Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2015, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 21.02.2015, Qupperneq 42
FÓLK|HELGIN BÖRNIN „Þau eru mjög ólík- ir karakterar, Vikt- or er rosalega ljúf- ur og blíður, hún er miklu ákveðn- ari og algjör töff- ari. Það kom mér á óvart hve snemma karakterinn kemur í ljós.” ● SÝNING Í tilefni af konudeginum á sunnudag verður Arna Vals- dóttir með listamannaspjall í Ásmundarsafni á sunnudag klukkan 15. Hún mun ræða við gesti um verk sitt á sýningunni Vatnsberinn: Fjall+Kona sem nú stendur yfir í Ásmundar- safni. Á sýningunni er þess minnst að á árinu 2015 eru 100 ár liðin frá því að konur fengu kosn- ingarétt á Íslandi. Hin kunna höggmynd Ásmundar Sveins- sonar, Vatnsberinn (1937), er þungamiðja og leiðarstef sýningarinnar. Á sýningunni verða önnur valin verk Ás- mundar í samtali við verk þeirra Örnu Valsdóttur, Daníels Magnússonar, Kristínar Gunn- laugsdóttur, Níelsar Hafstein, Ólafar Nordal, Ragnhildar Stefánsdóttur og Sigurðar Guðmundsson- ar. Sýningin stendur til 26. apríl 2015. Sýningar- stjóri er Harpa Björns- dóttir. FJALL+KONA Sigríður Beinteinsdóttir hefur lengi verið ein af uppáhalds-söngkonum þjóðarinnar. Hún er reyndur Eurovisionfari og kom fram á dögunum í undan keppni Söngva- keppni Sjónvarpsins með öðrum dívum sem hafa farið í lokakeppnina. Þar sungu þær lagið Non ho l’età sem vann keppnina árið 1964 en Ellý Vil- hjálms söng lagið á íslensku undir heitinu Heyr mína bæn. „Þetta var æð- islega skemmtilegt, þær eru allar svo yndislegar, þessar söngkonur, og ég held að það hafi skinið í gegn hjá okk- ur hvað okkur fannst þetta frábært,“ segir Sigga. Aðspurð segir hún þær hafa fengið fyrirspurnir um að koma aftur fram saman og hún segir það vel geta verið, það komi bara í ljós. MARÍA NÆR LANGT Í EUROVISION Sigga var búin að segja að lögin Once Again og Unbroken með þeim Friðriki Dór og Maríu Ólafsdóttur yrðu efst í keppninni áður en úrslita- keppnin í Söngvakeppninni fór fram um síðustu helgi. „Ég setti þessi lög á toppinn og var viss um að Unbrok- en myndi vinna. Hún María sem syngur Unbroken er alveg frábær, hún hefur svo mikla útgeislun og fallega nærveru og ég veit að hún á eftir að standa sig vel. Ég held að þetta lag geti gert mikið fyrir okkur úti, það hef- ur einhvern erlendan blæ yfir sér sem ég held að eigi eftir að virka vel. Það lag er aðeins hraðara en Once Again og ég held að það gefi okkur meira en ballaða, annars var Friðrik Dór alveg frábær líka. Það var gaman að sjá svona mikið af ungu fólki í keppninni en það var komin þörf á að fá meira af nýju fólki inn í tónlistarlífið hér á Ís- landi. Mér fannst lögin í ár mikið betri en oft áður, það voru mun fleiri lög góð núna.“ PABBI KEMUR Á ALLA TÓNLEIKA Sigga er með mörg járn í eldinum þessa dagana en meðal verkefna eru tónleikar á Akureyri þann sjöunda mars næstkomandi. „Við Guðrún Gunnars og Jógvan Hansen höfum verið með tónleikana Við eigum sam- leið – lögin sem allir elska í einhvern tíma í Salnum. Þetta er mjög skemmti- legt verkefni þar sem við syngjum gömlu, góðu íslensku lögin sem við Guðrún dáðum og dýrkuðum þegar við vorum litlar. Svo kemur Jógvan ferskur inn því hann er bara ellefu ára gamall Íslendingur eins og hann segir sjálfur þannig að þessi skemmti- legu gömlu lög eru ný fyrir honum. Á milli laga segjum við sögur og gerum grín hvert að öðru og lögunum, þetta er mjög létt og skemmtilegt og fólki hefur líkað þetta vel. Nú ætlum við að bjóða Norðlendingum upp á þetta og ferðast eitthvað um landið með tón- leikana en svo verðum við í Salnum síðasta vetrardag,“ segir Sigga. Hún segir fólk á mjög breiðu aldursbili hafa gaman af tónleikunum. „Pabbi minn kemur til dæmis á alla tónleika hjá okkur. Hann verður 83 ára á árinu og hann elskar þetta. Svo erum við að sjá fólk alveg frá þrítugu, þetta eru lög sem svo margir þekkja og kunna.