Fréttablaðið - 01.10.2014, Page 14

Fréttablaðið - 01.10.2014, Page 14
1. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 14 ÁSTAND HEIMSINS RANNSAKA EITURGUFUR Slökkviliðsmenn frá borginni Nagoya í Japan mæla eitur- gufur úr eldfjallinu Ontake, skammt frá Búddastyttu við tind fjallsins. Vegna auk- innar skjálftavirkni við fjallið er óttast að það muni gjósa á nýjan leik. Tugir manna fórust í eldgosinu og enn á eftir að flytja mörg lík niður af fjallinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í HVÍTA HÚSINU Narendra Modi, nýkjörinn forsætisráðherra Indlands, heimsótti Barack Obama Bandaríkjaforseta í Hvíta húsið á mánudag. Vel fór á með leiðtog- unum tveimur. HITTI HERMENN Arseniy Jatsenjúk, forsætisráðherra Úkraínu, gengur fram hjá úkraínskum hermönnum á herstöð í þorpinu Novi Petrivtsi í austurhluta landsins. Þrátt fyrir að vopnahlé hafi verið ákveðið fyrir þremur vikum hefur mikið ofbeldi verið á svæðinu að undanförnu, að minnsta kosti tólf manns verið drepnir og 32 hafa særst. HARRY POTTER-HEIMSMEISTARI 37 ára lögfræðingur í Mexíkó, Menahem Asher Silva Vargas, veifar töfrasprota fyrir framan safn sitt af Harry Potter-munum. Hann komst í heimsmetabók Guinness fyrir stærsta Harry Potter-safn í heimi. Í því eru meira en þrjú þúsund munir, þar á meðal spil, fígúrur, föt og fylgihlutir. TÝNDI FORELDRUNUM Tyrkneskur hermaður heldur í höndina á hinni tólf ára Sidru, kúrdískum flóttamanni, sem týndi foreldrum sínum í flóttamannabúðum við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Bandaríkjamenn og samherjar þeirra hafa varpað sprengjum á liðsmenn Íslamska ríkisins skammt frá landamærunum. HJÁ BRENNANDI VEGARTÁLMA Ung, grísk Rómakona stendur við brennandi vegartálma á meðan á mótmælum stendur í borginni Aþenu. Gríska Rómasamfélagið hefur mótmælt áætlunum stjórnvalda um að vísa fólkinu úr borginni þar sem það hefur sest ólöglega að og færa það yfir á afskekkt svæði í sveitinni. 1 1 4 4 2 2 5 5 3 3 6 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.