Fréttablaðið - 21.02.2015, Síða 6
21. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6
SAMGÖNGUR Strætó bs. sendi
frá sér yfirlýsingu í gær í kjöl-
far fréttaflutnings af erindi Guð-
bjargar Kristínar Ludvígsdóttur
þar sem hún deildi hart á öryggi
fatlaðs fólks í umferðinni. Guð-
björg sagði í erindi sínu að öryggi
fatlaðra í hjólastól væri langt frá
því að vera tryggt í bílum sem
sinna slíkri akstursþjónustu.
Í yfirlýsingu Strætó kemur fram
að ásakanirnar sem þar hafi komið
fram eigi ekki við rök að styðj-
ast. Þegar farið hafi verið í end-
urskoðun á ferðaþjónustu fatlaðra
hafi ein helsta forsendan verið sú
að auka öryggi og gæði þjónust-
unnar. Jóhannes Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Strætó, segir nýja
bíla akstursþjónustunnar upp-
fylla öll öryggisskilyrði. „Það er
smá misskilningur í þessu ferli
öllu saman, við erum með samn-
inga um tvær gerðir af bílum, svo-
kallaður a- og b-hluti. Þar er gerð
krafa um það að bílarnir séu með
bakstuðningi og öryggisbelti fyrir
hjólastóla og festingar. Hins vegar
er varaforði í kerfinu sem kallast
varabílar, leigubílar. Þar eru bílar
sem gætu ekki uppfyllt þessi skil-
yrði eins og staðan er í dag, þó að
við séum að stefna þangað að það sé
krafa, þá er öryggi þeirra farþega
ekki eins vel tryggt,“ segir hann.
Jóhannes segir að leigubílarnir
hafi sinnt þessum akstri undan-
farin 25 ár án athugasemda. „En
við erum að stefna að því að allir
bílar sem eru að keyra undir okkar
merkjum uppfylli þessi skilyrði.“
Guðbjörg sagði í samtali við
Fréttablaðið í gær að það væri
staðreynd að slys yrðu í bílunum
vegna þess en erfitt væri að vita
tíðni þeirra.
Bergur Þorri Benjamínsson,
varaformaður Sjálfsbjargar, seg-
ist hafa reynt að fá upplýsingar
um tíðni slysa sem tengjast akst-
ursþjónustu fyrir fatlaða en ekki
haft erindi sem erfiði. „Ég hef
leitað eftir upplýsingum um það
en það er eins og menn hafi eitt-
hvað mikið að fela. Það er farið
með þetta eins og mannsmorð. Ég
hef beðið landlækni um tölfræð-
ina og Landspítalann líka. Þá er
bara farið að þvaðra um einhverja
persónuvernd. Ég er ekki að biðja
um nöfn og kennitölur heldur bara
tölur. Ég veit ekki af hverju þetta
ætti að vera eitthvert leyndar-
mál,“ segir Bergur og tekur fram
að ef einhver vafi leiki á örygg-
inu þá eigi að gera allt þess að
laga það. „Ef einhverjum öðrum
þjóðfélagshóp yrði sagt að hann
ætti hugsanlega að búa við skert
öryggi þegar farið er frá a-b þá
myndi enginn sætta sig við það.“
viktoria@frettabladid.is
Öryggi farþega mis-
jafnlega vel tryggt
Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir bíla fyrirtækisins sem sinna ferðaþjónustu
fatlaðra búna öryggisbúnaði sem uppfylli allar gæðakröfur. Hins vegar sinni
leigubílar líka akstrinum en þeir eru ekki í öllum tilvikum búnir þessum búnaði.
VÍSINDI Inga Dóra Sigfúsdóttir,
prófessor við Háskólann í Reykja-
vík, fær tvær milljónir evra, eða
um 300 milljónir íslenskra króna,
í rannsóknarstyrk frá Evrópu-
sambandinu. Inga Dóra er annar
Íslendingurinn sem hlýtur svo
háan styrk, að því er segir í frétt
HR. Rannsóknir Ingu hafa staðið
yfir í tvo áratugi og snúast um
líðan ungs fólks á Íslandi. Niður-
stöðurnar eru notaðar um gjör-
valla Evrópu til forvarnarstarfs.
Í tilkynningu HR segir að um
gríðarlega viðurkenningu sé að
ræða fyrir áratuga starf Ingu og
íslenskt fræðasamfélag. - ibs
Íslenskur prófessor styrktur:
300 milljónir
króna frá ESB
FERÐAÞJÓNUSTA Fjögur skemmti-
ferðaskip með á fjórða þúsund
farþega koma til Íslands sér-
staklega vegna sólmyrkvans 20.
mars og norðurljósanna. „Þetta
er skemmtileg nýbreytni varð-
andi skemmtiferðasiglingar til
Íslands. Það hefur ekki gerst áður
að skemmtiferðaskip komi hingað
um vetur,“ segir Jóhann Bogason,
verkefnisstjóri hjá TVG-Zimsen,
í fréttatilkynningu frá fyrirtæk-
inu.
