Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2014, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 01.10.2014, Qupperneq 26
 | 4 1. október 2014 | miðvikudagur „Ég er sannfærður um að athugun- in eigi eftir að leiða í ljós að fram- kvæmdin sé hagkvæm en við erum ekki að stefna að því að ríkið fjár- magni og reki verksmiðjuna,“ segir Þorsteinn Sæmundsson um þings- ályktunartillögu sína og sex ann- arra þingmanna Framsóknarfl okks- ins um stofnun áburðarverksmiðju. Í tillögunni er lagt til að ríkið fjár- magni athugun á því hvort hag- kvæmt sé að reisa 120 milljarða króna verksmiðju í Helguvík eða Þorlákshöfn sem gæti framleitt 700 þúsund tonn af áburði og sama magn af kalsíumklóríði. Ekki nógu hipp og töff Tillagan var einnig lögð fram á síð- asta þingi en náði þá ekki fram að ganga og er nú endurfl utt óbreytt. Hugmyndin er umdeild og tillagan hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir að útskýra ekki nógu vel hvað fl utningsmönnum hennar gengur nákvæmlega til. Þorsteinn segir gagnrýnina byggjast á misskilningi. „Það virðist einhver hafa haldið að hér ætti að byggja 1954 módel af Áburðarverksmiðju ríkisins og síðan hafa menn étið þetta upp hver eftir öðrum. Við viljum einungis að ríkið kosti athugun á því hvort verkefnið sé hagkvæmt. Síðan hafa margir rekið upp stór augu og spurt af hverju ríkið eigi að gera það. Þá bendi ég á að þingmenn taka oft ákvarðanir um að veita ívilnanir í skattaumhverfi nu, setja fé ríkis- sjóðs í dýr verkefni og breyta lögum um málefni sem varða atvinnulífi ð. Því er mjög eðlilegt að ríkið komi að svona hagkvæmniathugunum. En mörgum fi nnst þetta rosalega hall- ærislegt og ekki veit ég af hverju,“ segir Þorsteinn. Hann nefnir einnig að mikið hefur verið vitnað í þann hluta til- lögunnar þar sem segir að verk- smiðjan geti skapað vel launuð störf og þannig vakið „ungum Íslending- um von í brjósti um að stjórnvöld ætli að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni“. „Það sem við meinum með því er að rétt tæp 40 prósent af þeim störfum sem verða til í verksmiðju sem þessari eru störf sem krefjast mikillar menntunar í fögum eins og efnafræði, verkfræði, viðskipta- fræði og svo framvegis,“ segir Þor- steinn og heldur áfram: „Ég veit ekki hvað mönnum fi nnst hipp og töff. Við erum búin að reyna að selja hver öðrum verðbréf. Það fór illa hjá okkur en það þótti voða- lega flott. En mér finnst eins og mönnum þyki ekki eins fl ott að gera eitthvað áþreifanlegt.“ Óttast ekki samkeppni og sveiflur Í tillögu sjömenninganna er vísað í skýrslu OECD þar sem segir að auka þurfi matvælaframleiðslu í heiminum um 50 prósent á næstu tuttugu árum. Þar er einnig full- yrt að heimsmarkaðsverð á áburði muni „að öllum líkindum haldast hátt í næstu framtíð vegna aukinnar ræktunar matvæla sem nauðsyn er á til að brauðfæða síaukinn mann- fjölda“. Verð á áburði sveifl ast hins vegar, og hefur lækkað talsvert frá árinu 2008 þegar það náði hámarki, en Þorsteinn segist ekki óttast verð- sveifl ur. „Ég get ekki séð niðursveifl una. Það er verið að nota tvö prósent meira af áburði á hverju ári en árið áður og það mun halda áfram. Það sem gæti þó verið ógn í þessu tengist aukinni notkun á jarðgasi í heiminum sem notað er til að kynda svona verksmiðjur. Gasið er ódýr- ara en rafmagn en ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því. Þó menn séu nú með tímabundið hagstætt verð á gasi eigum við ekki að láta það aftra okkur í að nota okkar ódýru orku hér á Íslandi.“ Þorsteinn segir að hann óttist ekki heldur samkeppni frá stórum erlendum áburðarframleiðendum sem margir hverjir framleiða millj- ónir tonna á hverju ári. Hann segir að erfi tt geti reynst að markaðssetja framleiðsluna en sér í þeim efnum fyrir sér að hægt verði að fara í samstarf við erlenda framleiðend- ur. Hann nefnir meðal annars fyrir- tækið IFFCO CANADA sem undir- býr nú byggingu áburðarverksmiðju í Québec-fylki. „Mér skilst að ekki sé loku fyrir það skotið að við getum gengið í samstarf við eitthvert af þessum stórfyrirtækjum. Svo er IFFCO einnig samvinnufélag bænda, eins og okkur vantar svo mikið hér á landi, og það talar einnig um að skapa vel launuð gæðastörf.