Skessuhorn


Skessuhorn - 27.11.2013, Page 81

Skessuhorn - 27.11.2013, Page 81
81ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 Ungnautakjöt – Kílóverð 1.850 kr. sími 8687204 / www.myranaut.is / myranaut@simnet.is Lágmarkspöntun ¼ af skrokk. Inniheldur steikur, hakk og gúllas. Gott í vetur Handverk og Hangikjöt! Jól í Álfhól Bjarteyjarsandi S K E S S U H O R N 2 01 3 Árlegur jólamarkaður verður í Álfhól á Bjarteyjarsandi dagana 30. nóvember og 1. desember. Fjölbreytt úrval handverks og listmuna auk ljúffengra afurða Beint frá býli. Laugardagur 30. nóv: Opið milli klukkan 13 og 18. Sérstakir gestir: Ragnhildur Sigurðardóttir, lektor við Lbhí heimsækir Álfhól og kynnir hið nýútkomna rit: Sauðfjárrækt á Íslandi. Jólatónleikar söngdeildar Tónlistarskóla Akraness verða í Álfhól og hefjast kl. 16.30. Ókeypis aðgangur. Sunnudagur 1. des. Opið 13-17. Sérstakir gestir: Svavar Halldórsson, bókaútgefandi, fjölmiðlamaður og matgæðingur. Svavar kynnir Hamborgarabókina og heimspeki hennar. Bókin verður til sölu auk einstakrar hamborgarapressu. Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Hvítársíðu. Jóhanna kemur með geitaafurðir og ýmsan fróðleik um geitfjárrækt og geitastofninn á Íslandi. Heitt á könnunni – Hlökkum til að sjá ykkur www.bjarteyjarsandur.is Einstakar jólagjafapakkningar frá label.m Jólaklippinguna færðu hjá okkur Helena og Marín S K E S S U H O R N 2 01 3 www.skessuhorn.is Fylgist þú með? S: 433 5500 Bókaverslunum hér á landi hef- ur fækkað mjög á undanförnum árum. Nú er svo komið að fáar eru enn starfandi ef borið er saman við hvernig málum var háttað áður fyrr. Stærstur hluti bóksölunnar fer fram í gegnum stórmarkaði og mat- vöruverslanir rétt fyrir jól þar sem boðnir eru miklir afslættir. Strax að loknum hátíðum eru bækurnar síð- an fjarlægðar úr þessum verslun- um og sjást þar vart eða ekki fyrr en aftur um næstu jól. Bókabúðun- um hefur reynst erfitt að keppa við þessa viðskiptahætti. Fyrstar til að heltast úr lestinni hafa verið litlu búðirnar sem oftast voru reknar af einstaklingum eða fjölskyldum. Bókaverzlun Breiðafjarðar í Stykkishólmi er gleðileg undan- tekning sem sannar að svona bóka- búðir geta þó enn þrifist. Hún er í fallegu gömlu húsi niður við hlið Ráðhússins við Hafnargötu skammt ofan við höfnina í bæn- um. Reyndar er verslunin þríþætt. Þarna eru bækur og ritföng, leik- föng og hannyrðir. Gamalt versl- unarhúsið gefur henni skemmtileg- an svip bæði að utan og innan og minnir á búðirnar eins og þær voru í gamla daga. Þetta er næstum eins og að stíga inn í gamla bíómynd. Ekki spillir svo staðsetningin fyrir. Mikið af fallegum og nýuppgerðum gömlum húsum eru allt í kring. Rebekka Sóley Guðjónsdóttir Hjaltalín er þar við afgreiðslustörf þegar blaðamaður Skessuhorns leit inn til að skoða jólabækurnar í ár og festa kaup á einni þeirra. „Búðin er búin að vera í mörg ár. Hún var hér í götunni á móti þar til foreldr- ar mínir keyptu hana fyrir réttu ári síðan. Frænka mín rak hana áður. Verslunin flutti svo hingað yfir 1. desember í fyrra. Það gengur mjög vel, þetta er afar skemmtilegt,“ seg- ir hún um verslunarreksturinn. Nú er hin hefðbundna jólaver- tíð að hefjast. Þó að Skessuhorn sé á ferli í miðri viku er stöðug- ur straumur viðskiptavina inn og út úr búðinni þennan vetrardag í Stykkishólmi. „Nú koma inn bæk- ur á hverjum degi. Mér finnst fólk vera fyrr á ferðinni að versla nú í ár en í fyrra. Við sjáum samt ekki enn neina ákveðna titla taka forystu í sölu,“ segir Rebekka Sóley. Hún er sjálf fædd og uppalin í Stykkis- hólmi, móðir með tveggja ára dótt- ur. „Ég stunda núna fulla vinnu hér í búðinni. Áður var ég á félagsfræði- braut í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Ég stefni á að halda áfram og ljúka því en ég kann vel við verslunarstörfin.“ mþh Bókabúðin sem heldur velli við Breiðafjörð Rebekka Sóley við afgreiðslu í Bókaverzlun Breiðafjarðar. Bókaverzlun Breiðafjarðar er í þessu gula húsi.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.