Fréttablaðið - 24.05.2014, Page 20

Fréttablaðið - 24.05.2014, Page 20
24. maí 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 20 Frá því að nýr meirihluti tók við um mitt kjörtíma- bil má segja að skipt hafi verið um gír í Kópavogi. Í raun má segja að í tíð síðasta meirihluta hafi Kópavogur verið í hand- bremsu. Það er að mörgu leyti skiljanlegt því það er flókið að vera með fjögurra flokka meiri- hluta þar sem ólík sjón- armið og andstæðir kraftar eru sífellt að tak- ast á. Með tilkomu nýs meirihluta var strax hafist handa við að koma hreyfingu á hlutina. Það tókst og voru greinileg merki um viðhorfs- breytingu í bænum á fyrstu dögum meirihlutans. Við tók tímabil þar sem bærinn og atvinnulífið tóku höndum saman. Þess má víða sjá merki í bænum þar sem endur- reisn byggingamarkaðarins hófst í Kópavogi. Nú þegar hefur verið flutt inn í fjölmörg hús og íbúðir sem byrjað var á fyrir einungis tveimur árum. Kröftug uppbygging Við munum halda áfram kröftugri uppbyggingu íbúðahverfa sem var hrundið af stað þegar nýr meirihluti tók við en um leið verður áfram lögð áhersla á niðurgreiðslu skulda. Allar tekjur af lóðaúthlutunum munu fara í niðurgreiðslu skulda. Það er mjög mikilvægt að halda sig við þá stefnu því þar sparast 70-100 milljónir króna á ári af hverjum milljarði sem við greiðum upp. Þetta eru miklir fjármunir, ekki síst þegar horft er yfir heilt kjörtímabil. Þessa peninga er hægt að nota til að bæta þjónustuna við bæjarbúa. Við munum einnig halda áfram á braut skatta- og gjaldalækkana. Helsta áherslumál okkar á næsta kjörtímabili er að gera skólana okkar enn þá betri. Við munum halda áfram á þeirri braut sem við höfum markað og skilað góðum árangri. Við munum horfa til allra skóla og skólastiga. Við munum auka fjölbreytni í dægradvölinni og beita okkur fyrir því að heima- námið verði hluti af daglegu starfi dægradvalar. Við munum leggja áherslu á að skólarnir okkar séu í fremstu röð og nýti sér kosti upplýsingatækninnar. Kópavog- ur er íþróttabær Íslands og á síð- ustu árum hafa verið byggðir upp sterkir innviðir. Nú horfum við enn frekar inn á við og tvöföld- um íþróttastyrki barna og tryggj- um að Kópavogur verði áfram í fremstu röð. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hefur okkur tekist að snúa vörn í sókn. Við horfum björtum augum til framtíðar. Verum þess minnug að traust fjármálastjórn með lækkun skulda bæjarsjóðs og lækkun gjalda er ekki sjálfgefin. Við verðum að vinna markvisst að framgangi Kópavogs og það verður best gert með markvissum vinnubrögðum. Gylliboð stjórn- málaflokka mega ekki verða til þess að við beygjum af þeirri leið sem mörkuð hefur verið síðustu tvö árin. ➜ Verum þess minnug að traust fjármála- stjórn með lækkun skulda bæjarsjóðs og lækkun gjalda er ekki sjálfgefi n. Traust fjármála- stjórn, grunnur framtíðar Yfir gjaldkerastúkunum í Íslandsbanka í Lækjargötu er stórt auglýsingaplakat. Á myndinni er ung stúlka í júdógalla í íþróttasal. En hún er ekki í júdó heldur í símanum, hún starir á skjá- inn og er að gera eitthvað – hún er ekki hér, hún er annars staðar. Samtíminn í hnotskurn. Auglýsingin er ekki við- vörun frá Lýðheilsustofnun heldur hvatning frá bankanum sem sam- þykkir þessa staðalímynd, hann vill að séum ekki hér heldur í símanum, að nota appið þeirra. Við lifum í ríku samfélagi þar sem næstum allir á aldrinum 10 til 50 ára ganga um með 100.000 króna leikfang í hend- inni, litla tölvu sem er líka sími og lítur út eins og svartur spegill. Þetta er magnað tæki sem er sítengt við stafrænan alheim af öllu og engu, góðu og slæmu – við dýrkum tækið og dáum og verðum alltaf að eiga nýjustu útgáfuna því að við viljum ekki dragast aftur úr, verða púkó, missa af einhverju sem við erum samt ekki alveg viss um hvað er. Við hittumst á kaffihúsi en tölum varla við vini okkar, við störum í svarta spegilinn – kíkjum í það minnsta reglulega á hann, og alveg örugglega miklu oftar en við höldum eða viljum við- urkenna. Við laumumst til að kíkja á hann á fundum, í bílnum, í bíó, alls staðar og hvar sem er. Til að gá að hverju, vitum við það? Börnin okkar fylgjast með okkur stara í spegilinn. Við veitum þeim minni athygli, þau verða pirruð, þau gera okkur pirruð og á endanum réttum við þeim sím- ann svo að við fáum smá frið. Þau eru afskipt og verða síðan ofvirk af of mikilli örvun. Við erum líka að verða ofvirk, höldum ekki athyglinni nema í fáeinar