Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2000, Qupperneq 41

Læknablaðið - 15.04.2000, Qupperneq 41
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA stillingu ef leggur er staðsettur í öðru utanbastsliðbili en fyrirhugað er. Við óvíst viðnámshvarf og tregðu við ísetningu versnuðu mögu- leikamir á góðri verkjastillingu verulega svo og ef samvinna var ekki góð við sjúkling. Hl að bæta árangur verkjameðferðar er mikil- vægt að upplýsa sjúklinga vel um utanbastsverkjameðferð, leggja áherslu á val á réttu utanbastsliðbili og leita eftir dæmigerðu við- námshvarfi. S 04 Verkjameðferð með morfínsídreypi á skurðdeild Barnaspítala Hringsins. Árangur og fylgikvillar Sigurður Guðjónsson’, Gísli Vigfússon', Aðalbjörn Þorsteinsson', Guðmundur Bjarnason! Frá 'svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítalans, "skurðdeild Barnaspítala Hringsins Inngangur: A undanförnum árum hefur verið lögð aukin áhersla á góða verkjameðferð eftir skurðaðgerðir. Fleiri meðferðarmögu- leikar og betra eftirlit hafa stórlega bætt andlega og líkamlega líðan sjúklinga eftir stærri aðgerðir og geta stytt legutíma og minnkað kostnað. Sjúklingastýrð verkjameðferð (PCA) hefur lengi verið notuð með góðum árangri. Eitt form þeirrar meðferðar, sem eingöngu er notað hjá börnum, er að gefa ákveðið magn morfíns í sídreypi miðað við þyngd sjúklings og gefa aukaskammta sé þess þörf. Um nokkurra ára skeið hefur sídreypi morfíns verið notað til verkjameðferðar eftir aðgerðir á skurðdeild Barnaspítala Hrings- ins og var tilgangur rannsóknarinnar að kanna árangur og fylgi- kvilla þessarar meðferðar. Efniviður og aðferð: Árangur og fylgikvillar voru metnir hjá 93 bömum sem fengu morfínsídreypi eftir skurðaðgerðir á þriggja ára tímabili. Árangur verkjameðferðar var metinn með aðstoð Visual Analog Scale (VAS), annars vegar í hvíld og hins vegar við hreyf- ingu og hósta. Tíðni ógleði og kláða var skráð og metin sem engin, væg eða slæm. Fylgikvillar töldust slæmir ef þeir kröfðust meðferð- ar. Niðurstöðun Af 93 sjúklingum voru 57 (60%) sem höfðu gengist undir kviðarholsaðgerðir. Flestar aðrar aðgerðir voru bæklunarað- gerðir. Meðalaldur sjúklinga var 5,8 ár. Meðaldreypihraði var 0,34 mg/klst (0,lmg/ml). Meðferðarlengd var 3,3 dagar (2-8). í hvfld fengu 96% sjúklinga fullnægjandi verkjastillingu (VAS 1-3). Hjá einum sjúklingi þurfti að stöðva sídreypi vegna misheppnaðrar verkjastillingar. I einu tilfelli kom upp öndunarletjun. Árangur verkjameðferðar og fylgikvillar kemur að öðru leyti fram í töflu. Verkir við hreyfingu og hósta Ógleöi Kláói VAS 1-3 vægir VAS 4-6 meöalsterkir Væg Slæm Vægur Slæmur 81% 18% 21% 28% 14% 2% Ekki reyndist vera munur á tíðni á ógleði hjá þeim sem geng- ust undir kviðarholsaðgerðir samanborið við aðrar aðgerðir. Ályktanir: í hvfld var verkjameðferðin metin fullnægjandi hjá 96% sjúklinga en fór niður í 81% við hreyfingu og hósta. Slæm ógleði kom fýrir hjá 28% sjúklinga. Þar sem enginn munur var á tíðni ógleði hjá þeim sem fóru í kviðarholsaðgerð samanborið við aðrar aðgerðir bendir það til þess að morfín eigi stóran þátt í henni. Ogleði er helsti fylgikvilli þessarar meðferðar. Ógleðin veldur sjúk- lingum óþægindum, hindrar eðlilega næringarinntöku og seinkar útskrift. Meðferð barna með morfínsídreypi gefur góða verkjastill- ingu en há tíðni ógleði af hennar völdum er óásættanleg. S 