Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 79

Skessuhorn - 27.11.2013, Síða 79
79ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Sagnakonan eftir Óskar Guðmundsson verður sýnd 26., 28. og 30. nóvember og 2. desember kl. 20.00. Miðaverð kr. 1000. Miðapantanir í síma 897-4125 1. desember 13.00 – 17.00 Markaður í Safnaskálanum, nánar í síma 863 - 4287 Garðakaffi, gamaldags rjómatertutilboð 5. desember 9.30 – 22.30 Prjónakaffi í Garðakaffi, allir velkomnir, jafnvel prjónalausir 7. desember 16.00 – 18.00 Jólaljósin tendruð á jólatrénu Jólasveinar einn og átta, sýning opnuð í Safnaskálanum Garðakaffi , tilboð á kaffi, kakó og vöfflum 10. desember 20.00 – 21.30 Sagnakvöld í Stúkuhúsinu 23. desember 17.00 – 22.00 Heitt í kolunum í Smiðjunni Görðum, eldsmiðir að störfum Aðventudagskrá Byggðasafninu í Görðum 2013 S K E S S U H O R N 2 01 3 Allir velkomnir Full búð af fallegum jólagjöfum Stillholt 16-18 • 300 Akranes • Sími 431-1218 S K E S S U H O R N 2 01 3 Margar sniðugar hugmyndir fyrir jólaleikinn í vinnunni á góðu verði 10% afsl. af luktum í desember Verið hjartanlega velkomin í @home Opnunartími: mánudaga - föstudaga 10-18 laugardaga 10-15 Lögfræðingurinn Helga Krist- ín Auðunsdóttir er sennilega með yngstu forstöðumönnum fræða- sviða í háskólasamfélaginu á Ís- landi. Frá ársbyrjun 2012 hefur þessi 33 ára Borgnesingur nefni- lega starfað sem sviðsstjóri lög- fræðisviðs Háskólans á Bifröst. Þar stýrir hún sem slíkur fagleg- um málefnum sviðsins milli þess að sinna kennslu og rannsóknum í lögfræði. Helga kveðst vera stolt- ur Bifrestingur enda lauk hún bæði BS gráðu í viðskiptalögfræði og ML gráðu í lögfræði frá skólanum á sínum tíma. „Það var algjör tilviljun sem réði því að ég fór í lögfræðinám á Bif- röst en mig dreymdi um að verða kennari sem barn. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntskól- anum við Hamrahlíð kom margt til greina - saga, íslenska, læknisfræði og jafnvel lögfræði svo eitthvað sé nefnt. Úrslitum réð hins vegar að ég hitti á förnum vegi Ásu Björk Stefánsdóttur sem ég þekkti frá því að ég var nemandi í Grunnskólan- um í Borgarnesi. Hún sagði mér þá frá nýju námi sem var verið að hleypa af stokkunum við Háskól- ann á Bifröst sem var BS nám í við- skiptalögfræði og hvatti mig til að sækja um.. Ég tók hana á orðinu og sótti um daginn eftir,“ segir Helga sem varð mjög ánægð með námið sem beið hennar á Bifröst. Læra að vinna á Bifröst „Ég var hvað mest ánægð með kennsluaðferðirnar í skólanum sem einkenndust af stöðugri verk- efnavinnu, misserisverkefnum og góðri nánd við kennara og starfs- fólk. Þessi nálgun í kennsluskipu- lagi er eitt helsta sérkenni Bifrast- ar og er ennþá í heiðri höfð í skól- anum. Einn helsti kosturinn við þetta skipulag er sá að nemendur læra í raun að vinna og fyrir vik- ið þjálfast þeir upp að starfa undir álagi og í samstarfi við aðra. Þetta er einn af lyklunum að velgengni á vinnumarkaði eftir útskrift og hef- ur reynslan sýnt að útskrifaðir Bi- frestingar hafa verið vinsælir til vinnu af þessum sökum.“ Lögfræðinemar sóttir til vinnu Helga lauk ML gráðunni árið 2006 í miðri þenslunni og segir hún að eftirspurnin eftir lögfræðingum í vinnu hafi verið slík að fólk hafi bókstaflega verið sótt inn í skól- anna. „Þetta var þannig í mínu til- felli og var ég byrjuð að vinna áður en ég náði að klára framhaldsnám- ið. Ég fékk vinnu hjá fyrirtæk- inu Greiðsluveitunni og síðar hjá FL Group og sinnti helst málum er varðaði samningagerð.“ Helga horfði líkt og öll þjóðin upp á fjár- málakerfið hrynja eins og spilaborg haustið 2008 og mörkuðu afleið- ingar hrunsins kaflaskil í hennar lífi eins og hjá mörgum öðrum. „Ég mat það sem svo að niðursveiflan væri góður tími til að mennta mig frekar og dreif mig í því meira nám. Það er einfaldlega besta sóknin þegar á móti blæs í atvinnulífinu.“ Nám og kennsla í Flórída Skólinn sem þá varð fyrir valinu var University of Miami í samefndri borg í Flórída fylki í Bandaríkj- unum. Þar hóf hún nám í athygl- isverðu framhaldsnámi í lögfræði sem ber heitið US and Transna- tional Law og er sniðið fyrir er- lenda lögfræðinga þar í landi. „Ég var þarna á Cobb námsstyrk sem ég hafði fengið úthlutaðan áður en ég hélt utan ásamt fjölskyldu minni og var planið að vera þarna í eitt ár. Árin urðu þó tvö þar sem mér var boðin gestaprófessorsstaða við skólann í eitt ár til viðbótar og var ég allt í einu farin að kenna eins og mig dreymdi um sem barn. Fögin sem ég kenndi mótaði ég sjálf sem voru samkeppnisréttur og evrópsk- ur félagaréttur og kom reynsla mín úr atvinnulífinu og frá náminu á Bifröst þar að góðum notum.“ Menntun er besta sóknin í kreppu Þátttaka í alþjóðlegu verkefni Þegar heim var komið lá síðan leiðin aftur á Bifröst í núverandi starf sem Helga segist kunna vel við. „Það er gott að vinna á Bifröst og hér er æð- islegt samstarfsfólk. Kennarar skól- ans eru í fremstu röð á sínu sviði og nemendahópurinn góður. Næg verkefni eru í farvatninu segir hún þessu til viðbótar spurð um hvað sé á döfinni í rannsóknarvinnu á lög- fræðisviðinu. „Hér má nefna alþjóð- legt verkefni sem er að fara af stað og heitir Law without walls (ísl. lög- fræði án landamæra) sem Háskólinn á Bifröst á aðild að. Verkefnið er ein- mitt rekið af University of Miami og hafa tengsl mín við lagadeildina þar nýst við að tengja Bifröst við verk- efnið. Fyrsti samstarfsfundur verk- efnisins verður einmitt í Sviss í janú- ar en alls eru 26 háskólar sem eiga aðild að verkefninu. Þátttakendur koma til með að vinna saman að úr- lausn verkefna sem snúa að nýsköp- un á sviði lögfræði og felst fram- lag Bifrastar í verkefninu m.a. í því að miðla af reynslu skólans af við- skiptalögfræðinni. Spennandi tímar eru því framundan í lögfræðinni á Bifröst,“ segir sviðsstjórinn Helga Kristín Auðunsdóttir að lokum. hlh Helga Kristín á útskriftardaginn í Flórída ásamt eldri dóttur sinni, Auði Bertu Einarsdóttur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.