“ Fór sjálfur til Fertils ehf. Aðspurður segir Þorsteinn að hann hafi lengi gengið með hugmynd um að fá það kannað hvort hér geti á ný risið áburðarverksmiðja. „Ég held að kveikjan hafi verið þegar gamla Áburðarverksmiðja ríkisins var seld til Afríku. Skömmu seinna hækkaði áburðarverð upp úr öllu valdi og við fórum að eyða mikl- um gjaldeyri í þetta. Það var kveikj- an að þessu hjá mér og ég hef talað um þetta á fundum í Framsóknar- fl okknum í fi mm til tíu ár.“ Í tillögunni er sagt frá hópi áhugamanna sem hefur unnið frum- áætlun um byggingu áburðarverk- smiðju hér á landi. Nokkrum dögum eftir að tillagan var lögð aftur fram var greint frá því á Vísir.is að sá hópur er félagið Fertil ehf. Það hefur stefnt að byggingu áburðar- verksmiðju um nokkurt skeið. Í des- ember 2009 greindi Morgunblaðið frá því að áætlanir forsvarsmanna Fertils um framleiðslu á 700 þúsund tonnum af áburði á ári, og 780 þús- und tonnum af kalíumnítrati, væru langt á veg komnar. „Ég frétti af þessum hópi um það leyti sem ég samdi þessa tillögu. Þá hafði ég samband við þessa ágætu menn og komst að því hvað þeir eru að hugsa og vísaði til þeirra áforma í tillögunni. Það verður því hægt að ganga í smiðju þessa áhugahóps við gerð hagkvæmniathugunarinnar og ríkið þyrfti því ekki að byrja með autt blað,“ segir Þorsteinn. Hann segist ekki vita til þess að forsvars- menn Fertils tengist Framsóknar- fl okknum á einn eða annan hátt. „Ég hef ekki spurt þessa ágætu menn hvaða stjórnmálaskoðan- ir þeir hafa. En það er til ofsa- lega mikið af framsóknarmönn- um á Íslandi og ég þekki þá ekki alla,“ segir Þorsteinn og bætir við að áætlanir félagsins miðist við að meirihluti fjárfestingarinnar verði erlendur. Leitaði ekki út fyrir þingflokkinn Þorsteinn er sannfærður um að þingsályktunartillagan fái stuðn- ing meirihluta þingmanna en tekur fram að hann hafi ekki leitað eftir stuðningi úr öðrum fl okkum áður en hann lagði tillöguna aftur fram. „Þar sem ég hef fengið tækifæri til að kynna þetta mál fyrir alvöru hefur mér fundist menn taka þessu vel. Og ég hef þá trú á þingmönnum að þeir séu upp til hópa það fram- sýnir að þeir sjái tækifærin sem liggja í þessu. Við þurfum jú líka fjölbreytni hér og ég held að það séu allir sammála um að síðasta álverið sé byggt eða um það bil. En eins og ég segi þá er fyrsta skrefi ð að fl ytja þessa tillögu og koma henni til atvinnuveganefndar og ég efast ekki um að að slíkri athugun lokinni verði menn sannfærðir um að þetta sé vel gert.“ Fullviss um að tillagan verði samþykkt á þingi Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður segist sannfærður um að bygg- ing 120 milljarða áburðarverksmiðju sé hagkvæm framkvæmd. Hann segir ekki stefnt að því að ríkið fjármagni og reki verksmiðjuna. REYNIR AFTUR Þorsteinn Sæmundsson er fyrsti flutningsmaður þings- ályktunartillögunnar um stofnun áburðarverk- smiðju en sama tillaga var lögð fram á síðasta þingi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EINSTÖK TILBOÐ! Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is TILBOÐ GERÐU FRÁBÆR KAUP NISSAN PATHFINDER SE Nýskr. 06/08, ekinn 94 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 3.990.000 TILBOÐSVERÐ! 2.990 þús. KIA CARENS Nýskr. 05/08, ekinn 142 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 1.990.000 TILBOÐ kr. 1.490 þús. HYUNDAI IX35 Nýskr. 06/11, ekinn 113 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 3.390.000 TILBOÐ kr. 2.890 þús. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 04/11, ekinn 120 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 3.420.000 TILBOÐ kr. 2.990 þús. TOYOTA YARIS TERRA Nýskr. 03/13, ekinn 53 þús km. bensín, beinskiptur. Verð áður kr. 2.350.000 TILBOÐ kr. 1.880 þús. RANGE ROVER SPORT Nýskr. 12/07, ekinn 86 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 7.980.000 TILBOÐ kr. 6.290 þús. TOYOTA LAND CRUISER 150 Nýskr. 10/11, ekinn 105 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 7.690.000 TILBOÐ kr. 6.790 þús. Rnr. 281887 Rnr. 102116 Rnr. 281899 Rnr. 131062 Rnr. 120360 Rnr. 151317 Rnr. 281689 GÖNGUM FRÁ FJÁRMÖGNUN Á STAÐNUM WWW.BÍLALAND.IS VIÐTAL Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.