Læknablaðið - 15.04.2000, Side 14
FRÆÐIGREINAR / KRAN SÆÐAVI KKAN I R A ISLANDI
Figure 1. Number of
percutaneous coronary
interventions (PCI) in
Icelancl during 1987-1998.
Figure 2. Comparative
number of percutaneous
coronary interventions
(PCl; B) and coronary
artery bypass graft surgery
(CABG; B) in Iceland
from 1992 to 1998.
Number of patients
500
PCI □ CABG
1992
1993 1994 1995 1996 1997 1998
Year
bráðra hjáveituaðgerða vegna fylgikvilla við víkkun
úr 4,2% í 0,2% (p<0,001), hækkun á hjartaensímum
eftir víkkanir minnkaði úr 4,0% í 2,7% (p<0,05), en
tíðni klínískt staðfests hjartadreps eftir víkkunarað-
gerð hélst svipuð, 1,3% og 0,9%, svo og dánartíðni á
sjúkrahúsi, sem var 0,6% og 0,4%.
Alyktanir: Miðað við fólksfjölda er tíðni kransæða-
víkkunaraðgerða á Islandi með því hæsta í Evrópu.
Árið 1998, þegar fólksfjöldi var 275.000, voru gerðar
453 aðgerðir, sem samsvarar staðlað 1647 aðgerðum
á milljón íbúa. Á undanförnum árum hefur fjöldi
hálfbráðra og bráðra víkkunaraðgerða aukist, fleiri
æðar eru oftar víkkaðar í einu og hlutfall eldri sjúk-
linga fer vaxandi. Þrátt fyrir þetta er hlutfall vel-
heppnaðra víkkunaraðgerða hátt og tíðni fylgikvilla
og dauðsfalla eftir aðgerð lág.
Inngangur
Innanæðaviðgerðir á kransæðum, svokallaðar krans-
æðavíkkanir, hafa þróast ört síðastliðna tvo áratugi.
Fyrsta aðgerðin í heiminum þar sem kransæð var
víkkuð með þenjanlegum belg var gerð af þýska
lækninum Andreas Grúntzig í september 1977 í
Zúrich í Sviss (1). Aðferð þessi vakti mikla athygli,
henni hafði áður verið beitt á útlægar æðar, til dæmis
í ganglimun, en ekki í kransæðum (2). Þessi tækni
þróaðist á næstu árum og breiddist hratt út bæði í
Evrópu, Bandaríkjunum og víðar og olli byltingu í
meðferð kransæðasjúkdóma. I dag er þessi aðferð
ennþá hornsteinn víkkunaraðgerða þó mikil tækni-
þróun hafi orðið á síðari árum. Ber þar hæst vaxandi
notkun stoðneta við víkkunaraðgerðir (3,4), en aðrar
aðferðir til innanæðaviðgerða á kransæðum hafa líka
séð dagsins ljós (5-9). Fyrsta kransæðavíkkunin hér á
landi var gerð á æðarannsóknardeild Landspítalans í
maí 1987 af læknunum Kristjáni Eyjólfssyni og Einari
H. Jónmundsyni. Fyrstu árin voru gerðar fremur fáar
kransæðavíkkanir en með aukinni reynslu hefur
fjöldi þeirra farið vaxandi á undanförnum árum.
Meginmarkmið núverandi rannsóknar var að
242 Læknablaðið 2000/86