Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2014, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 14.05.2014, Qupperneq 59
MIÐVIKUDAGUR 14. maí 2014 | SPORT | 31 FÓTBOLTI Þrjár umferðir eru að baki í Pepsi-deild karla og helm- ingur leikjanna átján hefur farið fram á gervigrasvöllum. Þetta er vissulega mjög óvenju- legt ástand og skemmtanagildið er ekki eins mikið ef marka má töl- fræðina. Það er nefnilega athyglis- vert að mun færri mörk eru skor- uð í gervigrasleikjunum en í þeim leikjum sem hafa verið spilaðir á náttúrulegu grasi. Leikmenn hafa skorað 26 mörk í níu grasleikjum, eða 2,9 að meðal- tali í leik, en mörkin hafa aðeins verið 15 í gervigrasleikjunum níu, sem gerir bara 1,7 mörk að meðal- tali. Þarna munar ellefu mörkum í jafnmörgum leikjum og þar með meira en einu marki að meðaltali í leik. Í fimm leikjum hefur verið skorað undir tveimur mörkum og þeir hafa allir farið fram á gervi- grasi, þar á meðal eina marka- lausa jafnteflið til þessa í sumar. Þriðja umferðin var ekki að hjálpa gervigrasinu í þessari tölfræðiúttekt enda voru aðeins skoruð samtals tvö mörk í þremur gervigrasleikjum í gær og annað þeirra kom úr vítaspyrnu. Það voru skoruð fimmtán færri mörk í fyrstu þremur umferðunum í ár en í fyrra og leikmenn deild- arinnar eru búnir að setja nýtt met í markaleysi í fyrstu þremur umferðunum í tólf liða deild. Það hafa öll lið nema eitt spil- að á gervigrasi í þessum þrem- ur fyrstu umferðunum en aðeins nýliðar Fjölnis hafa fengið alla leiki á grasi. KR og Fram hafa á móti spilað alla þrjá leiki sína á gervigrasi, þar af Framliðið alla leikina á gervigrasinu í Laugardal. Eins og staðan er núna fer eng- inn leikur fram á grasi í næstu umferð um næstu helgi en það gæti breyst snögglega eins og í aðdraganda síðustu umferða í Pepsi-deildinni. - óój Miklu minna af mörkum í gervigrasleikjunum Níu af átján leikjum Pepsi-deildar karla til þessa hafa farið fram á gervigrasi og tölurnar segja sína sögu. ALLIR Á GERVIGRASI Arnþór Ari Atlason og félagar í Fram hafa spilað alla þrjá leiki sína í Pepsi- deildinni í sumar á gervigrasinu í Laugardal. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Undirlagið skiptir miklu máli í Pepsi Hér fyrir neðan er samanburður á marka- tölfræði í fyrstu þremur umferðum Pepsi- deildar karla í fótbolta. LEIKIR Á GRASI 9 leikir, 810 mínútur 26 mörk (2,89 í leik) Mark á 31 mínútu fresti LEIKIR Á GERVIGRASI 9 leikir, 810 mínútur 15 mörk (1,67 í leik) Mark á 54 mínútna fresti GÓÐ UMFERÐ FYRIR ... ➜ Jóhannes Karl Guðjónsson, Fram Framarar unnu sinn fyrsta sigur í deildinni með marki úr vítaspyrnu frá Jóa Kalla. Jóhannes átti fínan leik en gerði það sem skipti máli og skoraði úr vítaspyrnunni. Það var létt yfir Safamýrarpiltum í leikslok enda þurgu fargi af mönnum létt. Heimi Guðjónsson, FH Heimi tókst loks að vinna KR aftur í deildinni og hafði betur gegn góðvini sínum úr ‚69-árgangi KR, Rúnari Kristinssyni. KR var fyrir leikinn í gærkvöldi búið að vinna fjóra leiki í röð gegn FH í deildinni. Vel uppsettur leikur hjá Heimi sem vann sanngjarnan sigur með FH-liðið. Lögregluna Lögreglan á höfuð- borgar-svæðinu var- aði vallargesti við því í gær að hún yrði á vaktinni og myndi sekta þá sem legðu ólöglega. Vallargestir á Samsung-vell- inum fóru illa út úr rassíu lögreglunnar sem skilaði miklum nettó- hagnaði eftir gærkvöldið. Keflavík 3 3 0 0 6-1 9 Fjölnir 3 2 1 0 6-2 7 FH 3 2 1 0 5-1 7 Stjarnan 3 2 1 0 3-1 7 Fram 3 1 1 1 3-3 4 Valur 3 1 1 1 3-3 4 Víkingur R. 3 1 1 1 2-4 4 KR 3 1 0 2 3-4 3 Fylkir 3 1 0 2 3-5 3 ÍBV 3 0 1 2 3-6 1 Breiðablik 3 0 1 2 2-5 1 Þór 3 0 0 3 2-6 0 NÆSTU LEIKIR Sunnudagur 18. maí: 17.00 FH - ÍBV, Þór - Stjarnan, 19.15 Keflavík - KR, Breiðablik - Fjölnir. Mánudagur 19. maí: 19.15 Víkingur R. - Fylkir, 20.00 Valur - Fram. MARKAHÆSTIR Hörður Sveinsson, Keflavík 2 Elías Már Ómarsson, Keflavík 2 Ólafur Karl Finsen, Stjörnunni 2 Kristján Gauti Emilsson, FH 2 Ármann Pétur Ævarsson, Þór 2 Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni 2 STAÐA MÁLA Velkomin í Háskólann á Bifröst – hvar sem þú ert! Öflugt meistaranám Háskólinn á Bifröst býður upp á spennandi meistaranám í fjarnámi þar sem áhersla er lögð á frumkvæði nemenda og möguleika þeirra til að takast á við áskoranir framtíðar. Háskólinn á Bifröst hefur áralanga reynslu í háskóla- kennslu í fjarnámi sem gefið hefur góða raun. Markmið skólans er að mennta samfélagslega ábyrga leiðtoga fyrir fjölbreytt atvinnulíf og samfélag. • Alþjóðaviðskipti – MS / MIB • Forysta og stjórnun – MS / MLM • Alþjóðleg stjórnmálahagfræði – MA • Menningarstjórnun – MA www.nam.bifrost.is Umsóknarfrestur rennur út 15. maí Meistaranám í fjarnámi:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.