Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.05.2014, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 24.05.2014, Qupperneq 82
24. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 46 ÞESSA FALLEGU MYND TEIKNAÐI Elísa Ýr, nemandi í 3. bekk Seljaskóla. Kennari: Stafaðu orðið rúm. Drengur: Rúmm. Kennari: Slepptu öðru m-inu. Drengur: Hvoru? Nonni minn, hvað ertu að gera með þessa mýflugu? Ég ætla að gefa mömmu hana. Af hverju í ósköpunum? Nú, þú segir að hún geri alltaf úlfalda úr mýflugu! Af hverju er litla systir þín að gráta? Vegna þess að ég vildi ekki gefa henni af namminu mínu. Er nammið hennar búið? Já, hún var líka hágrátandi á meðan ég borðaði það. Brandarar Langaði þig alltaf að verða vísindamaður? Ég hef alltaf verið svakalega forvitinn. Hvað fannst þér skemmtileg- ast að læra í skólanum? Mér fannst skemmtilegast í smíðum og íslensku. Í smíðum vegna þess að þá fékk maður að sjá hvernig hlutir eru búnir til og íslensku vegna þess að þá fékk maður að sjá hvernig orð eru búin til. Hefurðu aldrei lent í neinu slysi þegar þú ert að gera tilraunir? Þegar ég var að taka upp þættina mína klifraði ég upp Perluna með ryksuguhönskum. Á leiðinni aftur niður var ég orðinn svo þreyttur í höndunum að ég missti takið– á Perlunni miðri– en sem betur fer var Hjálparsveit skáta í Reykjavík með mig í öryggislínu og bjargaði mér. Hvað þarf maður að borða til að verða svona gáfaður? Ég held ég sé alls ekki gáfaðri en nokkur annar– ég er alltaf að hitta bæði krakka og fullorðið fólk sem eru miklu klárari en ég. Hins vegar finnst mér ægilega gaman að elda – enda eru það mikil vísindi– og þá sérstaklega svokallaðar armadilló- kartöflur, sem eru undirbúnar og bakaðar eftir kúnstarinnar reglum. Eru mamma þín og pabbi aldrei pirruð á tilraununum þínum? Nei, ég held ekki. Ég er nefnilega afar duglegur að taka til eftir mig – sem er regla númer eitt þegar maður gerir tilraunir! Ef krakka langar til að verða vísindamenn þegar þau verða stór hvað eiga þau þá að gera? Lykillinn er að finna eitthvað sem þú hefur áhuga á og demba þér á bólakaf í það– hvort sem það heitir stærðfræði, eldflauga- smíðar eða bollubakstur. Ef þú hefur áhuga á því sem þú ert að gera verður allt miklu auðveldara. Hver er skemmtilegasta tilraun- in sem þú hefur gert? Í fyrra bjó ég til 700 lítra af slími og sökkti mér á bólakaf í það. Ég held að það sé uppáhaldstilraunin mín– nema þegar það þurfti að spúla mig með slöngu þegar ég kom upp úr því, auðvitað. Hvaða tilraun í bókinni er best að byrja á ef maður hefur aldrei gert tilraun áður? Það er tilraun í bókinni sem heitir „Tryllta jafn- vægistilraunin“ og er fullkomin fyrir nýja vísindamenn. Þú þarft ekkert nema sjálfa/n þig og smá pláss. Þetta er tilraun sem sýnir þér að það er hægara sagt en gert að halda jafnvægi þegar þú lokar augunum og hvers vegna það ger- ist. Prófaðu bara. Stattu á öðrum fæti með opin augun og prófaðu svo að loka þeim í smá stund. Jafnvægið fer út um gluggann! Hvort er skemmtilegra að vera með sjónvarpsþátt eða skrifa bók? Þetta er í raun svolítið líkt, því áður en þú leikur í þætt- inum þarftu að skrifa hann. Og eftir að þú hefur skrifað bókina ferðastu um og lest upp úr henni. Ég ætla að segja að þetta sé jafn skemmtilegt. Verðurðu aftur í sjónvarpinu næsta vetur? Já, svo sannar- lega! Við erum nú þegar byrjuð að taka upp nýjar og ótrúlega spennandi tilraunir. Ég ætla ekki að gefa neitt upp, en ég get þó sagt ykkur að himingeimurinn kemur við sögu í einni þeirra– í miklu návígi! Þá er ég líka þessa dagana að lesa mér til um risapöddur … Klifraði upp Perluna Ævar vísindamaður er búinn að gefa út nýja bók, Umhverfi s Ísland í 30 tilraunum! Hann er líka á fullu að taka upp sjónvarpsþætti fyrir næsta vetur og gera nýjar tilraunir. Og svo er hann að lesa um risapöddur … ÆVAR VÍSINDAMAÐUR MYND/LALLI SIG Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 97 „Jæja þá, sudoku gáta,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa hana,“ bætti hún við. Konráð horfði á gátuna. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við hana og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðin,“ sagði hún. „Allt í lagi,“ sagði Kata. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði hún montin. Heldur þú að þú getir leyst þessa sudoku gátu hraðar en Kata? 4 6 3 5 7 7 5 9 4 1 2 7 9 6 3 6 1 7 5 9 7 5 3 5 8 3 1 6 2 9 6 1 3 3 1 4 5 8 3 5 4 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.