Fréttablaðið - 01.10.2014, Page 60

Fréttablaðið - 01.10.2014, Page 60
1. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 32 Meistaramánuður hefst í dag en í honum skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér persónuleg markmið. Markmiðin eru af ýmsu tagi; allt frá því að huga betur að heilsunni og hreyfa sig meira yfir í að rækta betur vini og fjöl- skyldu, fara fyrr á fætur eða lesa fleiri bækur. Rannsóknir sýna að það taki 30 daga að koma sér upp nýjum venjum. Fjölmargir hafa skráð sig til leiks og Fréttablaðið fékk nokkra þátttakendur í mán- uðinum til þess að segja frá sínum markmiðum. Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. ➜ Stunda jóga eins og vindurinn „Ég ætla að fara á fætur klukkan sjö og eiga alls konar huggulegar morgun- stundir. Svo ætla ég að prófa vegan- mataræðið sem verður mesta áskorunin þar sem Steinþór ætlar að taka paleo og verður skellandi einhverjum gras- fóðruðum steikum á pönnuna daginn út og inn,“ segir hún og vísar í kærasta sinn, Steinþór Helga Arnsteinsson, sem einnig tekur þátt. „Svo ætla ég að vera algjör Jógi björn og halda áfram að stunda jóga eins og vindurinn.“ BERGLIND PÉTURSDÓTTIR DANSARI ➜ Drekka meira vatn og rækta vináttuna „Ég ætla að drekka meira vatn á hverjum degi, reyna að ná tveimur lítrum á dag. Ég ætla líka að fara á þriggja daga djúskúr og reyna að djúsa einu sinni í viku í framhaldi af því,“ Hún ætlar líka að vera dugleg að rækta samskipti við fjölskyldu og vini. „Ég ætla að bjóða vinum og fjölskyldu oftar heim í bröns eða kvöldmat .“ ÁSA OTTESEN, MARKAÐSFULLTRÚI HJÁ TE OG KAFFI ➜ Sleppa sykri og áfengi „Ég ætla að rækta vini mína. Síðan ætla ég að lesa allavega eina bók og taka tölvuna mína aldrei með upp í rúm. Ég ætla líka að sleppa sykri, hreyfa mig allavega í 30 mínútur á dag og sleppa öllu áfengi.“ ANÍTA ELDJÁRN LJÓSMYNDARI ➜ Elda nýja rétti og gefa blóð „Ég ætla að einbeita mér að því að borða hollt og á réttum tíma. Svo hef ég sett mér það takmark að fara þrisvar sinnum í ræktina í viku. Ég ætla að reyna að lesa þrjár bækur og hætta að skoða símann eftir að ég er komin inn í svefnherbergi. Einnig ætla ég að taka mig á í eldhúsinu og elda einn rétt í viku sem ég hef ekki eldað áður. Svo ætla ég að gefa blóð og muna að taka nótu fyrir öllu sem ég kaupi.“ HULDA HALLDÓRA TRYGGVADÓTTIR STÍLISTI ➜ Fara snemma að sofa „Ég ætla að reyna að vera meiri svona „hipster“, meira svona „analog“ í október. Út með skyndibitann og elda heima. Ég ætla að halda tölvu/snjall- símanotkun í lágmarki (kannski lesa bók!) og fara snemma að sofa. Svo með áfengið, þá verður það í hæsta lagi einn og einn hipsterabjór frá Borg.“ JÓN ÞÓR FINNBOGASON TROMMARI Tískuvikunni í París lýkur í dag. Þó að fötin á pöll- unum séu aðalatriðið er götutísk- an oft ekkert síðri. Köfl óttar fl íkur voru áberandi á tískuvikunni í París um helgina ➜ Ólympískar lyftingar „Markmiðin fyrir Meistaramánuð í ár eru þau að ég ætla á námskeið í ólymp- ískum lyftingum. Takmark mitt síðustu þrjú ár er að geta troðið í körfu. Ég hef hins vegar aldrei verið nær takmarki mínu og trúi að ólympísku lyftingarnar séu það sem þarf til að skjóta mér upp í hæðir sem ég ætti ekki að ná sökum genetískrar ólukku. Ég ætla líka að elda meira. ATLI FANNAR BJARKASON, RITSTJÓRI NÚTÍMANS FALLEGUR KÖFLÓTT- UR KJÓLL Í ANDA MCQUEEN PEYSAN OG PILSIÐ ERU TÖFF SAMAN FLOTT Í KÖFLUM VIÐ KÖFLÓTT VÍNRAUÐ- UR OG DÖKK- BLÁR ERU ALLTAF GÓÐ BLANDA BER- LEGGJUÐ VIÐ KÖFL- ÓTTAN JAKKA LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.