Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2000, Síða 38

Læknablaðið - 15.04.2000, Síða 38
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG G J Ö R G Æ SLULÆKNA ERINDI S 01 Mat á tveimur mismunandi aðferðum við ísetningu utan- bastsleggja og fylgikvillum sem fram komu við þær Ingi Hauksson, Gísli Vigfússon, Ástríður Jóhannesdóttir, Jón Sigurðsson Frá svæfingadeild Landspítalans Inngangur: Um fjögurra ára skeið hefur svæðisbundin þriggja lyfja utanbastsmeðferð verið notuð til verkjameðferðar eftir stærri að- gerðir á handlækningadeildum Landspítalans. Læknar deildarinnar beita mismunandi tækni við ísetningu utanbastsleggja. Sumir nota nær alltaf miðlínutækni (median), aðrir hliðlæga (paramedian) tækni og enn aðrir beita ýmist mið- eða hliðlægri tækni. Tilgangur rannsóknarinnar var annars vegar að kanna hvaða tækni læknar notuðu við að finna utanbastsbil Th3-9 og Th9-L4 og hins vegar könnun á tíðni fylgikvilla miðlínu og hliðlægu tækninnar. Efniviður og aðferðir: Könnunin náði yfir eitt ár og var framkvæmd á handlækningadeild Landspítalans. Alls voru 332 sjúklingar með í úttektinni. Eftirtalin atriði voru skráð. 1. Miðlæg eða hliðlæg stefna nálar við ísetningu leggjar í utanbasts- bilin Th3-9 og Th9-L4. 2. Rótarskot (paraesthesia) í miðlínu eða hliðlínu. 3. Mænuvökvaástunga í miðlínu eða hliðlínu. 4. Blæðing í nál eða legg í miðlínu eða hliðlínu. 5. Kvartanir sjúklings. Niðurstöður: Hjá 210 sjúklingum var leggur lagður með miðlínu- stefnu og hjá 122 með hliðlægri stefnu. Tafla I Th^s Th<»-L4 Miðlínutækni 36 174 Hliólæg tækni 40 82 Tafla II Mænuvökva- Blasóing í Sjúklinga- Rótarskot stunga nál eða legg kvörtun N<%) N <%) N (%) N (%) Miðlínutækni 15 (7,1) 2 (0,95) 21 (10) 12 (5,7) Hliðlasg tækni 19(15,5) 1 (0,81) 8 (6,5) 6 (4,9) Ályktanir: Um þriðjungur allra utanbastsleggja var lagður með hliðlægri tækni og fór það hlutfall yfir helming þegar deyft var á mið- eða efri hluta brjósthryggjar og er það í samræmi við það sem mælt er með (1). Minni hætta virðist vera á mænuvökvastungu og blæðingu í nál við hliðlæga tækni og mætti skýra það að nokkru með því að þeirri tækni var fremur beitt á mið- og efri hluta brjósthryggs (1). Rótarskot voru fleiri við hliðlæga tækni sem skýrist hugsanlega af annarri innkomu leggjar inn í utanbastsrúmið. Heimild 1. Gieber M. Anesthesiology 1997; 86: 55-63. S 02 Fitusegareksheilkenni. Sjúkratilfelli Helga Kristín Magnúsdóttir, Ingiríður Sigurðardóttir, Girish Hirlekar Frá svæfinga og gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Sjúkratilfelii: Sextíu og níu ára gömul kona með sögu um háþrýst- ing og gigt var lögð inn til gerviliðaaðgerðar á mjöðm. Lögð var mænudeyfing. Mídazólam, fentanýl og própófól dreypi var notað til slæfingar. Aðgerðin gekk vel, blæðing lítil og sjúklingur var fluttur vakandi og við góða líðan á gjörgæsludeild. Um það bil einni klukkustund eftir að konan kom á gjörgæslu versnaði skyndilega súrefnismettunin, hún varð rugluð og missti síðan meðvitund. Þrátt fyrir aðstoðaða öndun og