Um er að ræða ellefu daga sigl-
ingu á norðurslóðir og munu öll
skipin koma til hafnar í Reykja-
vík. Uppselt er í siglingarnar. - ibs
Vetrarsiglingar til Íslands:
Skemmtiferða-
skip í mars
HEILBRIGÐISMÁL Opið hús verður
hjá Hjartaheillum að Síðumúla 6
á morgun, sunnudag, frá kl. 11 til
16 í tilefni GoRed-átaksins. Átak-
inu er ætlað að fræða konur og
karla um hjarta- og æðasjúkdóma
sem eru algengasta dánarorsök
kvenna á Íslandi.
Konum verða boðnar mælingar
á blóðþrýstingi, kólesteróli, blóð-
sykri og súrefnismettun og verð-
ur fagdeild hjartahjúkrunarfræð-
inga á staðnum.
Flutt verða fræðsluerindi og
úthlutað úr rannsóknarsjóði
GoRed á Íslandi. - ibs
Opið hús hjá Hjartaheillum:
Mælingar á
blóðþrýstingi
INGA DÓRA SIGFÚSDÓTTIR Rannsakar
líðan ungmenna.
SKEMMTIFERÐASKIP Á fjórða þúsund
farþegar koma með fjórum skemmti-
ferðaskipum í mars.
Leikskólinn á
Þórshöfn er
sprunginn
1 ÞÓRSHÖFN Íbúar Þórshafnar á Langanesi
kalla eftir nýjum leikskóla
í bæjarfélagið. Nú eru 37
börn í skólanum og nokkur
börn á biðlista og komast þar
af leiðandi ekki strax inn í
skólann. Öflugt atvinnulíf er í
sveitarfélaginu þar sem Ísfélag
Vestmannaeyja er með öfluga
vinnslu. Foreldrar í bæjar-
félaginu kalla því eftir nýju og
stærra leikskólahúsnæði til
þess að öll börn komist inn í
leikskóla.
Þjóðvegi eitt
lokað í sex vikur
2 ÁRBORG Vegagerðin hefur auglýst lokun á þjóðvegi eitt
í gegnum Selfoss. Lokunin varir
frá 25. febrúar næstkomandi í
allt að sex vikur. Framkvæmdir
við gatnamót Austurvegar og
Tryggvagötu á Selfossi er ástæða
lokunarinnar. Vegfarendum sem
leið eiga í gegnum bæinn er
beint á hjáleið í gegnum íbúða-
hverfi en þungaflutningar þurfa
að fara örlítið lengri hjáleið. Að
meðaltali fara um sjö þúsund
bílar á sólarhring um veginn.
Eygló þjappar sveitarstjórn saman
3 SKAFTÁRHREPPUR Eygló Kristjánsdóttir, frá-
farandi sveitarstjóri Skaftár-
hrepps, stappaði stálinu
í sveitarstjórn hreppsins
þegar slit á ráðningarsamn-
ingi hennar var til umfjöll-
unar í sveitarstjórn. Óskaði
hún í bókun að allir gætu
enn unnið saman að góðum
málum fyrir hreppinn.
Enginn eiginlegur meirihluti
var í sveitarfélaginu og unnu
allir listar saman. Ó-listi
telur nú það samkomulag
fokið út í veður og vind við
starfslok Eyglóar.
LANDIÐ
1
2 3
SEGIR BÍLANA ÖRUGGA Framkvæmdastjóri Strætó segir öryggisbúnað í nýjum
bílum akstursþjónustunnar uppfylla öll skilyrði. Hins vegar sjái leigubílar um hluta
akstursins og þar sé öryggi farþega ekki jafn vel tryggt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ég hef beðið land-
lækni um
tölfræðina og
Landspítal-
ann líka. Þá
er bara farið
að þvaðra um
einhverja
persónuvernd.
Bergur Þorri Benjamínsson,
varaformaður Sjálfsbjargar.
FJÖLMIÐLAR Fréttablaðið og Stöð
2 hlutu fjórar tilnefningar til
Blaðamannaverðlauna ársins
2014.
Viktoría Hermannsdóttir er
tilnefnd fyrir umfjöllun um inn-
flytjendur. Ólöf Skaftadóttir er
tilnefnd fyrir viðtal við tvíburana
Kára og Halldór Auðar- og Svans-
syni. Fyrir rannsóknarblaða-
mennsku ársins eru tilnefndir
Garðar Örn Úlfarsson og Þor-
björn Þórðarson fyrir umfjöll-
un um flugslysið við Akureyri.
Í þeim flokki er einnig tilnefnd
Hrund Þórsdóttir á Stöð 2 fyrir
umfjöllun um lyfjamistök. Allar
tilnefningar má sjá á Vísi. - kbg
Blaðamannaverðlaun 2014:
Fimm tilnefndir
á fréttastofu 365
2
0
-0
2
-2
0
1
5
2
1
:4
6
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
E
0
-C
4
D
0
1
3
E
0
-C
3
9
4
1
3
E
0
-C
2
5
8
1
3
E
0
-C
1
1
C
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
1
2
0
s
C
M
Y
K