Fréttablaðið - 21.02.2015, Qupperneq 100
21. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| MENNING | 56
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
14
41
58
„Það er alltaf ótrúlega spennandi
ferli að frumflytja ný tónverk og
æfingatíminn nú hefur verið mjög
skemmtilegur,“ segir Hlín Péturs-
dóttir Behrens sópransöngkona
þegar forvitnast er um tónleikana
Breytilegt ljós og bergmál. Þeir
verða í Hafnarborg í Hafnarfirði
annað kvöld og þar frumflytja
Hlín, Hrönn Þráinsdóttir píanó-
leikari og Una Sveinbjarnar dóttir
fiðluleikari verk eftir tónskáldin
Elínu Gunnlaugsdóttur og hina
finnsku Kaiju Saariaho.
Hlín segir að finna megi fyrir
ólíkum efnistökum en líka sam-
eiginlegum þráðum í verkum
þeirra. „Bæði Elín og Kaija vinna
af sérstakri natni með ljóðin sem
þær velja sér og líka tungumálið
sjálft,“ segir hún. „Þegar tónskáld-
in skrifa af andagift og formið er
sterkt þá er frelsið svo mikið og
við uppgötvum eitthvað nýtt við
hvert fótmál á leiðinni.“
Tónleikarnir verða annað kvöld
klukkan 20 og eru hluti af tónleika-
röðinni Hljóðön. gun@frettabladid.is
Uppgötvum eitthvað nýtt við hvert fótmál
Á tónleikunum Breytilegt ljós og bergmál fá hlustendur innsýn í hljóðheim og hugðarefni tveggja tónskálda.
„Yfirskrift tónleikanna verður „I
flaggets farger“ því fánar Íslands
og Noregs eru í sömu litum þótt
samsetningin sé önnur,“ segir
Eyþór Ingi Jónsson, stjórnandi
kammerkórsins Hymnodiu, um
væntanlegan söng kórsins í Nor-
egi. Þar mun hann troða upp á
þrennum tónleikum með norsku
tónlistarmönnunum Steinar Strøm
harðangursfiðluleikara og Harald
Skullerud slagverksleikara. Eyþór
segir verða um norsk-íslenskan
þjóðlagabræðing að ræða.
„Ísland og Noregur eiga sér
sameiginlegan menningararf sem
birtist í tungumálinu og ýmsum
þjóðareinkennum. Langur aðskiln-
aður gerði þó að verkum að þjóð-
lögin þróuðust í ólíkar áttir og
áhugavert er að tefla þeim saman.
Það er meginmarkmið samstarfs
Hymnodiu og Norðmannanna
tveggja,“ segir Eyþór Ingi.
Steinar og Harald komu til
Akureyrar í haust og héldu tón-
leika með Hymnodiu þar og í
Ólafsfirði. Hymnodia fékk meðal
annars að spreyta sig á norskum
þjóðlögum og þeir Steinar og Har-
ald á íslenskum. Svo komu Norð-
mennirnir fram einir saman,
Hymnodia ein og síðan allur hóp-
urinn. Svipaður háttur verður
hafður á í Noregsferðinni þótt
efnisskráin verði ekki nákvæm-
lega sú sama.
Hugmyndina að samstarfinu átti
Akureyringurinn og tónskáldið
Gísli Jóhann Grétarsson sem býr
í Noregi og stýrir þjóðlagasetrinu
í Buskerud.
Tónleikarnir úti verða í Gamle
Akerkirke í Ósló 27. febrúar, í
Eggedalkirke daginn eftir og
Kongsbergkirke 1. mars.
gun@frettabladid.is
Bræða saman norsk
og íslensk þjóðlög
Kammerkórinn Hymnodia heldur til Noregs á
þriðjudaginn og heldur þar þrenna tónleika með
tveimur norskum þjóðlagatónlistarmönnum.
HYMNODIA Kórinn fær að spreyta sig á norskum þjóðlögum um leið og hann
kynnir þau íslensku fyrir frændum okkar í Noregi.
FLYTJEND-
URNIR Una,
Hlín og Hrönn
hafa notið
æfingatímans
fyrir Breytilegt
ljós og berg-
mál.
FYRIR
AÐSTOÐ
INNANLANDS
gjofsemgefur.is
9O7 2OO2
Að læra orðið sól á mörgum tungu-
málum er meðal þeirra verkefna
sem fundið er upp á í dag í Borgar-
bókasafninu í Gerðubergi í Breið-
holti. Þar verður dagskrá í tilefni
af alþjóðadegi móðurmálsins milli
klukkan 14 og 16. Dagskráin hefur
yfirskriftina Málið þitt og málið
mitt og hefst á því að Sóla sögu-
kona segir sólarsögu. Síðan verða
sungin sólarlög. Allt gæti þetta
verið í tilefni þess að sól er farin
að hækka á lofti á landinu okkar.
Í Smiðjunni Lifandi tungu-
mál munu börn svo kenna börn-
um tungumál og að endingu mun
Jón Víðis töframaður gera ýmsar
kúnstir. - gun
Sóla segir sólarsögu
Málið þitt og málið mitt er dagskrá sem fram fer í
Gerðubergi í dag á alþjóðadegi móðurmálsins.
GALDRA-
MAÐUR Jón
Víðis kann ýmis-
legt fyrir sér og
kemur til með
að skemmta
börnunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
2
0
-0
2
-2
0
1
5
2
1
:4
6
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
E
0
-C
9
C
0
1
3
E
0
-C
8
8
4
1
3
E
0
-C
7
4
8
1
3
E
0
-C
6
0
C
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
1
2
0
s
C
M
Y
K