Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2000, Side 10

Læknablaðið - 15.04.2000, Side 10
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN andi lyf saman. í minni rannsóknum hefur verið gef- inn fullur skammtur af abciximab ásamt hálfum skammti af tPA (TIMI-14-rannsóknin), eða reteplase (SPEED-rannsóknin) og góður árangur náðst hvað varðar enduropnun á kransæðum. Bæði þessi með- ferðarform verða metin frekar í stórri slembiraðaðri rannsókn (GUSTO-IV) (7). í nánustu framtíð mun meðferð við bráðri kransæðastíflu tæpast snúast ein- göngu um kransæðavíkkun eða segalausn, heldur þróast í að beitt verði saman segaleysandi lyfjum, glýkóprótín Ilb/IIIa hömlurum og kransæðavíkkun, með eða án stoðneta. Staðfesta þarf betur hvaða hlutverki lágmólikúler heparín muni gegna í saman- burði við hefðbundna heparínmeðferð (7). Þótt í sumum tilvikum sé hægt að bjóða sjúkling- um með bráða kransæðastíflu upp á kransæðavíkkun er ekki álltaf hægt að koma því við. Mestu skiptir að hefja meðferð sem fyrst í stað þess að tapa meðferð- artíma sem leiðir til stærra hjartadreps og er sega- lausn því oft nærtækust. Af segaleysandi lyfjum hefur streptókínasi mest verið notaður, þótt hann sé óþarf- lega flókinn í meðförum, enda ódýrastur. í völdum tilfellum hefur tPA verið gefið, en samkvæmt rann- sóknum skiptir meiru að hefja meðferð sem fyrst fremur en hvaða segaleysandi lyf er gefið. Hraðvirk- ari annarrar kynslóðar segaleysandi lyf sem auðvelt er að gefa með einni inngjöf í æð eru í þróun og brátt munu líklega segaleysandi og blóðflöguhamlandi lyf saman verða ráðandi meðferð. Segaleysandi með- ferð er hægt að gefa á öllum sjúkrahúsum, heilsu- gæslustöðvum, í heimahúsi eða sjúkrabíl. Fyrri rit- stjómargrein hefur fjallað um segaleysandi meðferð í dreifbýli og framtak og árangur á því sviði í Egils- staðahéraði er til eftirbreytni (8,9). Hugsanlega fá of fáir sjúklingar með kransæðastíflu hér á landi sega- leysandi meðferð (10). Brýnt er að endurskoða leið- beiningar um segaleysandi meðferð og einfalda í samræmi við nýrri rannsóknir. Segalausn mun áfram oft vera fyrsti valkostur en síðan ntá flytja sjúkling á sjúkrahús með aðstöðu til kransæðavíkkunar ef ástæða og aðstaða er til. Hér á landi þarf því að vera eitt sjúkrahús með góða aðstöðu og vel þjálfað starfs- fólk sem í völdum tilfellum getur tekið á móti sjúk- lingum til bráðrar kransæðavíkkunar, eða til víkkun- araðgerða síðar eftir segaleysandi meðferð. Setja þarf skýrari vinnureglur um ábendingar fyrir bráðri kransæðavíkkun miðað við þær aðstæður og mönnun sem tiltæk er. Með nútíma fjarskiptatækni er hægt að senda hjartarit og fá ráðgjöf um meðferð hjá vakthaf- andi hjartasérfræðingi á stærri sjúkrahúsum landsins. Mikilvægt er að samhæfa verklag á þessu sviði og eðlilegt að það sé gert í tengslum við sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík og hjartadeilda þeirra, og í samvinnu við heimilislækna. Heimildir 1. Danielsen R, Eyjólfsson K, Sigurðsson AF, Jónmundsson EJ. Árangur kransæðavíkkunaraðgerða á íslandi 1987-1998. Lækna- blaðið 2000; 86: 241-9. 2. Guðnason Þ, Þorgeirsson G, Eyjólfsson K, Jónmundsson EH. Tafarlaus kransæðavíkkun. Nýjung í meðferð bráðrar krans- æðastíflu á íslandi. Læknablaðið 1996; 82:269-75. 3. Faxon DP, Heger JW. Primary angioplasty. Enduring the test of time [editorial]. N Engl J Med 1999; 341:1464-5. 4. Zijlstra F, Hoomtje JCA, de Boer M-J, Reiffers S, Miedema K, Ottervanger JP, et al. Long-term benefit of primary angio- plasty as compared with thrombolytic therapy for acute myo- cardial infarction. N Engl J Med 1999; 341:1413-9. 5. Popma JJ, Piana RN, Prpic R. Clinical trials in interventional cardiology. Curr Opin Cardiol 1999; 14:412-8. 6. Montalescot G. ADMIRAL study: Abciximab with PTCA and Stent in acute myocardila infarction. Late-breaking clini- cal trials in interventional cardiology. Presented at the Ameri- can Collage of Cardiology 48th Scientific Session, March 7-10, 1999. http://www.medscape.com 7. Zeymer U, Neuhaus K-L. Clinical trials in acute myocardial infarction. Curr Opin Cardiol 1999; 14:392-402. 8. Kristinsson Á. Segaleysandi meðferð í dreifbýli. Læknablaðið 1993; 79:77-9. 9. Gíslason GH, Baldursson G, Harðarson Þ. Segaleysandi með- ferð í Egilsstaðahéraði. Tveggja ára uppgjör. Læknablaðið 1996; 82: 516-20. 10. Kristjánsson JM, Andersen K. Samanburður á horfum sjúk- linga með bráða kransæðastíflu á íslandi árin 1986 og 1996. Læknablaðið 1999; 85: 691-8. \ 238 Læknablaðið 2000/86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.