri og fjöldi fólks sem fylgdist með af árbakkanum. Þrátt fyrir stórfeng- lega lífsreynslu vildi ég þó alls ekki lenda í þessu aftur með svona létta stöng en ég slægi þó ekki hendinni á móti því að slást við 100 senti- metra lax þegar fram líða stundir.“ Fékk þann stærsta á afmælisdaginn Fertugasti afmælisdagur blaðamannsins Trausta Hafliðasonar rann upp bjartur og fagur við Hrútafjarðará 5. júlí í fyrra. Þangað fer hann árlega í lax dagana 4. til 6. júlí. Á stórafmælinu í fyrrasumar háði hann þriggja tíma orrustu við sinn mesta stórlax hingað til. Til að setja punktinn yfir i-ið flæktist línan og þurfti að taka hjólið af. Þarna reyna Björgólfur og Njörður Árnason að leysa úr flækjunni, sem tókst. Baráttan við laxinn tók á enda heilir 90 sentimetrar að lengd. Trausti með þann stóra í fanginu, báðir orðnir úrvinda eftir ríflega þriggja tíma slag. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI 00000 w w w . v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 36 vötn 6.900 kr Frístundaveiði hefur notið mikilla vinsælda víða um land. Ferða- menn, jafnt innlendir sem útlendir, hafa sótt í þetta sport í aukn- um mæli. Frístundaveiðar eru leyfisskyldar og eingöngu er heim- ilt að stunda þær með sjóstöng og handfærum. Leyfin eru veitt aðil- um í ferðaþjónustu. Leyfin eru háð tilteknum fjölda fiska á dag á hvert handfæri eða sjóstöng án þess að aflinn reiknist til aflamarks. Aflann má ekki selja. Frístundaveiðar er vaxandi þáttur í ferðaþjónustunni en þær hófust á Vestfjörðum árið 2006. Veiðarnar hafa gefið milljónir í ríkis sjóð. Heimilt er að stunda fiskveiðar í frístundum til eigin neyslu. Frístundaveiði vinsæl Sjóstangaveiðimenn sigla frá Suður- eyri.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.