Fréttablaðið - 14.05.2014, Side 46

Fréttablaðið - 14.05.2014, Side 46
Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Gengi gjaldmiðla Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskipti Eitt best geymda leyndarmál mannauðsstjórnunar á Íslandi er Cranet-rannsóknin sem Háskólinn í Reykjavík hefur framkvæmt á þriggja ára fresti frá árinu 2003. Markmið rannsóknarinnar er að skoða mann- auðsstjórnun í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Þjálfun starfsmanna – áhrifaþættir Fjölmarga áhugaverða punkta er að finna í niðurstöðum rannsóknar- innar. Sem dæmi má nefna að þegar stjórnendur eru spurðir hvaða þættir eru helst ráðandi varðandi ákvarð- anatöku um þjálfun og fræðslu starfsmanna, nefnir um helmingur svarenda að ný viðfangsefni í fyrir- tækinu ráði mestu. Aðeins lægra hlutfall nefnir frammistöðu starfs- manna en þá getur fræðslan bæði verið umbun eða til að auka færni sem ekki er talin næg. Þessi svör koma í sjálfu sér ekki á óvart. Það sem kemur aftur á móti á óvart er að um helmingur svarenda segir óskir starfsmanna vera ráðandi þátt í ákvarðanatökunni. Vissulega geta óskir starfsmanna og fyrirtækisins farið saman þegar kemur að þjálfun og er það vel en samt sem áður væri áhugavert að skoða þennan þátt betur. Og það sem kemur mest á óvart í svörum þátttakenda er að ein- ungis um 25 prósent þeirra nefna að stefnumörkun og framtíðarsýn fyrir- tækisins sé mikilvægur áhrifaþáttur þegar kemur að ákvarðanatöku um fræðslu og þjálfun. Þetta væri virki- lega áhugavert að skoða betur, það er af hverju fyrirtæki taka ekki meira mið af stefnu og framtíðarsýn þegar kemur að ákvarðanatöku – af hverju tekur fræðsla og þjálfun starfsmanna ekki meira mið af stefnu fyrirtækisins en raun ber vitni? Síðan svara um 15 prósent því til að framboð námskeiða sé áhrifaþátt- ur og er það vel skiljanlegt, námskeið eru auglýst, fá athygli, verða umtöluð og fleira. Kostnaður 2 prósent af launaveltu Hér leynast gríðarleg tækifæri til betri nýtingar fjármuna, aukinnar fram- leiðni og uppbyggingar fyrirtækisins til framtíðar. Oft er talið að kostn- aður við fræðslu og þjálfun sé um 2 prósent af brúttólaunaveltu fyrirtækja á Íslandi, sem eru gríðarlega miklir fjármunir. Þroski mannauðs- stjórnunar á Íslandi Hin hliðin MARTHA ÁRNA- DÓTTIR, FRAM- KVÆMDASTJÓRI DOKKUNNAR Harpa / Skeifan 6 / Keflavíkurvöllur / 5687733 / epal@epal.is / epal.is Tilboðsverð: 138.800kr* Fullt verð: 198.500kr FTSE 100 6.873,08 +21,33 (0,31%)USD 113,49 GBP 191,04 DKK 20,845 EUR 155,6 NOK 19,136 SEK 17,292 CHF 127,49 JPY 1,1097 13.05.2014 Ofan á allt saman er til umfjöllunar stóra kosningaloforðið – heimsmetið sem eftir á að afgreiða og er í miklum ágreiningi innan stjórnarflokk- anna eins og sést meðal annars á því að stjórnarmeirihlutinn skilar einungis minnihlutaálitum úr efnahags- og viðskiptanefnd. Bjarkey Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna á Alþingi í gær. 110% Ríflegar hækkanir Félag íslenskra atvinnuflugmanna gagnrýnir harðlega launastefnu Icelandair í nýjasta fréttariti sínu. Þar kemur meðal annars fram að laun stjórnarformanns Icelandair Group hafi hækkað um 110% frá árinu 2010. Þá hafi laun forstjóra Icelandair hækkað um 60,5% og laun forstjóra Icelandair Group hækkað um 13% á sama tíma en sá hafði 44,2 milljónir í árslaun í fyrra. Þeir segja starfsmenn ekki fá að njóta velgengninnar með fyrirtækinu þrátt fyrir góða afkomu og ríflegar hækkanir stjórnenda og eigenda. 957 MILLJÓNIR 4,3 milljarðar fyrir lóðir Landsbankinn keypti byggingarrétt við Austurhöfn fyrir nýjar höfuð- stöðvar sínar á 957 milljónir króna nú í maí. Söluaðilinn er félagið Situs ehf. sem er í eigu ríkissjóðs og Reykjavíkurborgar. Situs hefur selt fjórar lóðir síðan í mars 2013 á sam- tals 4,3 milljarða króna. Save the Children á Íslandi FRJÁLSI Á LISTA Lífeyrissjóður ársins Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn lífeyrissjóður ársins á Íslandi af fagtímaritinu Acquisition Inter- national. Þetta kemur fram í sérstakri útgáfu tímaritsins um verðlaunin sem eru veitt á hverju ári þeim sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði síðastliðna 12 mánuði. Frjálsi lífeyris- sjóðurinn er rúmlega 136 milljarðar króna að stærð.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.