Fréttablaðið - 24.05.2014, Side 43

Fréttablaðið - 24.05.2014, Side 43
GENGIÐ AÐ ELLIÐAÁM Náttúruganga verður frá Gerðubergssafni í dag kl. 14. Gangan er leidd af náttúrufræðingum og hefur sérstakt þema. Gengið verður niður að Elliðaám. Boðið hefur verið upp á göngur um helgar í næsta nágrenni bókasafna sem öll eiga það sameigin- legt að vera í nálægð við fjölskrúðuga náttúru. FINNUR MIKINN MUN Erna finnur mikinn mun á sér eftir að hafa dvalið á Heilsuhótelinu. Hún hefur farið þangað árlega undanfarin ár. MYND/VÍKUFRÉTTIR Erna Árnadóttir hefur farið árlega á Heilsu-hótel Íslands síðastliðin fimm ár og er alltaf jafn ánægð með dvölina þar. „Það er alltaf jafn notalegt að koma á Heilsuhótelið. Starfsfólkið er frábært og yndislegt og ég hitti alltaf skemmtilegt fólk þar. Ég verð bara eins og ný úr kassanum á eftir.“ Hefðbundin meðferð á Heilsuhótelinu tekur tvær vikur. Dagskráin er einföld og byggist á ákveðnu mataræði, þar sem aðaluppistaðan er grænmeti og ávextir, súpur og safar, heilbrigð hreyfing, sog æða- og bólgueyðandi nudd, gufuböð, hvíld og slökun. „Ég hef nýtt mér þjónustuna sem er í boði á hótel- inu. Á síðasta námskeiði var til dæmis boðið upp á jógatíma klukkan sjö á morgnana, sem mér fannst alveg frábært. Það er toppurinn á tilverunni að geta byrjað daginn á þennan hátt. Einnig var ég dugleg að nýta mér innrauða klefann, sem mér finnst ein- staklega gott að fara í. Hitinn í honum vinnur vel á öllum bólgum í líkamanum og ég bókstaflega fann þær hverfa úr mjöðmunum á mér en ég er með slit í mjöðmum. Fyrirlestrarnir eru líka frábærir og ég hef lært mikið af því að hlusta á þá. Í fyrsta skiptið sem ég fór tók ég ekki allt inn, það er svo mikið af upplýsingum sem eru gefnar þarna en smátt og smátt hef ég orðið meðvitaðri um hvað ég læt ofan í mig,“ segir Erna og brosir. Hún segist hafa breytt um lífsstíl að ákveðnu leyti eftir að hafa dvalið á Heilsuhótelinu. „Ég er hætt að nota hvítt hveiti og hvítan sykur. Ég hef líka oftar hætt við að fá mér eitthvað sem er ekki gott fyrir mig eftir að ég fékk aukna vitneskju um mataræðið og finn að mér líður betur eftir að hafa bætt það. Það er svo auðvitað aukabónus að hafa lést um nokkur kíló við dvölina á Hótelinu.“ Erna segist skilja af hverju allir séu að fara á Heilsuhótelið. „Mér líður alltaf svo vel eftir að hafa farið þangað og mæli með því fyrir alla. Svo hittist það þannig á að það er alltaf skemmtilegt fólk þar á þeim tíma sem ég hef verið þar, ég held að það sé bara skemmtilegt fólk sem velur að fara þangað,“ segir hún og hlær. EINS OG NÝ KONA HEILSUHÓTEL ÍSLANDS KYNNIR Erna Árnadóttir lætur vel af dvöl sinni á Heilsuhóteli Íslands enda hefur hún farið þangað fimm sinnum. Næstu námskeið við Heilsuhótel Íslands Heilsunámskeið, tvær vikur 6. - 20. september, örfá pláss laus 3. - 17. janúar 2014, vinsæll tími Munið að panta tímanlega Sími: 512 8040www.heilsuhotel.is 6.-20. júní, vinsæll tími Langar þig að starfa í ört vaxandi atvinnugrein – eða ertu starfandi í ferðaþjónustu? Kynntu þér spennandi nám sem býður upp á mörg tækifæri og möguleika Innritun lýkur . maí STARFSTENGT FERÐAFRÆÐINÁM Ferðamálaskólinn sími: 594 4020 Ævintýralegur starfsvettvangur FERÐAMÁLA SKÓLINN WWW.MK.IS Við skutlum Júlíu heim Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is Birtingur treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Júlíu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.