“ SÖNGVABORG FIMMTÁN ÁRA Sigga hefur í gegnum árin átt sér marga unga aðdáendur en hún og María Björk gáfu saman út mynd- diskana um Söngvaborg. „Nú er Söngvaborg orðin fimmtán ára og við erum að hugsa um að hafa stóra afmælisveislu í sumar fyrir alla litlu stubbana og erum auk þess að undir- búa nýja Söngvaborg 7. Við höfum lengi fengið fyrirspurnir um hvort við ætlum ekki að gefa út nýja Söngva- borg og ætlum nú að verða við þeim óskum en okkur finnst þetta alltaf ofsalega skemmtileg verkefni.“ EKKI MJÖG RÓMANTÍSK Í kvöld verður Sigga að spila með Stjórninni á árshátíð en bandið hittist annað slagið og setur saman dagskrá þegar óskað er eftir því. „Stjórnin hef- ur alltaf verið stemningsband og við leggjum mikið upp úr því að ná upp stuði og spila það sem fólk vill heyra. Þetta er annasöm helgi hjá mér og ég verð að spila lengi fram eftir í kvöld og fæ því að sofa út á konudaginn á morgun.“ Hún svarar því hlæjandi að það sé aldrei að vita hvort hún fái svo morgunmat í rúmið í tilefni dagsins. „Ég hef seint verið talin rómantísk sjálf en ég vona að ég skáni nú eitt- hvað með aldrinum. Það er mikið að gera hjá okkur báðum í vinnu og að hugsa um börnin þannig að lítill tími gefst fyrir rómantík en maður verður að reyna,“ segir hún og brosir. TVÍBURARNIR ÓLÍKIR KARAKTERAR Sigga og kona hennar, Birna María Björnsdóttir, eiga saman tvíburana Viktor Beintein og Alexöndru Líf sem verða fjögurra ára í apríl. „Lífsstíll minn hefur breyst mjög mikið eftir að við eignuðumst þau. Núna nýti ég dag- inn í að vinna í því sem er á döfinni og að búa til verkefni. Þegar klukkan er orðin fjögur þá loka ég tölvunni og er með þeim, það er bara yndislegt. Þau eru mjög ólíkir karakterar, Viktor er rosalega ljúfur og blíður, hún er miklu ákveðnari og algjör töffari. Það kom mér á óvart hve snemma karakterinn kemur í ljós. Ég hélt að við fengjum einstaklinga í hendurnar sem hægt væri að móta nánast að eigin vild en þegar maður kynnist þessu sjálfur þá sér maður að börn fæðast með sterkan karakter. Tvíburarnir eru á svo skemmtilegum aldri núna að við erum hlæjandi út í eitt. Það er ofsalega gaman að heyra þau tala saman og ég segi stundum eina góða sögu af þeim. Þau voru að leika sér inni í herbergi og ég heyrði Alexöndru biðja Viktor um að koma í feluleik, þá svarar hann: „Nei, ég er hræddur um að týnast.“ Hún svarar þá bara „ó“ eins og það gæti alveg gerst og þau hætta við leikinn,“ segir Sigga og hlær sínum smitandi hlátri. ■ liljabjork@365.is SPÁÐI RÉTT UM SIGURLAGIÐ REYNDUR EUROVISIONFARI Sigga Beinteins hefur nóg að gera um helgina við að syngja og hugsa um litlu tvíburana sína. SIGGA BEINTEINS ætlar að verja tíma með fjölskyldunni um helgina auk þess að syngja með Stjórninni í kvöld. MYND/GVA 2 0 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 6 F B 1 2 0 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 E 1 -2 2 A 0 1 3 E 1 -2 1 6 4 1 3 E 1 -2 0 2 8 1 3 E 1 -1 E E C 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 1 2 0 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.