Læknablaðið - 15.04.2000, Qupperneq 38
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG G J Ö R G Æ SLULÆKNA
ERINDI
S 01 Mat á tveimur mismunandi aðferðum við ísetningu utan-
bastsleggja og fylgikvillum sem fram komu við þær
Ingi Hauksson, Gísli Vigfússon, Ástríður Jóhannesdóttir, Jón Sigurðsson
Frá svæfingadeild Landspítalans
Inngangur: Um fjögurra ára skeið hefur svæðisbundin þriggja lyfja
utanbastsmeðferð verið notuð til verkjameðferðar eftir stærri að-
gerðir á handlækningadeildum Landspítalans. Læknar deildarinnar
beita mismunandi tækni við ísetningu utanbastsleggja. Sumir nota
nær alltaf miðlínutækni (median), aðrir hliðlæga (paramedian)
tækni og enn aðrir beita ýmist mið- eða hliðlægri tækni. Tilgangur
rannsóknarinnar var annars vegar að kanna hvaða tækni læknar
notuðu við að finna utanbastsbil Th3-9 og Th9-L4 og hins vegar
könnun á tíðni fylgikvilla miðlínu og hliðlægu tækninnar.
Efniviður og aðferðir: Könnunin náði yfir eitt ár og var framkvæmd
á handlækningadeild Landspítalans. Alls voru 332 sjúklingar með í
úttektinni. Eftirtalin atriði voru skráð.
1. Miðlæg eða hliðlæg stefna nálar við ísetningu leggjar í utanbasts-
bilin Th3-9 og Th9-L4.
2. Rótarskot (paraesthesia) í miðlínu eða hliðlínu.
3. Mænuvökvaástunga í miðlínu eða hliðlínu.
4. Blæðing í nál eða legg í miðlínu eða hliðlínu.
5. Kvartanir sjúklings.
Niðurstöður: Hjá 210 sjúklingum var leggur lagður með miðlínu-
stefnu og hjá 122 með hliðlægri stefnu.
Tafla I
Th^s Th<»-L4
Miðlínutækni 36 174
Hliólæg tækni 40 82
Tafla II
Mænuvökva- Blasóing í Sjúklinga-
Rótarskot stunga nál eða legg kvörtun
N<%) N <%) N (%) N (%)
Miðlínutækni 15 (7,1) 2 (0,95) 21 (10) 12 (5,7)
Hliðlasg tækni 19(15,5) 1 (0,81) 8 (6,5) 6 (4,9)
Ályktanir: Um þriðjungur allra utanbastsleggja var lagður með
hliðlægri tækni og fór það hlutfall yfir helming þegar deyft var á
mið- eða efri hluta brjósthryggjar og er það í samræmi við það sem
mælt er með (1). Minni hætta virðist vera á mænuvökvastungu og
blæðingu í nál við hliðlæga tækni og mætti skýra það að nokkru með
því að þeirri tækni var fremur beitt á mið- og efri hluta brjósthryggs
(1). Rótarskot voru fleiri við hliðlæga tækni sem skýrist hugsanlega
af annarri innkomu leggjar inn í utanbastsrúmið.
Heimild
1. Gieber M. Anesthesiology 1997; 86: 55-63.
S 02 Fitusegareksheilkenni. Sjúkratilfelli
Helga Kristín Magnúsdóttir, Ingiríður Sigurðardóttir, Girish Hirlekar
Frá svæfinga og gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
Sjúkratilfelii: Sextíu og níu ára gömul kona með sögu um háþrýst-
ing og gigt var lögð inn til gerviliðaaðgerðar á mjöðm. Lögð var
mænudeyfing. Mídazólam, fentanýl og própófól dreypi var notað til
slæfingar. Aðgerðin gekk vel, blæðing lítil og sjúklingur var fluttur
vakandi og við góða líðan á gjörgæsludeild. Um það bil einni
klukkustund eftir að konan kom á gjörgæslu versnaði skyndilega
súrefnismettunin, hún varð rugluð og missti síðan meðvitund. Þrátt
fyrir aðstoðaða öndun og eðlilega súrefnismettun vaknaði hún ekki.