05 Eins árs samantekt á míðbláæðarleggjum á FSA Helga Kristín Magnúsdóttir, Ingiríður Sigurðardóttir, Girish Hirlekar Frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Inngangur: Miðbláæðarleggur er notaður hjá sjúklingum með slæmar æðar, til næringar, langtímalyfjameðferðar og til mælingar miðbláæðaþrýstings. Hann er einfaldur í uppsetningu og þægilegur í notkun. Pað má ekki gleyma að bæði uppsetning og langtímanotk- un geta valdið fylgikvillum sem í einstaka tilfellum geta verið lífs- hættulegir. Tilgangur þessarar könnunar var að kanna tíðni fylgi- kvilla á FSA og einnig að kanna sýklavöxt á stungustað og æða- leggsenda. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar sem fengu miðbláæðarlegg á tímabilinu 1. aprfl 1998 til 31. mars 1999 á FSA voru skráðir á sér- stakt skráningarblað. Þar sem skráning misfórst var sjúkraskrá skoðuð. Skráð var ástæða innlagnar, hvar leggurinn var settur, fylgi- kvillar ísetningar, vandamál á notkunartíma og ástæða þess að legg- ur var fjarlægður. Útlit stungusvæðis var metið, húðstrok og æða- leggsendi voru send í ræktun er leggur var fjarlægður. Skráð var notkun sýklalyfja á tímabilinu. Niðurstöður: Samtals voru lagðir 94 miðbláæðarleggir á árinu. Skráningarblöð skiluðu sér frá 72 sjúklingum eða 77%. Vandamál við ísetningu voru skráð hjá fimm sjúklingum, engin alvarleg. Vegna gruns um sýkingu eða vegna tæknilegra vandamála voru 10 leggir fjarlægðir áður en áætlað var. Ræktunarsvör bárust frá 56 sjúkling- um eða 60%. Jákvæðar ræktanir reyndust hjá 36% sjúklinga og uxu hvítir klasahnettlar í 87% tilfella. Blóðeitrun greindist hjá einum sjúklingi. Merki sýkingar á stungustað sáust hjá fjórum sjúklingum og voru jákvæðar ræktanir hjá þremur þeirra. Aðrir sjúklingar með jákvæðar ræktanir voru einkennalausir. Af þeim sem voru á sýkla- lyfjum (43 af 52) voru 40% með jákvæðar ræktanir. Þeir sem ekki voru á sýklalyfum (13 af 52) höfðu aðeins jákvæðar ræktanir í 15% tilvika. Umraeða: Niðurstöðuna verður að skoða í ljósi þess að hér er um fáa einstaklinga að ræða. Á þessu ári voru ekki skráðir neinir alvar- legir fylgikvillar fyrir utan eina blóðeitrun. Minni sýklavöxtur virð- ist vera hjá þeim sem ekki nota sýklalyf en þetta er ekki tölfræðilega marktækur munur sökum smæðar úrtaksins. S 06 Líðan kvenna heima eftir ófrjósemiaðgerð Girish Hirlekar, Helga K. Magnúsdóttir, Ingiríður Sigurðardóttir Frá svæfinga-og gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Inngangur: Fjöldi ferlisjúklinga er ört vaxandi víða um heim. Á FSA er hlutfall þeirra liðlega 50%. Lítið hefur verið skrifað um líð- an ferlisjúklinga eftir heimkomu og þótti okkur áhugavert að at- huga hana betur. Efniviður og aðferðir: Skurðaðgerð var framkvæmd með kviðsjár- tækni og notaðar voru klemmur til að loka fyrir eggjaleiðara. Að- gerð var framkvæmd í svæfingu og allar konur jöfnuðu sig á vöknun eftir aðgerðina áður en þær fóru heim. Hringt var daginn eftir að- gerð og spurt um almenna líðan, verki og ógleði aðgerðarkvöldið og einnig um kl. 10:00 daginn eftir. Auk þess var spurt um svefn nóttina eftir aðgerð. Niðurstöðun Fjörutíu og níu konur fóru í ófrjósemiaðgerð á FSA á árinu 1999. Meðalaldur var 38 ár. Meðaltími á vöknun var 4,11 klukkustundir 43 konur svöruðu en ekki náðist í sex konur. Læknablaðið 2000/86 267
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.