sekúndur, missum þráðinn og okkur fer að leiðast – allt verð- ur að vera stutt og sniðugt, í lit og með hljóði. Við tökum myndir til að sanna að við höfum gert þetta, verið þar, en það sem við gerðum var bara að taka mynd og við vorum ekki þar heldur í símanum. Við mötum Netið af upplýsingum um okkur, við höldum að við séum í leik en það er verið að leika með okkur. Við flökk- um milli samfélagsmiðla, lækum, sérum, gerum eitthvað sniðugt, njósnum og skoðum kettlingamynd- bönd – við fjarlægjumst annað fólk, við verðum smám saman andfélags- leg því að samskiptahæfnin dofnar, við erum einangruð inni í svarta speglinum, kunnum ekki lengur kurteisi, sýnum ekki tillitssemi og verðum alltaf sjálfhverfari og sjálf- hverfari þangað til að við hverfum inn í sjálf okkur. Erum við í alvör- unni viðstödd eigið líf? Eigum við okkur líf? Eða erum við horfin inn í svarta spegilinn? Svarti spegillinn Það geta flestir sammælst um að Reykjavík er frábær borg. Einnig geta flest- ir sammælst um að það er gott að búa í velferðar- samfélagi þar sem hugsað er um náungann. Þeir sem verða fyrir atvinnumissi fá atvinnuleysisbætur og fólk sem ekki á rétt á atvinnu- leysisbótum getur fengið fjárhagsaðstoð frá sveitar- félaginu. Þessi fjárhagsað- stoð er þó ekki í takti við raunveruleikann. Okkur í Dögun finnst að fjárhagsaðstoðin mætti vera hærri. Þeir sem hafa enga atvinnu eða þurfa af öðrum ástæðum að þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg eiga mjög erf- itt með að láta enda ná saman. Margir geta það hreinlega ekki. Það er sér í lagi afar erf- itt fyrir einstæða foreldra að lifa af fjárhagsaðstoð. Húsaleiga í borginni er há og margir sem eru í eigin húsnæði þurfa að greiða háar fjárhæðir mánaðar- lega af húsnæðislánum. Skuldugir fasteignaeigend- ur sem vilja selja húsnæði sitt og fara á leigumark- að hætta sér ekki til þess eins og staðan er í dag. Barnafólk berst í bökkum og í Reykjavík þurfa for- eldrar t.d. að borga fyrir skóla- máltíðir barna sinna, sem ekki var áður. Það má segja að reikningar hrannist upp hjá þeim sem hafa úr litlu að moða. Dögun í Reykjavík lítur ekki undan þeirri staðreynd að aukin fátækt er raunveruleiki fjölda fólks í borginni. Það er skýrt markmið Dögunar í Reykjavík að koma betur til móts við lágtekju- fólk. Tekjutengja á frístundakort Það þarf að bregðast við bráða- vanda á húsnæðismarkaði. Dögun í Reykjavík vill að Félagsbústöðum hf. verði falið að byggja 300-400 bráðabirgðaíbúðir í borginni strax eftir kosningar. Dögun vill einnig að fjárhagsaðstoð til foreldra dugi fyrir framfærslu heimilisins með tilliti til fjölda barna. Einnig vill Dögun í Reykjavík að frístunda- kortið verði tekjutengt þannig að börn frá efnaminnstu heimilun- um fái mestan styrk. Stefna Dög- unar í Reykjavík er velferðar- og fjölskyldustefna. Meiri jöfnuð og minna mas, X-T. Meiri jöfnuð og minna mas STJÓRNMÁL Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi SAMFÉLAG Stefán Máni rithöfundur VELFERÐ Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir menningarmiðlari, í 12. sæti á lista Dögunar í Reykjavík Við kunnum vel að meta endurtekningar… Sendibílar ársins 2013 og 2014 Einn sigur er glæsilegur árangur, tveir sigrar eru enn betri! Ford er fyrsti framleiðandinn til að vinna titilinn Sendibíll ársins - International Van of the Year tvö ár í röð. Kíktu í kaffi og spjall. Í sameiningu finnum við hagstæða fyrirtækjalausn fyrir þig. FORD TRANSIT CONNECT FR Á 2.382.470 ÁN VSK FORD TRANSIT CUSTOM Ford Transit Connect, EcoBoost bensín 100 hö. beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,6 l/100 km. CO2 losun 129 g/km. Verð með bensínvél frá 2.990.000 m/vsk. Ford Transit Connect, 1,6TDCi dísil 75 hö. beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,4 l/100 km. CO2 losun 115 g/km. Verð með dísilvél frá 3.250.000 m/vsk. Ford Transit Connect með 1,6TDCi dísilvél og Start-Stop spartækni uppfyllir þau skilyrði sem þarf til að fá frítt í stæði í miðbæ Reykjavíkur í 90 mínútur í senn. Ford Transit Custom, 2,2TDCi dísil 100 hö. beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 6,9 l/100 km. CO2 losun 183 g/km. Verð frá 4.390.000 m/vsk. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Transit Custom Transit Connect FR Á 3.498.008 ÁN VSK KOMDU OG PRÓFAÐU SENDIBÍLA ÁRSINS Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 KR. KR. ford.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.