Fljótlega varð vart vaxandi blæðingar frá skurðsári og í kera. Merki
dreifðrar blóðstorknunar (DIC syndrome) komu fram í blóðpruf-
um. Ástand versnaði er líða tók á daginn og fékk sjúklingur mikið
magn blóðhluta og vökva fyrsta sólarhringinn. Eftir það var blóðrás
og öndun stöðug. Hún var áfram meðvitundarlaus. Sneiðmynd af
höfði sýndi aukinn þrýsting í heilabúinu og eftir nokkurra daga
meðferð í öndunarvél var ástandið metið aftur. Sjúklingur var úr-
skurðaður heiladáinn á 10. degi eftir aðgerð. Krufning leiddi í ljós
dreift fiturek í smáæðum heilans og heilabjúg.
Umræða: Fitusegareksheilkenni hefur verið lýst frá 1879 og þá helst
í sambandi við áverka á löngum beinum og við fjöláverka en hefur
einnig verið lýst í sambandi við aðgeðir á beinum sem innihalda
mikinn blóðmyndandi vef. Eitthvert fitusegarek verður alltaf í
liðskiptaaðgerðum bæði á mjöðm og hné en einkenni af þeim sök-
um eru afar sjaldgæft (0,1%). Þeir sem eru með slæma lungnastarf-
semi hafa meiri áhættu á að fá einkenni. Reynt hefur verið að
minnka þrýstinginn í mergholinu í þessum aðgerðum í von um að
minnka áhættuna.
S 03 Hefur staðsetning utanbastsleggjar, tæknileg vandkvæði
við lögn hans og samvinna við sjúkling áhrif á árangur
verkjameðferðar eftir aðgerðir?
Gísli Vigfússon, Oddur Fjalldal, Þorsteinn Sv. Stefánsson, Jón Sigurðsson
Frá svæfingadeild Landspítalans
Inngangur: Forsenda góðs árangurs þriggja lyfja utanbastsmeðferð-
ar eftir aðgerðir er nákvæm staðsetning leggjar sem næst viðtæki
verkjaboðs í afturhorni mænu. Ýmsir aðrir þættir geta haft áhrif á
árangur eins og tæknileg vandkvæði við lögn leggjar og samvinna
við sjúkling. Tílgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort stað-
setning leggjar, tæknileg vandkvæði við lögn hans og samvinna við
sjúkling á meðan á lögn stæði hefði áhrif á árangur verkjameðferðar
eftir aðgerð.
Efniviður og aðferðir: Könnunin náði yfir eitt ár og var framkvæmd
á handlækningadeild Landspítalans. Borin var saman sá hópur sjúk-
linga sem lauk fyrirhugaðri verkjameðferð (305 sjúklingar) við
þann hóp (27 sjúklingar) þar sem hætta varð við meðferð vegna
ónógrar verkjastillingar. Metið var annars vegar hvort tengsl væru
milli endurvals á utanbastsbili, vandkvæðum við að finna það (við-
námshvarf, loss of resistance) og þræðingu leggjar í það svo og sam-
vinnu við sjúkling og hins vegar árangri verkjameðferðar eftir að-
gerð.
Niðurstöður: Hætta varð meðferð hjá 27 (8,1%) sjúklingum vegna
ófullnægjandi verkjastillingar. Þrjú hundrað og fimm (91,9%) sjúk-
lingar luku fyrirhugaðri meðferð eða hætta varð henni af öðrum or-
sökum.
Annað Óvíst utan- Treg
utanbasts- bastsvið- þrasðing Slæm
liðbil valið námshvarf leggjar samvinna
N (%) N (%) N (%) N (%)
Fullnægjandi meðferð 57 (18,6) 37 (11,1) 14 (4,2) 14 (4,2)
Ófullkomin meðferð 10 (37,0) 8 (29,6) 2 (7,4) 3 (11,1)
Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að sjúklingur fái verri verkja-
266 Læknablaðið 2000/86