Fréttablaðið - 24.05.2014, Side 30

Fréttablaðið - 24.05.2014, Side 30
24. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Það er þessi fallega til-finning. Ég vil meina að töfrabrögð og sjón-hverfingar séu tilfinn-ingaleg upplifun sem heilinn nær ekki að tengja. Þetta er þriðja sterkasta tilfinningin í mannslíkamanum – að fá að upplifa eitthvað fallegt og geta sýnt öðrum það og upp- lifa tilfinninguna í gegnum þá,“ segir töframaðurinn Einar Mik- ael Sverrisson þegar hann lýsir því hvað heillar hann við töfrabrögð. Hann var þrettán ára þegar hann sá töfrabrögð í fyrsta sinn á Flór- ída í Bandaríkjunum og varð strax hugfanginn. Það var þó ekki fyrr en um áratug seinna sem hann ákvað að gera töfrabrögð að ævi- starfi sínu. Úr smíði í töfrabrögð „Ég hafði alltaf áhuga á töfra- brögðum en ég helgaði líf mitt þeim ekki fyrr en Ísland breyttist árið 2008. Ég er með sveinspróf í smíði og var búinn að vera sjálf- stætt starfandi smiður um tíma. Ég var næstum því búinn að vinna mig til dauða. Ég vann öll kvöld og allar helgar. Þetta var ekkert líf,“ segir Einar. Þegar fjármálahrun- ið dundi yfir landsmenn tók hann afdrifaríka ákvörðun sem hann sér ekki eftir. „Ég hugsaði með mér að á hverj- um einasta degi ætlaði ég að gera eitthvað skemmtilegt. Nú er ég búinn að vinna við töfrabrögð í fjögur ár og það eru algjör forrétt- indi. Ég vil meina að ég hafi fæðst til að gera þetta.“ Táraðist á töfranámskeiði „Fyrst þegar ég var að byrja skemmti ég mikið á árshátíðum og öðrum hátíðum. Ég fékk fljótt leið á árshátíðapakkanum því þá mætti ég bara, skemmti í tutt- ugu mínútur, allir voru fullir og enginn mundi eftir mér daginn eftir. Árið 2009 hélt ég töfranám- skeið á Skagaströnd sem breytti öllu. Þá kom til mín lítil fimm ára stúlka og spurði mig hvort ég gæti galdrað þannig að mamma hennar og pabbi væru ekki fátæk lengur. Ég tók skref til hliðar og táraðist. Þetta var mjög erfitt fyrir mig. Ég man ekki hvað ég sagði við hana en ég man að ég hugsaði að fyrst að þessi stúlka hefði þessa ofurtrú á að ég gæti hjálpað henni ætlaði ég að tileinka líf mitt því að hjálpa krökkum. Það að læra töfrabrögð gerir lífið einfaldlega skemmti- legra. Þau gera þig glaðan, styrkja sjálfstraustið og auka mannleg samskipti,“ segir Einar. Missti aldrei trúna Einar segir fólk hafa tekið frekar illa í það þegar hann sagði sínum nánustu að hann ætlaði að söðla um og gerast töframaður. „Mamma og pabbi náttúrulega afneituðu mér fyrstu tvö árin,“ segir Einar hlæjandi. „Til að byrja með báðu margir mig um að end- urskoða þessa ákvörðun. Það var alltaf verið að halda aftur af mér og mér sagt að það sem ég væri að gera væri illa gert og ömurlegt. Um leið og ég hætti að vera innan um fólk sem vildi draga úr mér og fór að hugsa um það sem ég vildi gera fór að ganga ofboðslega vel. Maður er bara í samkeppni við sjálfan sig. Maður á ekki að spá í því sem aðrir eru að gera þótt það sé í lagi að vera meðvitaður um það. Maður nær aldrei fullkomn- um árangri í fyrsta sinn en þá heldur maður áfram að bæta sig,“ bætir Einar við. „Í hvert skipti sem ég heyri nei þarf ég að fá já en kannski á annan hátt. Ef maður hugsar að eitthvað gangi ekki upp þá gengur það ekki upp. Ég hef aldrei misst trúna á það sem ég er að gera. Ég trúi á einstaklinginn og þann kraft sem er í okkur og umhverfinu sem við sköpum.