Fréttablaðið - 21.02.2015, Side 8

Fréttablaðið - 21.02.2015, Side 8
21. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 OPIÐ Í DAG FRÁ KL. 12–16 NÝR NISSAN X-TRAIL BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 NÝR NISSAN X-TRAIL ACENTA PLUS DÍSIL EYÐSLA 5,1 L/100 KM* 5.790.000 KR. Sjálfskiptur, framhjóladrifinn, 7 sæta. *Miðað við uppgefnar tölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri. Afhending 10 megavatta (MW) af raforku í núverandi flutningskerfi er aðeins möguleg í tveimur lands- hlutum – Suðvesturlandi og á hluta Norðvesturlands. Slitnað hefur upp úr samningaviðræðum milli Lands- virkjunar og fyrirtækja sem óska eftir orkukaupum vegna þessara takmarkana í flutningskerfinu og þannig eru stór erlend fjárfestinga- verkefni í hættu. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Óla Grétars Blöndal Sveinssonar, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Landsvirkjunar, á aðalfundi Samorku sem haldinn var í gær. Fundurinn ályktaði að íslenska raforkukerfið væri í alvar- legum og vaxandi vanda vegna hindrana á uppbyggingu og við- haldi – en þessi vandi hefur verið til umfjöllunar hér á landi um árabil. Það hefur kristallast í spurningunni um hvort tengja eigi saman flutn- ingskerfi landshluta með háspennu- línu yfir hálendið, eða með því að styrkja byggðalínuna sem fyrir er. Óli sagði einnig í erindi sínu að virkjaðar auðlindir væru ekki nýttar til fulls vegna takmarkana í flutningskerfinu, en að hans sögn takmarkar flutningskerfið vinnslu- getu Landsvirkjunar um sem nemur um 100 gígavattstundum (GWh) á ári. Loks torveldar þessi staða þróun nýrra virkjunarkosta, enda óvissa um flutning orkunnar frá virkjunum. Óþolinmóð Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, tók í sínu erindi undir áhyggjur og ályktanir fundarins um að staðan á flutningskerfinu væri grafalvarleg. Hún lýsti því yfir að þess væri að vænta að nokkuð myndi liðkast um skipulagsmálin með tveimur þing- málum sem hún er vongóð um að verði leidd til lykta á yfirstandandi vorþingi; um kerfisáætlun Lands- nets og þingsályktun um málefni loftlína og jarðstrengja. Óþolinmæði ráðherra gagn- vart 3. áfanga rammaáætlunar var öllum fundarmönnum ljós og nefndi hún sérstaklega velþókn- un sína á mjög umdeildri tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjóra virkjunarkosti í nýt- ingarflokk úr biðflokki, til viðbót- ar við Hvammsvirkjun – sem hún sagði mjög skynsamlega. Tilefnið var önnur ályktun aðalfundarins um að Alþingi færi fleiri orkukosti í nýtingarflokk. Flutningur orku mikill flöskuháls Uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni er þröngur stakkur skorinn vegna takmarkana í flutningskerfi raforku. Sveitarstjórnarmenn norðanlands og austan lýsa þungum áhyggjum. Þolinmæði iðnaðar- og viðskiptaráðherra vegna seinagangs við uppbyggingu er á þrotum. HÁSPENNA Uppbygging flutnings- kerfisins hefur þvælst á milli aðila um árabil og lokaniður- staðan er fjarri því í hendi. FRÉTTABLAÐIÐ/SAJBJARNI TH. BJARNASON PÁLL BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Óttast stöðnun Kannski birtist vandinn sem við er að etja – og allir eru sammála um að þurfi að leysa þótt leiðirnar til þess séu bitbein – þegar sveitar- stjórnarmenn stigu í pontu og gerðu grein fyrir þýðingu flutn- ingsvanda raforku fyrir byggðir norðan- og austanlands. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjar stjóri í Fjarðabyggð, minnti á að uppbygging í orkumálum og álvers á Reyðarfirði hefði átt að vera fyrsta skrefið til þróunar atvinnulífs á Austurlandi en mögu- lega væri þeirri uppbyggingu sam- fara uppbyggingu stóriðju stefnt í uppnám. Einnig væri framþróun í sjávarútvegi, m.a. með rafvæðingu, ógnað. Milljarða fjárfesting í gíslingu Það var ekki síður þungt yfir Bjarna Th. Bjarnasyni, sveitar- stjóra í Dalvíkurbyggð. Í sínu erindi sagði hann frá því að raf- orkuþörf Eyjafjarðar væri um 100 megavött í dag og færi vaxandi. Aðeins eru framleidd átta megavött á svæðinu og nauðsyn flutnings raf- orku á svæðið æpandi, sagði Bjarni sem greindi frá erlendum aðila sem óskar eftir 10 MW í atvinnuskap- andi fjárfestingu, sem metin er á 17 milljarða, í Dalvíkurbyggð, sem skapa myndi um 120 ný störf og umtalsverðar tekjur fyrir sveitar- félagið og þjóðfélagið í heild. Sú erlenda fjárfesting er ekki í hendi vegna flutningsvandans. Bjarni sagði „öfgahópa“ ekki mega stöðva uppbyggingu flutn- ingskerfis raforku og stjórnmála- menn, sveitarstjórnarfólk og hags- munaaðila vera sofandi á verðinum. 2 0 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 6 F B 1 2 0 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 E 0 -D 8 9 0 1 3 E 0 -D 7 5 4 1 3 E 0 -D 6 1 8 1 3 E 0 -D 4 D C 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 1 2 0 s C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.