Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 14.05.2014, Blaðsíða 42
 | 10 14. maí 2014 | miðvikudagur Bygging Norðurturnsins hófst að nýju í ágúst í fyrra. Þá höfðu stærstu kröfuhafar þrotabús Norð- urturns ehf. leyst bygginguna til sín og stofnað félagið Nýr Norð- urturn hf. Það er í eigu Glitnis, Íslandsbanka, Tryggingamið- stöðvarinnar, Lífeyrissjóðs verk- fræðinga, dótturfélags Bygging- arfélags Gylfa og Gunnars (Hjúps ehf.) og félaganna Bilskirnir ehf. og Grænistekkur ehf. „Eignin var þá gerð að hlutafé í félaginu og samhliða var gengið frá samningum við eigendur Hjúps um að þeir myndu setja bygging- arefni sem þeir höfðu keypt fyrir verkefnið inn í félagið og þannig eignast hlut í því. Samhliða var gengið frá því að þeir myndu klára bygginguna,“ segir Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Nýs Norðurturns. Eigendur félagsins sömdu í kjöl- farið við Arion banka um fjár- mögnun vegna framkvæmdanna og þær eru nú að fullu fjármagn- aðar. Ríkharð segir félagið ekki vilja upplýsa um heildarkostnað verkefnisins. „Við vitum hver kostnaðurinn við að klára þetta er en ég get sagt að ef við færum í svona fram- kvæmd frá grunni þá yrði kostnað- urinn ekki undir fimm milljörðum króna með bílastæðunum og öllu.“ Norðurturninn verður alls fjór- tán hæðir með tólf skrifstofuhæð- um og hver þeirra er um þúsund fermetrar að stærð. Bygginga- verktakarnir eru nú komnir upp í ellefu hæðir og vinna nú við að steypa gólfplötuna á elleftu hæð- inni. Reginn fasteignafélag leigir nú tvær neðstu hæðir hússins og á annarri hæðinni er Baðhús Lindu. Hinar hæðirnar tólf hafa ekki verið leigðar út. „Samningurinn við Regin var ákveðinn grundvöllur fyrir því að púsluspilið gekk saman. Nú er unnið að því að fá fulla nýtingu í húsið og það hafa verið viðræður í gangi við aðila sem eru spenntir fyrir því að koma inn í þetta en við erum fyrst að skoða kjölfestuleigu- taka í skrifstofuhúsnæði. Þetta tekur sinn tíma en það er búið að Allt á fullu í Norðurturninum Norðurturninn við Smáralind verður líklega tilbúinn til afhendingar um mitt næsta ár. Þá verða liðin tæp átta ár síðan framkvæmdir við bygginguna hófust en fyrstu hæðirnar voru hálfkláraðar í tæp fimm ár. HORFT UPP Verktakar vinna nú meðal annars við að glerja nokkrar hæðir byggingarinnar. Á 11. HÆÐ Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Nýs Norðurturns, segir samning við Regin fasteignafélag um leigu á tveimur neðstu hæðum byggingarinnar hafa verið mikilvægan þátt í að koma verkefninu af stað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐTAL Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is Norðurturninn ehf. var dótturfélag Fasteigna- félags Íslands sem átti einnig Smáralindina. Fasteignafélagið var að stærstum hluta í eigu Glitnisbanka og Saxbyggs, félags sem var í eigu Saxhóls, nú Heiðarsól ehf., og Byggingar- félags Gunnars og Gylfa (BYGG). Félagið hóf byggingu turnsins árið 2007 og BYGG var þá aðalverktaki framkvæmdanna. Þær stöðvuðust í nóvember 2008 vegna fjárskorts. Farið var fram á greiðslustöðvun og félagið úrskurðað gjaldþrota í september 2010. Eftir sat fokheld hálfkláruð bygging, eig- endum Smáralindarinnar og íbúum í hverfinu til lítils augnayndis. Skiptum þrotabúsins lauk 16. desember síðastliðinn og þá fengu lánveitendur verk- efnisins tæplega 22 prósent upp í kröfur sínar. Kröfurnar námu rúmum 5,4 milljörðum króna. Löng framkvæmdasaga Eigendur Nýs Norðurturns 26,82% Glitnir 22,85% Íslandsbanki 14,9% Tryggingamiðstöðin 23% Hjúpur ehf.* 9,93% Lífeyrissjóður verkfræðinga 1,98% Grænistekkur ehf. sá góðum fræjum,“ segir Ríkharð. „Við gerðum okkur grein fyrir að það þyrfti þolinmæði til að ná þessum kjölfestuleigutökum. Það eru margar breytur sem þarf að skoða áður en samningum er lokað.“ Ríkharð segir bygginguna hafa verið í mjög góðu ástandi þegar félagið tók við henni miðað hversu lengi hún stóð hálfkláruð. „En það þurfti að sandblása og styrktarmæla og styrkja jarð- skjálftajárn með því að sjóða það að utan,“ segir Ríkharð. Hann segir markaðinn fyrir hús- næði af þessari stærð góðan. „Þetta er eina staðsetningin á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem býður upp á möguleika fyrir fyrir- tæki sem þurfa þrjú til fimm þús- und fermetra á einni staðsetningu. Í því tilliti höfum við verið að sjá smá ljós við endann á göngunum og að það sé markaður fyrir húsnæði af þessum gæðaflokki þar sem eru engin bílastæðavandamál.“ 0,49% Bilskirnir ehf. Nú er unnið að því að fá fulla nýtingu á húsið og það hafa verið viðræður í gangi við aðila sem eru spenntir fyrir því að koma inn í þetta en við erum fyrst að skoða kjöl- festuleigutaka í skrifstofu- húsnæði. Þetta tekur sinn tíma en það er búið að sá góðum fræjum. 14 H ÆÐIR Turninn gnæfir yfir Smáralindina og aðrar byggingar á svæðinu. *Dótturfélag Byggingarfélags Gylfa og Gunnars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.