Fréttablaðið - 21.02.2015, Page 100

Fréttablaðið - 21.02.2015, Page 100
21. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| MENNING | 56 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 41 58 „Það er alltaf ótrúlega spennandi ferli að frumflytja ný tónverk og æfingatíminn nú hefur verið mjög skemmtilegur,“ segir Hlín Péturs- dóttir Behrens sópransöngkona þegar forvitnast er um tónleikana Breytilegt ljós og bergmál. Þeir verða í Hafnarborg í Hafnarfirði annað kvöld og þar frumflytja Hlín, Hrönn Þráinsdóttir píanó- leikari og Una Sveinbjarnar dóttir fiðluleikari verk eftir tónskáldin Elínu Gunnlaugsdóttur og hina finnsku Kaiju Saariaho. Hlín segir að finna megi fyrir ólíkum efnistökum en líka sam- eiginlegum þráðum í verkum þeirra. „Bæði Elín og Kaija vinna af sérstakri natni með ljóðin sem þær velja sér og líka tungumálið sjálft,“ segir hún. „Þegar tónskáld- in skrifa af andagift og formið er sterkt þá er frelsið svo mikið og við uppgötvum eitthvað nýtt við hvert fótmál á leiðinni.“ Tónleikarnir verða annað kvöld klukkan 20 og eru hluti af tónleika- röðinni Hljóðön. gun@frettabladid.is Uppgötvum eitthvað nýtt við hvert fótmál Á tónleikunum Breytilegt ljós og bergmál fá hlustendur innsýn í hljóðheim og hugðarefni tveggja tónskálda. „Yfirskrift tónleikanna verður „I flaggets farger“ því fánar Íslands og Noregs eru í sömu litum þótt samsetningin sé önnur,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, stjórnandi kammerkórsins Hymnodiu, um væntanlegan söng kórsins í Nor- egi. Þar mun hann troða upp á þrennum tónleikum með norsku tónlistarmönnunum Steinar Strøm harðangursfiðluleikara og Harald Skullerud slagverksleikara. Eyþór segir verða um norsk-íslenskan þjóðlagabræðing að ræða. „Ísland og Noregur eiga sér sameiginlegan menningararf sem birtist í tungumálinu og ýmsum þjóðareinkennum. Langur aðskiln- aður gerði þó að verkum að þjóð- lögin þróuðust í ólíkar áttir og áhugavert er að tefla þeim saman. Það er meginmarkmið samstarfs Hymnodiu og Norðmannanna tveggja,“ segir Eyþór Ingi. Steinar og Harald komu til Akureyrar í haust og héldu tón- leika með Hymnodiu þar og í Ólafsfirði. Hymnodia fékk meðal annars að spreyta sig á norskum þjóðlögum og þeir Steinar og Har- ald á íslenskum. Svo komu Norð- mennirnir fram einir saman, Hymnodia ein og síðan allur hóp- urinn. Svipaður háttur verður hafður á í Noregsferðinni þótt efnisskráin verði ekki nákvæm- lega sú sama. Hugmyndina að samstarfinu átti Akureyringurinn og tónskáldið Gísli Jóhann Grétarsson sem býr í Noregi og stýrir þjóðlagasetrinu í Buskerud. Tónleikarnir úti verða í Gamle Akerkirke í Ósló 27. febrúar, í Eggedalkirke daginn eftir og Kongsbergkirke 1. mars. gun@frettabladid.is Bræða saman norsk og íslensk þjóðlög Kammerkórinn Hymnodia heldur til Noregs á þriðjudaginn og heldur þar þrenna tónleika með tveimur norskum þjóðlagatónlistarmönnum. HYMNODIA Kórinn fær að spreyta sig á norskum þjóðlögum um leið og hann kynnir þau íslensku fyrir frændum okkar í Noregi. FLYTJEND- URNIR Una, Hlín og Hrönn hafa notið æfingatímans fyrir Breytilegt ljós og berg- mál. FYRIR AÐSTOÐ INNANLANDS gjofsemgefur.is 9O7 2OO2 Að læra orðið sól á mörgum tungu- málum er meðal þeirra verkefna sem fundið er upp á í dag í Borgar- bókasafninu í Gerðubergi í Breið- holti. Þar verður dagskrá í tilefni af alþjóðadegi móðurmálsins milli klukkan 14 og 16. Dagskráin hefur yfirskriftina Málið þitt og málið mitt og hefst á því að Sóla sögu- kona segir sólarsögu. Síðan verða sungin sólarlög. Allt gæti þetta verið í tilefni þess að sól er farin að hækka á lofti á landinu okkar. Í Smiðjunni Lifandi tungu- mál munu börn svo kenna börn- um tungumál og að endingu mun Jón Víðis töframaður gera ýmsar kúnstir. - gun Sóla segir sólarsögu Málið þitt og málið mitt er dagskrá sem fram fer í Gerðubergi í dag á alþjóðadegi móðurmálsins. GALDRA- MAÐUR Jón Víðis kann ýmis- legt fyrir sér og kemur til með að skemmta börnunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 2 0 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 6 F B 1 2 0 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 E 0 -C 9 C 0 1 3 E 0 -C 8 8 4 1 3 E 0 -C 7 4 8 1 3 E 0 -C 6 0 C 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 1 2 0 s C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.