eðlilega súrefnismettun vaknaði hún ekki. Fljótlega varð vart vaxandi blæðingar frá skurðsári og í kera. Merki dreifðrar blóðstorknunar (DIC syndrome) komu fram í blóðpruf- um. Ástand versnaði er líða tók á daginn og fékk sjúklingur mikið magn blóðhluta og vökva fyrsta sólarhringinn. Eftir það var blóðrás og öndun stöðug. Hún var áfram meðvitundarlaus. Sneiðmynd af höfði sýndi aukinn þrýsting í heilabúinu og eftir nokkurra daga meðferð í öndunarvél var ástandið metið aftur. Sjúklingur var úr- skurðaður heiladáinn á 10. degi eftir aðgerð. Krufning leiddi í ljós dreift fiturek í smáæðum heilans og heilabjúg. Umræða: Fitusegareksheilkenni hefur verið lýst frá 1879 og þá helst í sambandi við áverka á löngum beinum og við fjöláverka en hefur einnig verið lýst í sambandi við aðgeðir á beinum sem innihalda mikinn blóðmyndandi vef. Eitthvert fitusegarek verður alltaf í liðskiptaaðgerðum bæði á mjöðm og hné en einkenni af þeim sök- um eru afar sjaldgæft (0,1%). Þeir sem eru með slæma lungnastarf- semi hafa meiri áhættu á að fá einkenni. Reynt hefur verið að minnka þrýstinginn í mergholinu í þessum aðgerðum í von um að minnka áhættuna. S 03 Hefur staðsetning utanbastsleggjar, tæknileg vandkvæði við lögn hans og samvinna við sjúkling áhrif á árangur verkjameðferðar eftir aðgerðir? Gísli Vigfússon, Oddur Fjalldal, Þorsteinn Sv. Stefánsson, Jón Sigurðsson Frá svæfingadeild Landspítalans Inngangur: Forsenda góðs árangurs þriggja lyfja utanbastsmeðferð- ar eftir aðgerðir er nákvæm staðsetning leggjar sem næst viðtæki verkjaboðs í afturhorni mænu. Ýmsir aðrir þættir geta haft áhrif á árangur eins og tæknileg vandkvæði við lögn leggjar og samvinna við sjúkling. Tílgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort stað- setning leggjar, tæknileg vandkvæði við lögn hans og samvinna við sjúkling á meðan á lögn stæði hefði áhrif á árangur verkjameðferðar eftir aðgerð. Efniviður og aðferðir: Könnunin náði yfir eitt ár og var framkvæmd á handlækningadeild Landspítalans. Borin var saman sá hópur sjúk- linga sem lauk fyrirhugaðri verkjameðferð (305 sjúklingar) við þann hóp (27 sjúklingar) þar sem hætta varð við meðferð vegna ónógrar verkjastillingar. Metið var annars vegar hvort tengsl væru milli endurvals á utanbastsbili, vandkvæðum við að finna það (við- námshvarf, loss of resistance) og þræðingu leggjar í það svo og sam- vinnu við sjúkling og hins vegar árangri verkjameðferðar eftir að- gerð. Niðurstöður: Hætta varð meðferð hjá 27 (8,1%) sjúklingum vegna ófullnægjandi verkjastillingar. Þrjú hundrað og fimm (91,9%) sjúk- lingar luku fyrirhugaðri meðferð eða hætta varð henni af öðrum or- sökum. Annað Óvíst utan- Treg utanbasts- bastsvið- þrasðing Slæm liðbil valið námshvarf leggjar samvinna N (%) N (%) N (%) N (%) Fullnægjandi meðferð 57 (18,6) 37 (11,1) 14 (4,2) 14 (4,2) Ófullkomin meðferð 10 (37,0) 8 (29,6) 2 (7,4) 3 (11,1) Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að sjúklingur fái verri verkja- 266 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.