Fréttablaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinaugust 2014næsti mánaðurin
    mifrlesu
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Fréttablaðið - 13.08.2014, Síða 23

Fréttablaðið - 13.08.2014, Síða 23
FARTÖLVUR MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Kynningarblað Fyrsta fartölvan, nýjungar og ýmis ráð. Mac Os X og iOs, sem eru væntan- leg í september, eru búin frábær- um eiginleikum sem gera not- endum mögu- legt að vinna í sama verkefni í ólíkum tækjum. „Þú getur til dæmis verið að vinna í verkefni í MacBook og með einni snertingu fært það yfir í iPad-inn eða iPhone-inn en eng- inn annar tölvuframleiðandi býður upp á jafn mikla samhæfingu milli tækja. Sömuleiðis má senda sms, hringja og svara í símann í tölvunni. Síminn getur bara verið í úlpuvas- anum. Ef fólk á AppleTV er jafn- framt hægt að spegla skjáinn á tölv- unni yfir á sjónvarpið þráðlaust og nota sjónvarpið eins og auka skjá- borð,“ útskýrir Sigurður Þór Helga- son, eigandi iStore í Kringlunni. 12 tíma rafhlöðuending MacBook Air 13“ er mest selda tölvan í iStore í ár. „Hún er með 12 tíma rafhlöðuendingu og því getur verið óþarfi að taka hleðslu- tæki með sér í skólann. Hún er fislétt miðað við aðrar sambæri- legar tölvur á markaðnum eða að- eins 1,3 kíló.“ Mac Book Pro Ret- ina er svo frábær fyrir þá sem vilja auðveldlega getað klippt hágæða vídeó, unnið ljósmyndir og spilað tölvuleiki, en upplausnin í skján- um er 2560x1600. Báðar tölvurnar eru með baklýst lyklaborð og SSD- diski sem er níu sinnum hraðari en hefðbundnir fartölvudiskar. Báðar þessar tölvur eru tilbúnar til notk- unar um leið og notandinn opnar þær, jafnvel þó að tölvan hafi verið heilan mánuð í hvíld (standby). Þær eru jafnframt búnar Thund- erbolt og USB 3 tengimöguleikum. Handhægar flýtiskipanir „Trackpad á Apple-fartölvum les fingrahreyfingar á sama máta og skjárinn á iPad en hægt er að notast við allt að fjóra fingur fyrir f lýtiskipanir. Meðal ann- ars til að fletta vefsíðum, stækka það sem er á skjánum eða skipta á milli forrita. Þetta er stillan- legt svo hver og einn getur búið til eigin f lýtiskipanir,“ útskýrir Sigurður. Frábærir hugbúnaðarpakkar fylgja Sigurður segir frábæran hugbún- aðarpakka fylgja hverri tölvu. Þar á meðal iPhoto, iMovie, Gar- ageBand, Pages, Numbers og Keynote en þrjú síðastnefndu forritin virka eins og Office- pakkinn og hægt er að vinna Power Point-, Excel- og Word- skjöl í þeim. Styrktarsjóður iStore Þess má geta að 1.000 krónur af hverri seldri tölvu renna í styrktar- sjóð iStore. Hingað til hefur versl- unin gefið 32 langveikum börn- um iPad en spjaldtölvurnar hafa hjálpað til við að örva hreyfigetu, tjáningu og þroska. Samhæfni, rafhlöðuending og hraði Einn helsti kostur Apple er hversu auðveldlega er hægt að láta öll Apple-tækin vinna saman. Á það jafnt við um tölvuna, iPad-inn, iPhone-inn og AppleTV-ið. Enginn annar tölvuframleiðandi býður upp á jafn mikla samhæfingu á milli tækja. MacBook Air er til í 11“ og 13“ stærð. Verð frá 154.990.- Hægt er að nota sjónvarpið sem aukaskjáborð með Apple TV. MacBook Pro Retina er kraftmikil tölva með háskerpuskjá. Verð frá 224.990.- Sigurður Helgason, eigandi iStore. Úrvalið er ríkulegt. iStore er sérverslun með Apple-vörur. Hún er til húsa á annarri hæð Kringlunnar.

x

Fréttablaðið

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Mál:
Árgangir:
23
Útgávur:
7021
Útgivið:
2001-2023
Tøk inntil:
31.03.2023
Útgávustøð:
Keyword:
Lýsing:
Dagblað
Stuðul:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar: 188. tölublað (13.08.2014)
https://timarit.is/issue/377361

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

188. tölublað (13.08.2014)

Gongd: