Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Page 79

Skessuhorn - 27.11.2013, Page 79
79ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Sagnakonan eftir Óskar Guðmundsson verður sýnd 26., 28. og 30. nóvember og 2. desember kl. 20.00. Miðaverð kr. 1000. Miðapantanir í síma 897-4125 1. desember 13.00 – 17.00 Markaður í Safnaskálanum, nánar í síma 863 - 4287 Garðakaffi, gamaldags rjómatertutilboð 5. desember 9.30 – 22.30 Prjónakaffi í Garðakaffi, allir velkomnir, jafnvel prjónalausir 7. desember 16.00 – 18.00 Jólaljósin tendruð á jólatrénu Jólasveinar einn og átta, sýning opnuð í Safnaskálanum Garðakaffi , tilboð á kaffi, kakó og vöfflum 10. desember 20.00 – 21.30 Sagnakvöld í Stúkuhúsinu 23. desember 17.00 – 22.00 Heitt í kolunum í Smiðjunni Görðum, eldsmiðir að störfum Aðventudagskrá Byggðasafninu í Görðum 2013 S K E S S U H O R N 2 01 3 Allir velkomnir Full búð af fallegum jólagjöfum Stillholt 16-18 • 300 Akranes • Sími 431-1218 S K E S S U H O R N 2 01 3 Margar sniðugar hugmyndir fyrir jólaleikinn í vinnunni á góðu verði 10% afsl. af luktum í desember Verið hjartanlega velkomin í @home Opnunartími: mánudaga - föstudaga 10-18 laugardaga 10-15 Lögfræðingurinn Helga Krist- ín Auðunsdóttir er sennilega með yngstu forstöðumönnum fræða- sviða í háskólasamfélaginu á Ís- landi. Frá ársbyrjun 2012 hefur þessi 33 ára Borgnesingur nefni- lega starfað sem sviðsstjóri lög- fræðisviðs Háskólans á Bifröst. Þar stýrir hún sem slíkur fagleg- um málefnum sviðsins milli þess að sinna kennslu og rannsóknum í lögfræði. Helga kveðst vera stolt- ur Bifrestingur enda lauk hún bæði BS gráðu í viðskiptalögfræði og ML gráðu í lögfræði frá skólanum á sínum tíma. „Það var algjör tilviljun sem réði því að ég fór í lögfræðinám á Bif- röst en mig dreymdi um að verða kennari sem barn. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntskól- anum við Hamrahlíð kom margt til greina - saga, íslenska, læknisfræði og jafnvel lögfræði svo eitthvað sé nefnt. Úrslitum réð hins vegar að ég hitti á förnum vegi Ásu Björk Stefánsdóttur sem ég þekkti frá því að ég var nemandi í Grunnskólan- um í Borgarnesi. Hún sagði mér þá frá nýju námi sem var verið að hleypa af stokkunum við Háskól- ann á Bifröst sem var BS nám í við- skiptalögfræði og hvatti mig til að sækja um.. Ég tók hana á orðinu og sótti um daginn eftir,“ segir Helga sem varð mjög ánægð með námið sem beið hennar á Bifröst. Læra að vinna á Bifröst „Ég var hvað mest ánægð með kennsluaðferðirnar í skólanum sem einkenndust af stöðugri verk- efnavinnu, misserisverkefnum og góðri nánd við kennara og starfs- fólk. Þessi nálgun í kennsluskipu- lagi er eitt helsta sérkenni Bifrast- ar og er ennþá í heiðri höfð í skól- anum. Einn helsti kosturinn við þetta skipulag er sá að nemendur læra í raun að vinna og fyrir vik- ið þjálfast þeir upp að starfa undir álagi og í samstarfi við aðra. Þetta er einn af lyklunum að velgengni á vinnumarkaði eftir útskrift og hef- ur reynslan sýnt að útskrifaðir Bi- frestingar hafa verið vinsælir til vinnu af þessum sökum.“ Lögfræðinemar sóttir til vinnu Helga lauk ML gráðunni árið 2006 í miðri þenslunni og segir hún að eftirspurnin eftir lögfræðingum í vinnu hafi verið slík að fólk hafi bókstaflega verið sótt inn í skól- anna. „Þetta var þannig í mínu til- felli og var ég byrjuð að vinna áður en ég náði að klára framhaldsnám- ið. Ég fékk vinnu hjá fyrirtæk- inu Greiðsluveitunni og síðar hjá FL Group og sinnti helst málum er varðaði samningagerð.“ Helga horfði líkt og öll þjóðin upp á fjár- málakerfið hrynja eins og spilaborg haustið 2008 og mörkuðu afleið- ingar hrunsins kaflaskil í hennar lífi eins og hjá mörgum öðrum. „Ég mat það sem svo að niðursveiflan væri góður tími til að mennta mig frekar og dreif mig í því meira nám. Það er einfaldlega besta sóknin þegar á móti blæs í atvinnulífinu.“ Nám og kennsla í Flórída Skólinn sem þá varð fyrir valinu var University of Miami í samefndri borg í Flórída fylki í Bandaríkj- unum. Þar hóf hún nám í athygl- isverðu framhaldsnámi í lögfræði sem ber heitið US and Transna- tional Law og er sniðið fyrir er- lenda lögfræðinga þar í landi. „Ég var þarna á Cobb námsstyrk sem ég hafði fengið úthlutaðan áður en ég hélt utan ásamt fjölskyldu minni og var planið að vera þarna í eitt ár. Árin urðu þó tvö þar sem mér var boðin gestaprófessorsstaða við skólann í eitt ár til viðbótar og var ég allt í einu farin að kenna eins og mig dreymdi um sem barn. Fögin sem ég kenndi mótaði ég sjálf sem voru samkeppnisréttur og evrópsk- ur félagaréttur og kom reynsla mín úr atvinnulífinu og frá náminu á Bifröst þar að góðum notum.“ Menntun er besta sóknin í kreppu Þátttaka í alþjóðlegu verkefni Þegar heim var komið lá síðan leiðin aftur á Bifröst í núverandi starf sem Helga segist kunna vel við. „Það er gott að vinna á Bifröst og hér er æð- islegt samstarfsfólk. Kennarar skól- ans eru í fremstu röð á sínu sviði og nemendahópurinn góður. Næg verkefni eru í farvatninu segir hún þessu til viðbótar spurð um hvað sé á döfinni í rannsóknarvinnu á lög- fræðisviðinu. „Hér má nefna alþjóð- legt verkefni sem er að fara af stað og heitir Law without walls (ísl. lög- fræði án landamæra) sem Háskólinn á Bifröst á aðild að. Verkefnið er ein- mitt rekið af University of Miami og hafa tengsl mín við lagadeildina þar nýst við að tengja Bifröst við verk- efnið. Fyrsti samstarfsfundur verk- efnisins verður einmitt í Sviss í janú- ar en alls eru 26 háskólar sem eiga aðild að verkefninu. Þátttakendur koma til með að vinna saman að úr- lausn verkefna sem snúa að nýsköp- un á sviði lögfræði og felst fram- lag Bifrastar í verkefninu m.a. í því að miðla af reynslu skólans af við- skiptalögfræðinni. Spennandi tímar eru því framundan í lögfræðinni á Bifröst,“ segir sviðsstjórinn Helga Kristín Auðunsdóttir að lokum. hlh Helga Kristín á útskriftardaginn í Flórída ásamt eldri dóttur sinni, Auði Bertu Einarsdóttur.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.