“ Verslar á nóttunni Einar segir að fólk hafi ekki tekið hann sérstaklega alvarlega til að byrja með en nú sé hann „heims- frægur á Íslandi“. „Í fyrstu hugsaði fólk að ég væri eitthvað skrýtinn en atriðin sem ég var með til að byrja með voru líka svolítið skrýtin. Í dag trúir fólk öllu sem ég segi. Það er meira að segja pínulítið óþægilegt stundum hvað margir kannast við mig á Íslandi. Ég versla bara í Hagkaupi á nótt- unni svo ég fái frið. Mjög margir koma upp að mér og vilja fá mynd af sér með mér og það er ekkert mál. Stundum biður fólk mig líka um að láta eitthvað hverfa en þá segist ég bara hafa gleymt töfra- sprotanum mínum heima í hleðslu. Það virðist vera löggild ástæða,“ segir Einar í léttum dúr. Hann seg- ist aldrei fara út að skemmta sér. „Ég er alltaf að skemmta mér. Alla daga, allan daginn. Mér finnst ekkert gaman á skemmtistöðum. Ég þarf þess ekki. Ég drekk ekki áfengi og ég þarf ekki að vera fullur. Fólk talar oft við mig sem Einar Mikael töframann og vill þá ræða töfrabrögð og annað í þeim dúr. Stundum vil ég bara tala um eitthvað annað. Þá finnst mér gott að fara eitthvað erlendis því ég vil meina að ég sé heimsfrægur á Íslandi. Mér finnst gott að komast út fyrir landsteinana endrum og sinnum og bara fá að vera ég.“ Erfið forræðisdeila Einar segist hafa verið mjög virkt barn en vill alls ekki láta líta á það sem einhvers konar sjúkdóm. „Fólk segir oft að ég sé ofvirk- ur en ég lít á þetta þannig að fólk er með mismikla orku. Fólk með mikla orku hugsar öðruvísi. Ég hugsa á hreyfingu. Þetta er ekki sjúkdómur eða eitthvert ástand. Það geta einfaldlega ekki allir verið eins. En í skóla fór ekki lítið fyrir mér. Það vissu allir hver Einar var. Ég var alltaf að sprella og gera eitt- hvað skemmtilegt,“ segir Einar. Foreldrar hans skildu þegar hann var ungur og hann flutti oft á milli staða. „Ég held að ég hafi flutt 38 sinn- um áður en ég var átján ára í þrem- ur mismunandi löndum. Þannig að það var oft erfitt að eignast vini. En ég er með mikla aðlögunarhæfni. Mér er alveg sama hvar ég er, mér leiðist aldrei. Foreldrar mínir skildu þegar ég var fimm ára og við tók erfið og leiðinleg forræðisdeila. Ég átti ekki fullkomna foreldra og þau gerðu fullt af mistökum. En ég elska þau bæði og er búinn að fyrirgefa þeim það sem þau gerðu. Ef þú ert alltaf að rifja upp fortíðina kemstu ekk- ert áfram í framtíðinni. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. En það getur verið skemmtilegt og fallegt ævin- týri ef maður vill taka þátt í því.“ Aðspurður um einkalífið seg- ist Einar ekki hafa tíma fyrir sína eigin fjölskyldu núna. „Ég er ekki í sambandi eins og stendur. Ég ætla að eignast fjöl- skyldu þegar ég get gefið tilvon- andi kærustu minni og börnum allan minn tíma. Ég held að ég verði kominn með fjölskyldu eftir um það bil sjö ár. Það er allavega stefnan.