Fréttablaðið - 01.10.2014, Side 50

Fréttablaðið - 01.10.2014, Side 50
USD 121,24 GBP 196,27 DKK 20,52 EUR 152,7 NOK 18,8 SEK 16,69 CHF 126,57 JPY 1,10 Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Gengi gjaldmiðla Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskipti STJÓRNAR - MAÐURINN Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. STJÓRNARMAÐURINN las því af athygli grein forstjóra Kaffitárs í Markaðnum í síðustu viku, þar sem hún gagnrýndi fyrir- komulag við útboðsferlið, og að til standi að gera samning við „alþjóðlegt stórfyrir- tæki sem rekur um þrjú þúsund verslanir og sérhæfir sig í rekstri í flugstöðvum”. Í tengslum við útboðsferlið hefur jafnframt komið fram að danska kaffi- húsakeðjan Joe & the Juice sé eitt þeirra fyrirtækja sem fái pláss í flugstöðinni, og þá væntanlega sem undirleigutaki hjá fyrrnefndu alþjóðlegu stórfyrirtæki. Fréttir hafa verið sagðar af því að þetta fari fyrir brjóstið á þeim sem fyrir eru á fleti, enda þyki skorta á íslenskan varning og áherslur hjá Joe & the Juice. FORSTJÓRI KAFFITÁRS og kollegar hennar spila þarna út þekktu spili, sem sumir myndu kalla útlendingsspilið, og gefa í skyn að Isavia sé að bregðast þjóð sinni. Rétt hefði verið að úthluta leigu- plássum í fríhöfninni á þjóðernislegum forsendum. Stjórnarmaðurinn er sem fyrr segir aðdáandi Kaffitárs, enda fyrirtækið eitt þeirra sem þakka má þá framúrskarandi kaffimenningu sem nú þrífst á Íslandi. Hann er þó ósammála því að sérstök þjóðernisrök eigi að ráða för þegar versl- unarplássi er úthlutað. ÞESS UTAN er hæpið að segja Kaffitár að einhverju leyti „íslenskara“ en til dæmis Joe & the Juice. Kaffitár er tiltölulega hefðbundin kaffihúsakeðja að erlendri fyrirmynd – stjórnarmaðurinn veit a.m.k. ekki til þess að hafin sé kaffibaunarækt í ylhúsum í Hveragerði. Með sömu rökum er hæpið að kalla Joe & the Juice „danska kaffihúsakeðju”, enda íslensk útgáfa þess ágæta staðar rekin af hérlendu rekstrarfélagi, með íslenska kennitölu og höfuðstöðvar, þótt félagið borgi vafalaust erlendu eignarhaldsfélagi mánaðarlegt leyfisgjald. Við skulum því anda rólega, og fagna því að „alþjóðlegt stórfyrirtæki” sækist eftir því að stunda viðskipti hér á landi. Að gleypa fréttatilkynningu STJÓRNARMANNINUM hefur lengi þótt vanta ákafann í íslenska viðskiptablaða- menn, enda virðist nokkuð landlægt í þeirri ágætu stétt að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Því kom honum ekki á óvart að sjá einfaldar fyrirsagnir á borð við „MP banki selur MP Pension Fund Baltic”, þegar greint var frá sölu MP banka á litháísku dótturfélagi sínu. Þarna vantaði að menn spyrðu sig hvers vegna bankinn losaði þessa erlendu eign sína, sem á tíma gjaldeyrishafta hlýtur að teljast nokkuð eftirsóknarverð. Kannski hefði eðlilegri fyrirsögn verið eitthvað á þessa leið: „Vantar MP banka reiðufé?“ Vondir útlendingar @stjornarmadurinn Sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptatengd málefni. F A S TU S _H _3 7. 09 .1 4 frábær leið til þrekþjálfunar heima Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Hammer Cardio þrekhjól Veit á vandaða lausn Þrekhjól Cardio XTR • verð kr. 95.000,- m.vsk. Þrekhjól Cardio XTR Þrekhjól Cardio X1 Þrekhjól Cardio X1 • verð kr. 75.000,- m.vsk. • Stærð 86x48x135 cm • Þyngd 22 kg • Hámarksþyngd notanda 120 kg • Beltadrifið með 5 kg kasthjóli • 11 þjálfunarprógröm, þar af 4 hjartaþjálfunarprógröm • Skjár sýnir: vegalengd, tíma, hraða, snúninga/mín, hitaeiningar og púls • Stærð 95x55x129 cm • Þyngd 32 kg • Hámarksþyngd notanda 130 kg • Beltadrifið með 8 kg kasthjóli • Þjálfunarálag 35-260 Wött • Hentar vel til hjartaþjálfunar og hægt að stilla inn efri mörk hjartsláttar • Er með púlsmæli í handföngum • Skjár sýnir: vegalengd, tíma, hraða, snúninga/mín, hitaeiningar og púls Nýttu tímann þinn vel og stundaðu þrekþjálfun heima þegar tækifæri gefst með þrekhjólunum frá Hammer. Margar góðar stillingar gera þér kleift að laga æfinguna að þínum þörfum. Frábær leið til að koma sér í betra form með lítilli fyrirhöfn - og veðrið úti skiptir ekki máli. Hjólin eru auðveld í uppsetningu, fyrirferðarlítil og með notendavænar stillingar. 33.400 TONNA AFLI Aflaaukning hjá HB Granda Síldar- og makrílafli skipa HB Granda nú í sumar nam alls 33.400 tonnum. Það mun vera lítilsháttar aukning milli ára því í fyrrasumar var sambærilegur afli um 32.400 tonn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjávarútvegsfyrirtækinu. Skip og togarar HB Granda veiddu samtals 10.389 tonn af síld í sumar samanborið við 13.616 tonn árið 2013. Makrílveiðar skiluðu 22.918 tonnum í sumar en 18.619 tonnum á sama tímabili í fyrra. 29.9.2014 „Á dögunum kom fram nýtt þing- mál um að framlengja auðlegðarskatt til að fjármagna nýjan Landspítala. Flutningsmenn eru Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Þóra Árnadóttir og ég sjálf. Gert er ráð fyrir að byggingin taki fimm ár með þessari fjármögnun. Peningarnir eru til og það er sanngjarnt að sækja þá til að borga spítalann. Það má ekki bíða lengur.“ Svandís Svavarsdóttir alþingismaður FTSE 100 6,622.72 - 23.88 (0.36%) Vöruskiptin hagstæð í ágúst Í ágústmánuði voru fluttar út vörur fyrir 47,2 milljarða króna og inn fyrir 42,8 milljarða. Vöruskiptin í ágúst, reiknuð á fob-verðmæti, voru því hagstæð um tæpa 4,5 milljarða króna. Frá þessu er greint í frétt á vef Hagstofu Íslands. Þar segir að vöruskiptin hafi verið hagstæð um 6,3 milljarða í ágúst 2013 á gengi hvors árs. „Fyrstu átta mánuði ársins 2014 voru fluttar út vörur fyrir 363,7 milljarða króna en inn fyrir 375,4 milljarða króna fob. Vöruskiptin við útlönd voru því óhagstæð um 11,7 milljarða króna, reiknað á fob-verðmæti, en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 23,5 milljarða á gengi hvors árs,“ segir í frétt Hagstofunnar. 11,7 MILLJARÐA HALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.