Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2015, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 21.02.2015, Qupperneq 40
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Edduverðlaunin verða afhent í kvöld þar sem mikið verður um dýrðir. Meðal þeirra sem eru tilnefndir er Helgi Björnsson. Hann hlaut tilnefn- inguna besti leikari í aukahlut- verki fyrir hlutverk sitt í kvik- myndinni París norðursins. „Það verður nóg að gera um helgina,“ svaraði Helgi þegar við slógum á þráðinn til hans. Hann ætlar þó að vera í fríi frá söng og leik. Í gærkvöldi var hann viðstaddur afhendingu Íslensku tónlistar- verðlaunanna en þar koma allir helstu tónlistarmenn landsins saman. Síðan er það Eddan í kvöld þar sem kvikmynda- og sjónvarpsfólk hittist. Hann segist ekki vera búinn að semja ræðuna, ef hann skyldi vinna. „Maður spinnur bara eitthvað á staðnum ef til þess kemur.“ Á Eddunni hittist bransinn og allir í sínu fínasta pússi. „Það er virkilega skemmtilegt að gleðjast með þessu fólki. Hátíðin er ekki síst mikilvæg fyrir það fólk sem vinnur á bak við myndavélina. Það er stór hópur, frábærir fagmenn sem starfa bæði við íslenskar kvikmyndir og á al- þjóðlegum markaði. Kvikmynda- gerðin er orðin stór atvinnugrein sem skiptir verulegu máli. Ekki er langt síðan þetta fagfólk var í annarri vinnu meðfram þar sem verkefnin voru ekki nægi- lega mörg. Nú hefur þetta breyst og margir sem starfa við kvik- myndagerð eru í fullu starfi. Það er ánægjuleg þróun,“ segir Helgi. PABBAR SEM GRÁTA Helgi fagnaði þrjátíu ára starfs- ferli síðasta haust. Í tilefni af því fór hann í vel heppnaða tónleika- ferð um landið. Hann á farsælan feril að baki en mörg laga hans hafa orðið feikilega vinsæl og þjóðin syngur gjarnan þegar hún er í góðu skapi. Má þar nefna lög eins og Mér finnst rigningin góð og Þúsund sinnum segðu já með Grafík og síðan lög eins og Geta pabbar ekki grátið sem Helgi söng með Sssól. Undanfarin ár hefur Helgi gert vinsælar plötur með Reiðmönnum vindanna en mörg þeirra laga hljóma reglu- lega á öldum ljósvakans. Í haust kom síðan út lagið Ég fer á Land Rover frá Mývatni til Kópaskers sem náði miklum vinsældum. Hann segist nú reyndar ekki bruna um landið á Land Rover heldur á Dodge. „Þetta lag varð einmitt til á ferðalagi um landið. Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð og alls staðar mikil stemn- ing.“ Þegar Helgi er spurður hver sé galdurinn á bak við þessar vinsældir segist hann ekki átta sig á því. „Ég veit ekki hvernig ég á að svara því. Ég hef alltaf haft mjög gaman af fallegum og grípandi melódíum. Áhersla mín er kannski á slík lög auk þess sem ég vil vera einlægur og sannur gagnvart hlustendum. Ég hef undanfarið sungið mikið lög eftir aðra, gömul og góð lög, en nú langar mig að leggja meiri áherslu á frumsamda tónlist. Ég er að vinna að slíkri plötu og lag- ið Ég fer á Land Rover er fyrsta lagið sem kemur út af henni. Síðan verða fleiri lög í þessum anda. Ég hef samið töluvert af lögum og þau hafa safnast upp, mörg eru ekki enn fullunnin. Áður setti maður ófullgerð lög inn á segulband en nú dælist þetta inn á tölvuna. Sum verða að „barni“ en önnur ekki. Ég býst við að koma einu lagi út í vor eða sumar en platan kemur síðan út með haustinu.“ ÁSTRÍÐAN Í LÍFINU Helgi hefur haft mikið að gera undanfarið. Fyrir utan tónleika kemur hann fram á alls kyns mannfögnuðum, á árshátíðum, í brúðkaupum, afmælum og því um líku. „Það er yndislegt að fá tækifæri til að vinna við það sem manni þykir skemmtilegt. Vinnan er í raun mín ástríða. Ég get því ekki kvartað,“ segir hann. Það hefur farið minna fyrir vinnu í leikhúsum og Helgi segist sakna þess. Hann hefur meira verið á hvíta tjaldinu, síðast í París norðursins og Hross í oss. „Ég tók síðast þátt í leiksýningu með Vesturporti 2012. Ég væri alveg til í að kíkja aftur á leik- sviðið, ég myndi að minnsta kosti ekki hafna tilboði. Leik- húsið bindur mann á staðnum en þar sem ég hef dvalið mikið í Berlín undanfarin ár hefur það ekki hentað mér. Svo eru alltaf einhverjar kvikmyndir á teikni- borðinu sem bíða fjármagns og maður veit aldrei hvenær af þeim verður.“ ÓVÆNT RÓMANTÍK Það er konudagur á morgun. Þar sem Helgi er rómantískur sjarmör er sjálfsagt að spyrja hvað hann ætli að gera fyrir frúna, Vilborgu Halldórsdóttur. „Jú, ég er rómantískur. Það er nauðsynlegt til að halda í lit- brigði lífsins. Ég gæti hugsað mér að vakna snemma í fyrra- málið, fara í blómabúð og kaupa eitt tonn af rósum sem ég dreifi um svefnherbergið og fram á bað. Læt renna í baðið og sæki EINLÆGUR OG RÓMANTÍSKUR SJARMÖR POPPARINN Helgi Björnsson, söngvari og leikari, höfðar vel til þjóðarinnar með lögum sínum. Hver smellurinn á fætur öðrum flýgur upp vinsældalistann. Um þessa helgi verður Helgi þó hvorki á Mývatni né Kópaskeri. 30 ÁRA FERILL Helgi segist vera rómantískur og finnst gaman að koma eiginkonunni á óvart. Ekkert frekar á konudegi en öðrum dögum ársins. „Ég er ekki rómantískur á ákveðnum dögum heldur þegar mér dettur það í hug. Þá verður það óvænt og skemmtilegt.“ MYND/STEFÁN Kynning í Heilsuhúsinu, Kringlunni í dag, laugardag, frá kl. 14-17 20% afsláttur á Dr. Organic á meðan kynningunni stendur. Fæst í öllum apótekum – Hagkaup – Fjarðarkaup – Heimkaup – Heilsuver – Heilsulausn.is Vinsamlegast láttu vita í gjaldfrjálst númer 800 1177 eða á dreifing@postdreifing.is Hjálpaðu okkur að bæta þjónustuna. Blaðið á að berast þér fyrir kl. 7:15 virka morgna og 8:15 á laugardögum FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í MORGUN? KOM ÞAÐ OF SEINT? 2 0 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 6 F B 1 2 0 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 E 1 -2 7 9 0 1 3 E 1 -2 6 5 4 1 3 E 1 -2 5 1 8 1 3 E 1 -2 3 D C 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 1 2 0 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.