Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2000, Síða 9

Læknablaðið - 15.04.2000, Síða 9
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN Kransæðavíkkun eða segaleysandi meðferð við bráðri kransæðastíflu? Ragnar Danielsen Höfundur er sérfræðingur í hjartalækningum á Landspttala Hringbraut. Kransæðavíkkanir hafa verið gerðar hér á landi frá 1987. Árangur hefur verið góður og tíðni fylgikvilla og dauðsfalla lág (1). í völdum tilfellum hafa verið gerðar kransæðavíkkanir hjá sjúklingum með bráða kransæðastíflu og umræða um hvort auka eigi þá þjónustu er vaxandi (2). Erlendis eru skiptar skoðanir um hvort kransæðavíkkun sé betri kostur en segaleysandi lyf sem fyrsta meðferð við kransæða- stíflu (3). Við bráða kransæðastíflu skiptir mestu að stöðva sem fyrst þróun á hjartadrepi. Því fyrr sem meðferð er hafin frá því brjóstverkir byrja, þeim mun líklegra er að hægt sé að minnka skemmd á hjarta- vöðva. Með segaleysandi meðferð er unnt að opna á ný lokaða kransæð og koma á eðlilegu blóðflæði hjá 50-70% sjúklinga, en með kransæðavíkkun hjá 80- 95% þeirra. Kransæðavíkkun gerð innan tveggja tíma frá því brjóstverkir hófust skilar bestum árangri hvað varðar minnkun á hjartadrepi og lækkun dánar- tíðni. Víkkun sem gerð er eftir tvo tíma eða síðar til að enduropna kransæð, einkum hjá sjúklingum með framveggsdrep, minnkar ekki hjartavöðvaskemmd en dregur ef til vill úr stækkun á vinstri slegli og bætir heildarstarfsgetu hans til lengri tíma litið. Einn aðal- kostur kransæðavíkkunar fram yfir segalausn er samt sem áður lægri skammtímadánartíðni, minni líkur á heilablóðfalli, einkum hjá sjúklingum sem eru eldri en 65 ára, og betri langtímaárangur í allt að fimm ár (4). Aðalkostur segaleysandi meðferðar er að hægt er að veita hana nánast hvar sem er innan sem utan sjúkrahúss. Kransæðavíkkanir aftur á móti kalla á sérhæfða aðstöðu og mannafla ef bjóða á slíka þjón- ustu 24 tíma á sólarhring alla daga ársins. Ef starfs- fólk sefur ekki á sjúkrahúsinu tapast tími meðan ver- ið er að kalla það út og undirbúa þræðingarstofu, sem betur væri varið með því að hefja virka segaleysandi meðferð sem fyrst. Ennfremur sýna erlendar rann- sóknir að ekki næst sambærilegur árangur og í stærri rannsóknum nema sá læknir sem gerir víkkunina og aðstoðarfólk sé í viðunandi þjálfun. Talið er að nauð- synlegt sé að framkvæma 200 víkkunaraðgerðir á ári á sjúkrahúsi sem sinnir kransæðavíkkunum til þess að viðhalda lágmarksþjálfun (3). Kransæðavíkkanir og segaleysandi meðferð eru í hraðri þróun og hægt að finna rök með og á móti báðum aðferðunum þeg- ar rannsóknir eru metnar. I GUSTO-IIb rannsókn- inni reyndist ekki marktækur munur á kransæða- víkkun eða segaleysandi meðferð með tPA (tissue plasminogen activator) hvað varðar lífshorfur eftir 30 daga eða sex mánuði. Ef hins vegar er litið samanlagt á dánarlíkur, nýja kransæðastíflu og alvarlegt heila- áfall, var tíðni þessara þátta lægri við kransæðavíkk- un en segalausn eftir 30 daga. Aðrar rannsóknir (PAMI-I) hafa sýnt að víkkun enduropnar kransæð fyrr en segaleysandi meðferð, dánartíðni og líkur á nýrri kransæðastíflu eru minni, og einnig þörf á end- urtekinni kransæðaviðgerð. Frekari rannsóknir styðja að hááhættusjúklingar með framveggsdrep, eldri sjúklingar, og þeir sem eru með óstöðuga blóð- veitu, hafa betri horfur við kransæðavíkkun. Á hinn bóginn hefur aflurskyggn samanburður á stórum gagnagrunnum í Þýskalandi og Frakklandi ekki stað- fest að kransæðavíkkun gefi betri árangur en sega- leysandi meðferð. Kann það að lýsa hinum hvers- dagslega raunveruleika eða að sjúklingahóparnir eru einfaldlega ekki sambærilegir (5). Abciximab (ReoPro®) er hraðvirkur blóðflögu- hamlari gefinn í æð sem nýlegar rannsóknir (EPIC, EPILOG, RAPPORT) hafa sýnt að minnkar fylgi- kvilla og bætir árangur kransæðavíkkana hjá sjúk- lingum með bráð kransæðaeinkenni eða hjartadrep. Notkun lyfsins minnkaði dánarlíkur, endurstíflu og þörf á endurviðgerð á kransæðinni. Abciximab eykur blóðflæði í stífluðum kransæðum, dregur sennilega úr smásegaskotum lengra út í kransæðabeðinn, og bætir þannig starfsemi vinstri slegils. Ókostur við notkun abciximabs er að það getur valdið auknum blæðingum frá slagæðastungustað (5). Notkun stoð- neta við kransæðavíkkanir hjá sjúklingum með bráða kransæðastíflu hefur enn frekar bætt aðgerðarárang- ur. Slembiraðaðar rannsóknir (PAMI-STENT, FRESCO) hafa leitt í ljós minni þörf fyrir nýja krans- æðaviðgerð ef notað er stoðnet í stað venjulegrar belgvíkkunar. Ennfremur hefur EPISTENT rann- sóknin sýnt fram á að gjöf abciximabs við ísetningu stoðnets gefur enn betri árangur og þetta hefur einn- ig verið staðfest í ADMIRAL rannsókninni (4,6). í PACT rannsókninni fengu sjúklingar með bráða kransæðastíflu hraðvirkt segaleysandi lyf með stuttan helmingunartíma (rPA) strax á bráðamóttöku og síð- an var metið hvort gera þurfti kransæðavíkkun í kjöl- farið. Tíminn var þannig nýttur til þess að enduropna kransæðina meðan verið var að kalla út starfsfólk til víkkunaraðgerðar ef ástæða þótti til. Reynt hefur verið að gefa sjúklingum með bráða kransæðastíflu glýkóprótín Ilb/IIIa blóðflöguhamlara og segaleys- Læknablaðið 2000/86 237
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.