Fréttablaðið - 21.02.2015, Page 76

Fréttablaðið - 21.02.2015, Page 76
KYNNING − AUGLÝSINGHúðflúr LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 20154 Húðflúrstofan Bleksmiðjan var opnuð í Skipholti árið 2010 en flutti á Kirkjuteig 21, eða í gamla Laugarnesapótek, fyrir nokkru. Þau Sigrún Rós Sig- urðardóttir og Ingólfur P. Heimis- son stofnuðu stofuna en fljótlega bættist Dagur Gunnarsson í hóp- inn. „Við Ingi höfðum lengi verið að grúska í myndlist og vorum bæði á myndlistarbraut í FB. Hann hefur verið að flúra frá því um aldamótin og við kynntumst í raun þannig að hann var að flúra mig,“ útskýrir Sigrún. „Við kynnt- umst svo Degi stuttu síðar og lík- aði það sem hann var að gera.“ Sigrún segir meira en nóg að gera á stofunni og eru allir starfs- menn bókaðir fram á haust. „Við erum hins vegar að fá til okkar tvo gestaflúrara í næstu viku sem taka að sér nýja kúnna.” Spurð að því hvað einkenni stofuna segir hún þau öll hafa mis- munandi stíl. „Dagur er svolítið í Old School og New School, Ingi í andlits- og raunsæismyndum og ég í vatnslitamyndum. Ann- ars gerum við allt milli himins og jarðar og viðskiptavinir geta valið um mjög fjölbreytta stíla. Þá leggj- um við ríka áherslu á notalegt og þægilegt andrúmsloft og að fólki líði vel hjá okkur. Við viljum ekki að það fái menningarsjokk þegar það labbar hérna inn.“ Sigrún segir húðflúr orðið mun útbreiddara en var og að það sé langt frá því bara þeir allra hörð- ustu sem fái sér tattú. „Við erum með allt frá húsmæðrum yfir í lög- fræðinga og fólk á öllum aldri.“ Sigrún segist þó enn verða vör við talsverða fordóma í garð húð- flúraðs fólks. „Við viljum leggja okkar af mörkum til að breyta hugarfari fólks í þeim efnum en um leið reynum við líka að leið- beina viðskiptavinum okkar. Ef hingað kemur fólk sem er ekki með neitt tattú en vill fá sér á háls- inn eða handarbökin reynum við að tala um fyrir því. Ég spyr fólk yfirleitt alltaf í hvers konar vinnu það sé og hvað það ætli sér að gera í framtíðinni. Eins hvort það sé að fara að taka bankalán eða annað í þeim dúr því ég hef sjálf orðið vör við fordóma hjá starfsfólki slíkra stofnana. Það er leiðinlegt að fólk skuli dæma eftir útlitinu en þann- ig er það engu að síður. Fólk þarf að leiða hugann að framtíðinni og þó vinnuveitandinn í dag sé jákvæður fyrir húðflúri þarf það ekki að eiga við um aldur og ævi.“ Bleksmiðjan tekur heldur ekki við fólki undir átján ára þó það komi með leyfi foreldra. „Ástæð- an er meðal annars sú að oft hafa mamma og pabbi gefið leyfi fyrir einhverju litlu og ákveðnu en það er kannski ekki nákvæmlega það sem viðkomandi vill. Þá er betra að bíða og koma síðar.“ Dagarnir á stofunni eru ólíkir hver öðrum og segir Sigrún starfs- fólkið sífellt vera að fást við eitt- hvað nýtt og skemmtilegt. „Verk- efnin eru krefjandi fyrir okkur sem listamenn og við fáum að nýta sköpunargáfuna til fulls. Við gerum þó allt í miklu samstarfi við viðskiptavini okkar og ég segi fólki alltaf að það verði að vera 100 prósent hreinskilið við mig. Ef það er ekki ánægt með teikningarnar verður það að segja mér frá því. Það mun ekki særa mig. Ég vil bara að fólk sé ánægt með útkomuna.“ Sigrún segir hreinlæti í fyrir- rúmi á stofunni og er f lestallur búnaður einnota. „Áður voru not- aðar stáltúpur og einnota nálar og túpurnar þrifnar á milli. Núna er allt í dauðhreinsuðum umbúðum og tólunum hent eftir notkun.“ Lit- irnir eru jafnframt vottaðir af heil- brigðiseftirlitinu og öll starfsem- in undir ströngu eftirliti. „Ég held að flestar stofur hér á landi fari vel eftir settum reglum.“ Gestaflúrararnir sem eru vænt- anlegir á stofuna heita Kara Alex- is og Anthony Firstbrook. „Kara er frá Ástralíu en hefur ferðast um allan heim til að flúra. Hún hefur komið hingað til lands áður og verður nú í þrjá mánuði. Hún gerir mikið af raunsæismyndum og rúmfræðiteikningum svo dæmi séu nefnd. Anthony er frá Skot- landi. Hann gerir mikið af svart hvítu og f lúrar í Old School- og Neo Traditional-stíl ásamt öðru. SIGRÚN gerir meðal annars fínleg vatnslitahúðflúr. DAGUR flúrar mikið í Old School og New School-stílunum. Gestaflúrarinn ANTHONY FIRSTBROOK sem er væntanlegur á stofuna flúrar í Old School- og Neo Traditional-stíl.. INGI gerir meðal annars í andlits- og raunsæismyndir. Gestaflúrarinn KARA ALEXIS gerir mikið af raunsæis og rúm- fræðimyndum. Viljum að fólki líði vel hjá okkur Hjá húðflúrstofunni Bleksmiðjunni er mikið lagt upp úr notalegu og þægilegu andrúmslofti. Þangað kemur fólk á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagshópum. Eigendurnir segja sífellt fleiri fá sér húðflúr og að fleiri þeki stærri hluta líkamans en áður. Rúnar Geirmundsson, sem starfar í afgreiðslunni, Dagur, Ingi og Sigrún Rós leggja sig fram um að skapa þægilegt andrúmsloft. MYND/VALLI 2 0 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 6 F B 1 2 0 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 E 1 -0 0 1 0 1 3 E 0 -F E D 4 1 3 E 0 -F D 9 8 1 3 E 0 -F C 5 C 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 1 2 0 s C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.