Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGVeiði MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 20144 Veiði er skemmtileg fjölskylduskemmtun og finnst flestum börnum gaman að veiða fisk. Í Reykjavík og nágrenni eru góð veiðivötn og getur verið gaman að skjótast til dæmis eftir vinnu, hvort sem er með alla fjölskylduna eða veiðimaðurinn einn með sjálfum sér. Hér eru nokkur vötn þangað sem stutt er að fara til veiða fyrir íbúa höf- uðborgarsvæðisins. Elliðavatn Vinsælasta veiði- vatn höfuðborgar- svæðisins og afar gjöfult. Í vatninu eru bleikja, urriði, lax og stöku sjó- birtingur. Bleikjan var ríkjandi í vatn- inu en síðasta ára- tug hefur urriðinn sótt í sig veðrið og er nú að verða algengasta fiskitegundin í vatninu. Veiðitímabilið hefst á sumardaginn fyrsta ár hvert og lýkur því 15. september. Eingöngu er leyfð veiði með flugu, maðk og spúni, en í Hólmsá má aðeins veiða á flugu. Meðalfellsvatn Lax og sjóbirtingur ganga úr Laxá í Kjós í vatnið. Mest veiðist af smá- bleikju í Meðalfellsvatni en einnig nokkuð af urriða, sjóbirtingi og laxi. Þar sem mikið er af smábleikju í vatninu er gaman að fara með börn þangað að veiða en leyfilegt er að veiða á flugu, maðk og spón. Vífilsstaðavatn Vatnið er vinsælt á meðal veiðimanna og þykir mörgum ómissandi að fara þangað á vorin til að fá fyrstu tökur ársins. Þess má geta að Vífils- staðavatn er tilvalið til að æfa fluguköst. Í vatninu er einkum urriði og bleikja. Mest er um smábleikju en einnig veiðist töluvert af stærri fiski. Fiskurinn úr vatninu er mjög góður matfiskur. Reynisvatn Reynisvatn er skemmtilegur staður fyrir fjölskylduna til að veiða á, ekki síst fyrir byrjendur sem hafa kannski ekki mikla þolinmæði. Um árabil hefur bæði regnbogasilungi og laxi verið sleppt í vatnið og eru veiðileyfi seld á staðnum en þau gilda til ársloka 2014. Kleifarvatn Eitt af stærstu vötnum landsins og er frægt fyrir stórfisk en þar eru bæði bleikja og urriði. Veiði er heimil í öllu vatninu og þar má veiða allan sól- arhringinn á flugu, maðk og spún. Heimild: veidikortid.is Veiði í næsta nágrenni Vífilsstaðavatn er tilvalið til að æfa fluguköstin en vatnið er vinsælt á meðal veiðimanna. MYND/VILHELM Það er fátt skemmtilegra en að veiða með fjölskyldunni í fallegri íslenskri náttúru. Nær allir geta veitt sem gerir veiði að sérlega skemmtilegri afþreyingu fyrir unga sem aldna. Margar fjöl- skyldur hafa stundað veiði í ára- tugi og þá safnast gjarnan nokkrar kynslóðir saman við árbakkann þar sem þeir eldri kenna þeim y ng r i rét t u aðferðirnar. Ein þeirra stór- fjölskyldna sem veitt hafa saman í áratugi er fjöl- skylda Maríu Önnu Clausen en hún og eig- inmaður hennar, Ólafur Vigfússon, reka saman versl- unina Veiðihornið. María segir öll sumur undirlögð af veiði og þar taka allir fjölskyldumeðlimir þátt. „Þetta byrjaði með foreldrum mínum en þau hófu að veiða á bryggjunni fyrir vestan þegar þau voru börn. Síðar fluttu þau til borgarinnar og þá hélt veiðin áfram í hinum ýmsu vötnum og ám. Við systkinin erum því alin upp við veiðar og í öllum útilegum voru veiðistangir teknar með. Við veiddum helst silung og stundum var hann eldaður um kvöldið eða þá bara tekinn með heim. Sjálf er ég meira fyrir að veiða lax en sil- ung þótt öll veiði sé auðvitað mjög skemmtileg.“ Stöngin alltaf með Seinna meir þegar María og Ólafur eignuðust börn voru þau tekin með í útilegurnar og auðvitað voru veiði- stangir með í för. „Fyrstu árin ferð- uðumst við mikið saman, foreldrar mínir, við hjónin og börnin okkar. Þá voru þrjár kynslóðir saman við árbakkann og veiddu. Pabbi hafði mikla ánægju af því að segja okkur og strákunum til við veiðarnar og fékk mikið út úr því ef börnin veiddu vel.