“ Sextán kíló á tveimur mánuðum Einar er með heilagan klukkutíma á hverjum morgni þar sem hann hlustar á sjálfshjálparbækur og undirbýr sig andlega fyrir daginn. Honum finnst afar mikilvægt að vera í andlegu jafnvægi og setur sér markmið sem hann skrifar niður fyrir hvert ár. „Í fyrra skrifaði ég niður 24 risamarkmið. Í ár setti ég mér tíu markmið, til dæmis að létta mig. Ég tók mataræðið í gegn og er búinn að missa sextán kíló á tveimur mánuðum. Maður verður að setja sér markmið og hætta ekki fyrr en maður nær þeim,“ segir Einar. Hann hefur gefið út alls kyns varn- Lífið er ekki alltaf sanngjarnt Einar Mikael Sverrisson söðlaði um 23 ára gamall, hætti að vera smiður og gerðist töframaður. Fólk reyndi að halda aftur af honum og sagði að töfrabrögðin hans væru ömurleg. Hann lét það sem vind um eyru þjóta og trúir því að hann hafi fæðst til að töfra. Foreldrar hans skildu þegar hann var fimm ára og hann hefur fyrirgefið þeim erfiða forræðisdeilu. SJÖ ÁRA PLAN Einar Mikael ætlar að láta sinn æðsta draum rætast innan sjö ára en vill ekki segja hver sá draumur er. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Einar heimsótti Grænland fyrir stuttu með töfrakonunni Eyrúnu. Þau eyddu þar þremur dögum og héldu töfrasýningu, töfranámskeið og heimsóttu munaðarleysingjahæli þar sem þau skemmtu fyrir börnin. „Okkur leið eins og ofurstjörnum þarna. Við vorum umkringd alls staðar og fólk beið í röðum eftir miðum á sýninguna okkar. Það er erfitt fyrir mig að lýsa þessu. Við erum mjög þakklát og glöð með viðtökurnar,“ segir Einar. Stórstjörnur á Grænlandi Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is Þá kom til mín lítil fimm ára stúlka og spurði mig hvort ég gæti galdrað þannig að mamma hennar og pabbi væru ekki fátæk lengur. Ég tók skref til hliðar og táraðist. Þetta var mjög erfitt fyrir mig. Ég man ekki hvað ég sagði við hana en ég man að ég hugsaði að fyrst að þessi stúlka hefði þessa ofurtrú á að ég gæti hjálpað henni ætlaði ég að tileinka líf mitt því að hjálpa krökkum. ing tengdan töfrabrögðum og byrj- ar með sjónvarpsþátt á Stöð 2 í haust. „Þættirnir heita Töfrahetj- urnar – sýning aldarinnar. Eitt af því sem þátturinn snýst um er að gefa ungum töfrastrákum og töfra- stelpum tækifæri til að taka þátt í töfrasýningu aldarinnar. Ég ætla að halda áheyrnarprufur um allt land eftir rúmlega viku þar sem ég leita að þessum ungu hetjum. Það býr hetja í okkur öllum. Það er nóg fyrir okkur að gera eitthvert góð- verk eða hjálpa einhverjum til að verða hetja. Það þarf ekki að vera stórt. Maður þarf ekki alltaf að setja heimsmet.“ „Þetta er minn tilgangur“ En hvert er þá æðsta markmið Einars Mikaels töframanns? „Ég veit hvað ég þarf að gera og það gerist innan sjö ára. En markmiðið er leyndarmál,“ segir Einar dulur. „Auðvitað vil ég skoða möguleika erlendis í fram- tíðinni því ég vil að allur heim- urinn fái að njóta töfrabragða og sjónhverfinga. En akkúrat núna vil ég einbeita mér að Íslandi. Ég vil opna töfraheiminn fyrir öllum og deila þekkingu minni. Töfra- brögð fá þig til að hugsa skap- andi. Fá þig til að hugsa aðeins út fyrir rammann. Og um leið og þú veist að það er allt hægt eru þér engin takmörk sett. Þá geturðu allt. Draumar þínir rætast en þú verður að sækja þá. Ég elska það sem ég geri og ég er búinn að sjá hvað þetta gerir fyrir börn og fjöl- skyldur á Íslandi. Þetta er minn tilgangur.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.