“ María segir afar mikilvægt fyrir börn að kynnast nátt- úrunni og að veiðar séu góð leið til þess. „Börn í dag eru ekki eins mikið úti í náttúrunni og áður fyrr. Veið- ar gefa þeim kost á að eiga góðar stundir með fjölskyldu sinni. Það skiptir svo miklu máli; að njóta þess að vera saman úti í náttúrunni.“ Fjörugt sumar Gott veiðisumar er fram undan hjá þessari miklu veiðifjölskyldu. Hún hefur átt sama hollið í Eystri-Rangá í rúmlega 20 ár þar sem hún veiðir lax. Auk þess hefur hún veitt mikið í Stóru-Laxá, Soginu og Norðurá. María segir stefnuna einnig vera setta á Vatnsdalsá, auk þess sem þau hjónin ætli í Hítará. „Ég er líka meðlimur í kvennahópi sem hefur veitt saman undanfarin tíu til tólf ár. Ég fer með þeim í veiði í maí og svo aftur í ágúst. Svo kíkir maður á Þingvelli í sumar, enda stutt að fara og skemmtilegt að veiða þar.“ Hún segir ekki erfitt að kveikja áhuga barna og unglinga á veiði. „Ég held að aðalatriðið sé bara að fara af stað og vera um leið ekk- ert að pressa of mikið á þau. Börn þurfa ekki að veiða allan dag- inn heldur fá að gera þetta á eigin forsendum. Yfirleitt finnst þeim gaman að veiða og þá er fínt að byrja með f lotholt og f lugu eða f lotholt og maðk, eða bara spún. Svo er alltaf hægt að leika sér á bakkanum og finna sér eitthvað að gera því börn hafa sjaldnast út- hald í að veiða allan daginn. Það ýtir oft undir áhuga þeirra ef þau eiga veiðistöng sjálf. Þeim finnst gaman að eiga græjurnar og velja sjálf með hvaða hætti þau kasta út.“ Njóta þess að vera saman Mikið veiðisumar er í vændum hjá fjölskyldu Maríu Önnu Clausen. Stangaveiði skipar stóran sess í lífi stórfjölskyldunnar þar sem þrjár kynslóðir hafa löngum safnast saman við árbakkann. Veiðar eru góð leið til að kynna náttúruna fyrir börnum og unglingum. Veiðihjónin ásamt sonum sínum þremur við Norðurá. Þrjár kynslóðir saman við Þingvallavatn árið 1990. María heldur á syni sínum. MYND/ÚR EINKASAFNI María með væna bleikju úr Vatnsdalsánni árið 2012. ÚT Á GRANDA Grandagarði 3, 101 Reykjavík, Sími 552 9940 | Opið mán.–fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 9–16. Bátar Jaxon slöngubátur 290 cm. 4 manna,3 hólf + uppblásinn kjölur. Eiginþyngd 45 kg. Breidd 150 cm. Lengd 290cm. Burðargeta 510kg. Þolir allt að 10 hö.mótor, árar, pumpa, harður botn, 2 bekkir, kemur í tösku, 2 ára ábyrgð. CE vottaðir . Fæst einnig 320 cm Verð 249.000 kr Verð 229.000 kr. RAFMAGNSMÓTOR FYLGIR FRÍTT MEÐ að verðmæti 49.900 kr. meðan birgðir endast. Veiðihjól Snowbee U bátur Snowbee U bátur, þriggja hólfa Fullt verð 27.900 kr Vortilboð 19.900 kr. Strandveiðisett Jaxon 15 feta stöng, 6 legu stórt hjól, 250m af 100 punda ofurlínu, taumar, sökkur, beitutegja, beita og nælur fylgja. Fullt verð 43.390 kr . Tilboð 34.900 kr. Okkar lang besta strandveiðisett ! Ódýrt byrjenda strandveiðisett Jaxon 15 feta stöng, 6 legu hjól, 250 metrar af 35 punda línu, taumar, sökkur og nælur . Fullt verð 23.800 kr Tilboð 19.900 kr. Polaroid veiðigleraugu Polaroid gleraugu í miklu úrvali Verð frá 2.990 kr. Jaxon Marion er ódýrt en gott 3 legu hjól frá Jaxon fæst í tveimur stærðum Verð 3.590 kr Nýtt strandveiðihjól frá Jaxon. 6 legur, 2 spólur sem taka mis mikið magn af línu og eru sér hannaðar til að köstin verði sem lengst, rústfríar legur. Tekur um 300 metra af 0.40mm línu Verð 15.900 kr Jaxon Dolphin Strandveiðihjól ódýrasta stóra strandveiðihjólið okkar. 3 Legur auka spóla. Tekur 250 metra af 0,40mm línu. Verð 5.990 kr Stórt og öflugt strandveiðihjól með 6 legum og auka spólu. Fæst í tveimur stærðum 650 og 750 sem tekur um 300 metra af 0.40 línu. Verð 8.950 kr Flugustangarsett - Diskabremsuhjól - Línur Flugustangarsett frá Jaxon. Monolith er nýjasta stöngin frá Jaxon. Lína 4-5-6-7- eða 8. Gott diskabremsuhjól,lína að eigin vali og góður hólkur . Fullt verð 38.900 kr Tilboð 29.900 kr. Meiri uppl.á veidiportid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.